Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2495 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta simpansar fengið Down-heilkenni?

Down-heilkenni stafar af aukalitningi í frumum einstaklinganna. Í flestum tilfellum er manneskja með 46 litninga (2n=23). Einstaklingar með Down-heilkenni hafa hins vegar þrjú eintök af litningi 21 og eru því með 47 litninga. Af þeim sökum er þessi litningagalli líka kallaður þrístæða 21. Einstaklingar með Dow...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir hugtakið smásaga?

Það er hægt að skilgreina hugtakið smásaga á ýmsa vegu, til dæmis svona: Smásaga er skálduð frásögn, styttri en skáldsaga. Lengd smásagna getur þó verið allt frá einni eða nokkrum síðum upp í um eða yfir hundrað síður. Um mjög stutta texta sem geta staðið sjálfstæðir er þó stundum notað hugtakið örsaga og að sama ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær uppgötvuðu menn gammablossa?

Það er í raun kalda stríðinu að þakka að gammablossar uppgötvuðust, orkumestu sprengingar sem þekktar eru í hinum sýnilega alheimi. Á 7. áratug síðustu aldar skutu Bandaríkjamenn á loft Vela-gervitunglunum sem meðal annars innihéldu gammageislamælitæki. Tilgangur þeirra var að fylgjast með Sovétmönnum, að þeir bry...

category-iconUnga fólkið svarar

Er það satt að geimfarar fái sér epli við lendingu á jörðu?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Er það satt að geimfarar fái sé epli við lendingu á jörðu? Af hverju og hvenær kom þessi siður á? Já, þessi siður tíðkast að minnsta kosti þegar rússnesk geimför lenda á jörðu. Lítið er tekið af ferskum matvælum út í geim, þar sem þau skemmast fljótt. Aftur á móti bíða g...

category-iconHagfræði

Er eðlilegt að húsaleiga sé hluti af neysluverðsvísitölu?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er algengt að húsnæðisverð (reiknuð húsaleiga) sé hluti af vísitölu neysluverðs (VNV) sem mæld er í OECD-ríkjum og eru einhver rök fyrir því að hafa húsnæðisverð sem hluta VNV? Tölfræðideild Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations Statistical Department) samræmir aðferðafræði við...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað hefur vísindamaðurinn Haraldur Bernharðsson rannsakað?

Haraldur Bernharðsson er dósent í miðaldafræði við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og forstöðumaður Miðaldastofu Háskóla Íslands. Haraldur er málfræðingur og fæst einkum við rannsóknir á forníslensku, íslenskri málsögu og íslenskum miðaldahandritum. Meginviðfangsefnið er þær breytingar ...

category-iconTölvunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Luca Aceto rannsakað?

Luca Aceto er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og við Gran Sasso-rannsóknastofnunina á Ítalíu. Rannsóknir hans eru á sviði fræðilegrar tölvunarfræði, þar á meðal má telja athugunir á rökfræði tölvunarfræðinnar, merkingafræði forritunaraðgerða (e. structural operational semantics) og samtímavinns...

category-iconHagfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Tinna Laufey Ásgeirsdóttir rannsakað?

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir er prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hún stundar margvíslegar rannsóknir sem snúa að hegðun og lífsstíl einstaklinga. Þar má nefna tengsl heilsu og afdrifa á vinnumarkaði, áhrif efnahagssveiflna á heilsu, heilsuhegðun og aðra þætti svo sem búsetu og svefn. Auk þess hefur Tinna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rangt að segja „við förum erlendis“?

Upprunlega spurningin hljóðaði svona: Er að velta fyrir mér notkun á orðinu "erlendis" Það var pistill á Rás 1 fyrir nokkru þar sem farið var yfir notkun á þessu orði. Þar var talið rangt að segja, "við förum erlendis", það ætti að segja til útlanda eða utan. Hvað er rétt í þessu máli, þessu hefur nefnilega ...

category-iconMenntunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Aðalbjarnardóttir rannsakað?

Sigrún Aðalbjarnardóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur fengist við rannsóknir á ýmsum þroskaþáttum ungs fólks, líðan þess, áhættuhegðun, námsgengi og borgaravitund. Jafnframt hefur hún kannað og fjallað um hvernig nærumhverfið, fjölskyldan og skólinn, g...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Steinunn Helga Lárusdóttir stundað?

Steinunn Helga Lárusdóttir er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er menntastjórnun. Hún hefur, ásamt tveimur samstarfsmönnum, rannsakað störf skólastjóra við grunnskóla í aldarfjórðung. Þessar rannsóknir veita meðal annars innsýn í það hvernig skólastjórar í grunnskólum verja tíma sínu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Sumarliði Ragnar Ísleifsson stundað?

Sumarliði R. Ísleifsson er sagnfræðingur að mennt. Hann er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa að einkum varðað tvö svið. Fyrra sviðið er atvinnu- og félagssaga Íslands á 19. og 20. öld þar sem Sumarliði hefur annars vegar beint sjónum að „flugtaki“ íslensk atvinnulífs um og...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Ágústa Pálsdóttir stundað?

Ágústa Pálsdóttir er prófessor í upplýsingafræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknir hennar eru á sviði upplýsingahegðunar í tengslum við heilsusamlegan lífsstíl. Miklu skiptir að fræðsla um heilsueflingu nái til sem flestra þjóðfélagsþegna. Miðlun upplýsinga þarf þ...

category-iconLögfræði

Hvaða rannsóknir hefur Oddný Mjöll Arnardóttir stundað?

Oddný Mjöll Arnardóttir er rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands og dómari við Landsrétt. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við mannréttindi, bæði frá sjónarhorni stjórnskipunarréttar, þjóðaréttar og Evrópuréttar. Þá hafa viðfangsefni hennar öðrum þræði verið réttarheimspekileg auk þess sem hún hefur la...

category-iconLögfræði

Hafa skipstjórar og flugstjórar heimild til handtöku og valdbeitingar?

Hvorki skipstjórar né flugmenn hafa heimildir til handtöku eða valdbeitingar, umfram það sem almennt gengur og gerist utan þeirra fara sem þeir stjórna. Skipstjórar og flugmenn hafa þó rúmar valdheimildir um borð í förum þessum og hafa nokkurt vald yfir þeim sem ferðast með þeim. Í sjómannalögum kemur fram að ...

Fleiri niðurstöður