Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju verða gervihnettir að vera yfir miðbaug jarðar ef þeir eiga ekki að hringsóla um hana?

Skýringin á þessu er fólgin í þyngdarlögmálinu ásamt svonefndu öðru lögmáli Newtons. Af þessum lögmálum leiðir að braut gervihnattar er alltaf í sömu sléttunni (plane) sem við köllum brautarsléttu og sú slétta liggur auk þess um jarðarmiðju. Ef braut gervihnattar liggur einhvers staðar norður fyrir miðbaug hlýtur ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?

Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. ...

category-iconJarðvísindi

Hver fann upp geislakolsaðferðina til að aldursgreina til dæmis risaeðlur, og hvenær gerðist það?

Efnafræðingar við háskólann í Chicago þróuðu geislakolsaðferðina á fimmta áratugnum. Fyrir rannsóknahópnum fór W. F. Libby sem lýsti aðferðinni í bók sem kom út árið 1952. Hann hlaut fyrir þetta Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 1960. Fyrstu aldursgreiningu með geislakolsaðferð birtu Arnold og Libby árið 1949, og tí...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan kemur hjátrúin að banka í við?

Það er mjög algeng og útbreidd hjátrú, einkum meðal kristinna manna, að banka (þrisvar) undir eða á viðarborð eða snerta tré. Um leið fara menn gjarnan með talnaþuluna 7 – 9 – 13, sem lesa má nánar um í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju þykja tölurnar 7, 9 og 13 sérstaklega kynngimagnaðar? Þetta er ge...

category-iconBókmenntir og listir

Er til forngrískur eða rómverskur kveðskapur sem fjallar um siðspillingu mannanna og afleiðingar hennar, samanber til dæmis Völuspá í norræni trú?

Í Völuspá segir frá upphafi heimsins og endalokum hans og ragnarökum eða endalokum guðanna, sem verða vegna hegðunar þeirra sjálfra og manna. Sams konar heimsslitabókmenntir voru ekki til hjá Forngrikkjum eða Rómverjum. Þar segir hvergi frá endalokum guðanna og endalokum heimsins – nema þá ef með er talin Opinberu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hraðinn í þróun tölvutækninnar kominn á ljóshraða? Hvað svo eftir það?

Þessi spurning er engan veginn ástæðulaus. Hraði í þróun tölvutækni er oft sagður fylgja lögmáli Moores, sem nefnt er eftir Gordon Moore, einum af stofnendum örgjörvafyrirtækisins Intel. Hann spáði því að taka mundi fastan tíma að tvöfalda afköst tölvubúnaðar. Þróunin hefur fylgt þessari spá nokkuð vel og afl örgj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna halda plastumbúðir ekki súrefni og hvernig er hægt að lágmarka súrefnisflæðið?

Hvaða þættir valda því að plastumbúðir halda ekki súrefni? Öll plastefni eru í raun flóki af risalöngum fjölliðukeðjum sem er líkastur hrúgu af soðnu spaghettíi. Hver fjölliðukeðja er mynduð úr raðtengdum atómum, oft 10-100 þúsundum þeirra, líkt og perlur í perlufesti. Langoftast eru það kolefnisatóm sem er...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver er jörðin?

Séð utan úr geimnum er jörðin fallegur bláleitur hnöttur sem gengur á braut um sólina. Mikil hreyfing er á henni, því auk þess sem jörðin gengur hratt eftir braut sinni, eða á um 107 þúsund kílómetra hraða á klukkustund, snýst hún um sjálfa sig. Þessar hreyfingar hafa talsverð áhrif á jörðu niðri og hafa mennski...

category-iconJarðvísindi

Hvernig vita vísindamenn hvernig risaeðlur litu út, hvernig þær voru á litinn og hver líkamsbygging þeirra var?

Fyrstu risaeðlurnar komu fram fyrir um það bil 225 milljónum ára og þær síðustu dóu út fyrir um 66 milljónum ára, í lok krítartímabils. Leifar þessara dýra hafa víða fundist í jarðlögum, einkum setlögum sem myndast hafa í ám og vötnum. Mest hefur fundist af beinum, bæði heilum og brotnum, og stundum hafa fu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er búið að afsanna afstæðiskenninguna með hraðeindum?

Svarið er í stuttu máli tvíþætt. Í fyrsta lagi er alls ekki líklegt að hraðeindir séu til og engar vísbendingar um það þó að sumir hafi viljað bollaleggja um þær. Í öðru lagi er engan veginn sjálfgefið að tilvist þeirra mundi breyta neinu um möguleika okkar á að koma hlutum í kringum okkur upp fyrir ljóshraða. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig varð fyrsta genið til? Hefði það getað komið utan úr geimnum?

Þetta er ein af mörgum spurningum um upphaf lífs á jörðinni sem ekki er hægt að svara með neinni vissu. Nú á dögum eru gen allra eiginlegra lífvera gerð úr kjarnsýrunni DNA en kjarnsýran RNA er erfðaefni ákveðinna veira. Margt bendir til þess að í þróunarsögu lífsins hafi RNA komið til sögunnar á undan DNA og reyn...

category-iconJarðvísindi

Er „kolefnisklukkan” alltaf áreiðanleg?

Frumkvöðlar geislakolsaðferðarinnar gerðu ráð fyrir því að hlutfall C-14 í andrúmsloftinu breyttist ekki með tímanum — það er að segja að geimgeislastreymið sem myndar C-14 úr köfnunarefni væri stöðugt. Síðar kom í ljós að málið er ekki svo einfalt, og að eitt er geislakolsaldur og annað „raunverulegur aldur“. ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna myndast kuldi þegar salti er stráð á ís, til dæmis á tröppum húsa, og hvers vegna breytist ísinn þá í vökva?

Vatnssameindirnar eru á stöðugri hreyfingu en þegar hitastigið lækkar hægja þær á sér og aðdráttarkraftar milli þeirra fara að hafa meiri áhrif. Við frostmark (0°C) fara sameindirnar svo hægt að þær ná að festast saman og mynda ískristall. Slíkt köllum við hamskipti efnis eða fasaskipti og eðlisfræðingar tala um a...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna eru konur íslamstrúar svona kúgaðar í klæðaburði og hversdagslífi?

Spurningin felur í sér að konur séu alls staðar kúgaðar í íslam, en slíkar alhæfingar eru varhugaverðar í ljósi fjölbreytileikans sem einkennir þessi fjölmennu trúarbrögð. Íslam er sprottið af sömu rótum og kristni og gyðingdómur, og skiptist í tvær meginfylkingar, súnníta og sjíta. Trúarbrögðin eru stunduð í ólík...

category-iconVísindavefur

Hvernig finnur maður draumaprinsessuna sína?

Við á Vísindavefnum höfum ekki átt í teljandi vandræðum að svara spurningum á borð viðHefur tilvist sérstæðu verið staðfest í stjarnvísindum?Hvað merkir jafnan E = mc2?Við höfum ekki heldur látið vefjast fyrir okkur að svara spurningum sem eru kannski ekki jafnvísindalegar en engu að síður krefjandi:Halda mýs að l...

Fleiri niðurstöður