Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4822 svör fundust
Hver fór næstur út í geiminn á eftir hundinum?
Það hafa nokkrir hundar farið út í geim en hundurinn sem hér er vísað til er væntanlega hin sovéska Laika sem er eitt frægasta dæmið um geimdýr. Laika fór út í geiminn árið 1957, fyrst dýra til þess að fara á braut um jörðu. Laika var þó hvorki fyrsta né síðasta dýrið sem farið hefur út í geiminn. Áður en mann...
Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þót...
Hvernig er hægt að rekja skyldleika allra núlifandi manna til einnar formóður?
Allar núlifandi manneskjur[1] geta rakið ættir sínar til baka til einnar formóður sem lifði í Afríku. Skyldleiki er meðal annars rakinn með því að nota erfðaupplýsingar, til dæmis um breytileika á ákveðnum stað innan gens, í heilum genum, hluta litninga eða jafnvel alls erfðamengisins. Hægt er að meta hversu langt...
Hvaða reglur gilda um akstur í hringtorgum og eiga þær líka við um erlenda ökumenn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mundu reglur um hringtorg styðjast við réttarheimildina venju, þar sem ekkert er fjallað um þau í umferðarlögum fyrir utan að lagning sé bönnuð? Hvernig myndi fara ef tjón yrði í hringtorgi við erlendan ferðamann sem héldi því fram að aðrar reglur um hringtorg giltu? Þann...
Af hverju hafa karlmenn geirvörtur?
Greinilegt er að margir hafa velt þessari spurningu fyrir sér. Aðrir spyrjendur eru Kjartan Guðmundsson, Gunnlaugur Johnson, Ingvi Gautsson, Hera Ólafsdóttir, Andri Þorvaldsson, Orri Steinarsson, Þorsteinn Pálmason, Georg Ólafsson, Árni Ólafsson, Ólafur Hlynsson og Sirrý Ólafsdóttir. Hér er einnig að finna sva...
Hvert var framlag Janusz Korczak til uppeldis- og menntamála?
Pólski barnalæknirinn, uppeldisfræðingurinn og rithöfundurinn Henryk Goldszmit (1878-1942) er betur þekktur undir rithöfundanafninu Janusz Korczak. Hann var af gyðingaættum og ólst upp við velsæld í samheldinni lögfræðifjölskyldu. Korczak var einn af þeim barnalæknum, við upphaf 20. aldar, sem beittu sér fyrir ...
Hver er uppruni orðsins víkingur? Gæti verið að þessi „stétt“ fornmanna hafi komið frá Vík í Noregi?
Í held sinni hljóðar spurningin svona:Ég hef hvergi rekist á þá skýringu að starfsheitið „víkingur“ kunni að vera tilkomið vegna þess að upprunalega hafi þessi „stétt“ fornmanna komið frá, eða þeir lagt upp frá Vík í Noregi. Er mögulegt að þetta kunni að vera skýringin? Um uppruna orðanna víkingur og verknaðarh...
Hver uppgötvaði reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar og hvenær var það?
Sex innstu reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar, það er Merkúríus, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter og Satúrnus, sjást með berum augum og hafa því þekkst alla tíð. Það er því ekki hægt að benda á neinn einn sem hafi uppgötvað tilvist þeirra. Ennfrekur er frekar erfitt að segja með vissu hver hafi áttað sig á að þessir ...
Hvað er nýraunsæi og hvernig birtist það í íslenskum bókmenntum?
Raunsæisbylgja, sem oft er kennd við nýraunsæi, flæddi yfir íslenskt bókmenntasvið á síðari hluta áttunda áratugar 20. aldar. Í henni fólst bæði áhersla rithöfunda á félagslegt raunsæi og gagnrýnin krafa lesenda og bókmenntarýna, innblásin af verkalýðsbaráttu og róttækri hugsun 68-kynslóðarinnar. Lögð var áhersla ...
Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast?
Ósonlagið og myndun þess Óson er sameind gerð úr þremur súrefnisfrumeindum (O3) og myndast í andrúmsloftinu við samruna súrefnisfrumeinda (O) og súrefnissameinda (O2). Við yfirborð jarðar er gnægð súrefnissameinda (O2) en mjög lítið af súrefnisfrumeindum (O). Því myndast lítið af ósoni með þessum hætti niðri vi...
Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir?
Sjávarfallavirkjanir eru einkum tvenns konar; virkjun sem nýtir straumhraða sjávar og virkjun sem nýtir fallhæð sjávarins. Verið er að gera tilraunir með margar gerðir straumvirkjana en algengastar eru vélar sem líkjast vindmyllum. Spaðarnir eru þó miklu styttri þar sem þéttleiki sjávar er margfalt meiri en lof...
Hvenær var fyrsti kafbáturinn búinn til?
Kafbátur er bátur sem er hannaður til að sigla í kafi. Sá fyrsti sem vitað er að hafi hannað kafbát var breski stærðfræðingurinn William Bourne (um 1535-1582). Hugmynd hans var að byggja lokaðan bát úr tré og vatnsheldu leðri sem væri hægt að róa í kafi. Báturinn átti að fara í kaf þegar rúmmál hans væri minnkað m...
Hvenær kemur orðið prjón og sögnin að prjóna fyrst fyrir í íslensku máli eða riti?
Orðið prjón og sögnin að prjóna koma hvorki fyrir sem flettur í fornmálsorðabók Johans Fritzner né í seðlasafni Stofnunar Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn með orðum úr fornu óbundnu máli. Elstu dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans um sögnina að prjóna eru frá síðari hluta 16. aldar en dæmin um prjón eru eitthvað yngr...
Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið?
Þessari spurningu er óhætt að svara játandi. Samtímalist hefur haft bein áhrif á mörg ólík svið samfélagsins, svo sem listkennslu, liststofnanir, borgarlandslag, menningarlíf, listmarkaði, og sér í lagi á heimspekilega og hugmyndafræðilega þenslu listhugtaksins. Afleiðingin er meðal annars gjörbreytt reynsla áhorf...
Hvaða land er frægasta ferðamannaland í heimi?
Það er spurning hvaða mælikvarða er hægt að nota til að ákvarða hvað er frægasta ferðamannaland í heimi. Líklega er einfaldast að setja samasemmerki á milli þess að vera frægt og vera vel sótt. Mjög margir ferðamenn berja Eiffelturninn augum enda er Frakkland það land heims sem fær flestar heimsóknir erlendra ...