Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7899 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru skriðdýr?

Skriðdýr er einn af fimm hópum hryggdýra. Hinir eru spendýr, fuglar, froskdýr og fiskar. Skriðdýr eiga margt sameiginlegt með öðrum hryggdýrum. Þróunarlega má skilgreina skriðdýr sem einhvers konar millistig milli froskdýra annars vegar og spendýra og fugla hins vegar enda þróuðust síðarnefndu hóparnir frá skriðd...

category-iconSálfræði

Getur einstaklingur lært og geymt lærdóm í heilanum endalaust og notfært sér hann?

Vísindamenn vita nú orðið margt um heilann í okkar, til að mynda það að hann getur geymt meira af upplýsingum en við gætum nokkurn tíma þurft að muna. Um þetta má til dæmis lesa í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt? Við getum þess vegna svarað fyrri hluta spurningari...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Var sverðkötturinn Smilodon populator stærri en ljón?

Sverðkettir voru stórvaxin kattardýr af ættkvíslinni Smilodon og tilheyrðu hinni svokölluðu ísaldarfánu. Að minnsta kosti sex tegundum sverðkatta hefur verið lýst og eru dýr af tegundinni Smilodon populator þeirra stærst. Talið er að S. populator hafi komið fram fyrir um einni milljón ára, að öllum líkindum í ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort er stærðfræði uppfinning eða uppgötvun?

Spurningin um hvort stærðfræði sé uppfinning eða uppgötvun hefur leitað á marga. Áður en henni er svarað mætti spyrja hvað sé stærðfræði. Í Aðalnámskrá grunnskóla í stærðfræði 1999 segir á bls. 10: Stærðfræðikennsla í skólum á að endurspegla hinar fjölbreyttu ásýndir stærðfræðinnar. Hún er vísindi, list, tjáningar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju þurfa allir að tala ólík tungumál?

Mennirnir þurfa auðvitað ekki að tala ólík tungumál. Þeir gætu ákveðið að tala allir sama tungumálið. En vandinn er sá að þá þyrfti mannkynið allt að koma sér saman um hvaða tungumál ætti að nota. Það er eiginlega alveg öruggt að aldrei myndi nást fullkomin sátt um slíka ákvörðun. Segjum til dæmis að reynt yrði...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er Blær kvenmanns- eða karlmannsnafn?

Nafnið Blær er karlmannsnafn á sama hátt og samnafnið blær 'andvari, vindgustur' og bera það allnokkrir karlar ýmist sem fyrra eða síðara nafn. Það beygist í nútímamáli: nf.Blærþf.Blæþgf.Blæef.Blæs Þekkt er, einkum í kveðskap, að orðið beygist eins og forn wa-stofn, það er í þágufalli blævi og í eignarfalli ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið ferming, pabbi minn sem býr í Svíþjóð er oft spurður að því?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Pabbi minn býr í Svíþjóð og hefur verið spurður hvaðan orðið ferming er komið, þar sem ferming er á flestum tungumálum confirmatio. Nafnorðið ferming er leitt með viðskeytinu –ing af sögninni að ferma 'staðfesta skírnarsáttmála eða trúarheit einhvers’. Það kom inn í máli...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir bakkelsið ástarpungar?

Heitið ástarpungur um kúlulaga, djúpsteikt kaffibrauð þekkist að minnsta kosti frá fjórða áratug 20. aldar. Sennilega er það lögun kökunnar sem kallað hefur á nafnið en óneitanlega minnir hún á þennan hluta af kynfærum karla. Elsta dæmi á timarit.is er úr sögu í dagblaðinu Vísi frá 1934: ofan á allar góðgerðir...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er þyngdarafl á Mars?

Já, það er þyngdarafl á Mars! Í svari JGÞ og ÞV við spurningunni: Hvers vegna er þyngdarafl á jörðinni en ekki á tunglinu? kemur fram: Sérhver hlutur sem hefur massa verkar á aðra massa með þyngdarkrafti, sem er hins vegar mismikill eftir því hve mikill massi upphaflega hlutarins er og eftir því hversu langt v...

category-iconLæknisfræði

Þegar hjartað stoppar er það þá heilanum að kenna?

Já stundum er það heilanum að kenna en langalgengast er að hjartað hætti að slá vegna hjartsláttartruflana sem orsakast annað hvort af sjúkdómi í hjartavöðvanum eða leiðslukerfi hjartans. Hjartað hefur sitt eigið rafkerfi sem stýrir hjartslættinum. Sérhæfðar frumur í hjartanu gefa frá sér rafboð sem stýra tak...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fara fuglar að því að drekka?

Upprunalega hljóðar spurningin svona: Drekka fuglar á sundi eða fara þeir alltaf upp úr og beina goggnum niður af tjarnarbakkanum ef þá þyrstir? Fuglar þurfa að drekka vatn eins og önnur dýr. Þeir hafa hvorki varir né kinnar eins og spendýr og þurfa því að drekka á nokkuð ólíkan hátt. Sennilega drekka flestar ...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru aðventukertin stundum fimm?

Aðventukransar sem við þekkjum á Íslandi eru með fjögur kerti. Hins vegar tíðkast það sums staðar að hafa kertin fimm. Það merkir þó ekki að aðventan sé lengri heldur er fimmta kertið tileinkað Jesúbarninu og kveikt á því á jóladag. Aðventukransinn byggist á norður-evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar lífið...

category-iconMannfræði

Er hægt með rannsóknum á Y-litningum Íslendinga að finna út hve landnámsmenn voru margir?

Upphafleg spurning var á þessa leið:Ég sá þátt í sjónvarpinu (60 mínútur) þar sem var sýnt fram á að mjög margir gyðingar höfðu sama Y-litning þar sem hann erfist óbreyttur frá föður til sonar. Kenningin sem var sett fram var að allir afkomendur Arons hefðu sama Y-litning. Ef ég hef skilið þetta rétt hljóta mjög m...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hefur tilvist sérstæðu verið staðfest í stjarnvísindum?

Enska orðið singularity hefur verið þýtt sem 'sérstæða' eða 'sérgildi' á íslensku. Þetta hugtak kemur upp í þyngdarfræði Einsteins þar sem jöfnur almennu afstæðiskenningarinnar eru ólínulegar og hafa lausnir þar sem sveigja tímarúmsins og orkuþéttleiki efnisins stefna á óendanlegt einhvers staðar í tímarúminu. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um fjallaljón?

Fjallaljón (Puma concolor), sem einnig kallast púma, er kattardýr af undirættinni Felinae (smákettir) og er eina tegundin innan Puma-ættkvíslarinnar. Þó fjallaljón teljist til smákatta eru þau tiltölulega stór, karldýrin eru á bilinu 36 til 120 kg að þyngd og kvendýrin 29 til 64 kg. Litur þeirra er nokkuð breytile...

Fleiri niðurstöður