Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6138 svör fundust
Hvernig er nýr páfi valinn?
Kosning páfa er flókið ferli sem einkennist af aldagamalli reynslu. Mjög strangar reglur og miklar hefðir fylgja kjörinu. Páfakjör má ekki hefjast fyrr en 15 dögum eftir andlát páfa. Þá koma kardínálarnir saman til að kjósa páfa, en þeir eru æðstu menn kaþólsku kirkjunnar á eftir páfa. Við fráfall páfa koma kar...
Getið þið sannað Goldbach-tilgátuna?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:„Sérhver slétt tala stærri en 4 er samlagning tveggja prímtalna stærri en 2.“, Getið þið reddað mér um sönnun? Í stuttu máli: Nei. Setningin sem um ræðir er kölluð Goldbach-tilgátan meðal stærðfræðinga og er eitt af frægustu óleystu vandamálum stærðfræðinnar. Saga hennar næ...
Hvað er að segja um siðaskipti á Íslandi og hlutverk Jóns Arasonar í því ferli?
Árið 1537 var lútherstrú lögleidd í Danmörku. Danakonungur var þó ekkert að flýta sér að þröngva henni upp á Íslendinga, en biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, varð óvart til þess að flýta þeirri þróun. Þegar hann bjó sig undir að láta af embætti valdi hann sem væntanlegan eftirmann sinn Gissur Einarsson. Gis...
Hvað er fleygletur?
Fleygletur eða fleygrúnir er stafagerð sem notuð var í Mið-Austurlöndum frá því í lok fjórða árþúsunds f.Kr. og fram undir Krists burð. Elstu heimildir um ritaða texta með fleygletri, sem mönnum hefur tekist að lesa, eru frá Súmerum sem bjuggu í Kaldeu og suðurhluta Mesópótamíu. Letrið var í formi mynda sem no...
Hvað getið þið sagt mér um fútúrisma?
Fútúrismi er hreyfing í bókmenntum og listum sem kom fram snemma á 20. öld. Fútúrisminn tengdist sérstaklega listalífi á Ítalíu og í Rússlandi. Hér verður fjallað um ítalska fútúrismann en um þann rússneska er hægt að lesa meira í svari sama höfundar við spurningunni Hvað var rússneski fútúrisminn? Í byrjun 20...
Hvers vegna er frumefnið antímon táknað með Sb í lotukerfinu? Er til íslenskt nafn á því?
Antímon hefur verið þekkt frá örófi alda. Elstu heimildir um notkun efnisins eru frá Fornegyptum sem notuðu efnasamband antímons og brennisteins (Sb2S3) sem andlitsfarða. Með því að skoða egypskt myndletur eða híeróglýfur má sjá að Forneygyptar kölluðu efnið mśdmt, umritað á latneskt stafróf. Arabar þekktu ef...
Af hverju er karlinn að hrópa á myndinni "Ópið"? Hvað gerðist svona hræðilegt?
Margt hefur verið sagt um Ópið (1893) eftir Norðmanninn Edvard Munch (1863-1944) en fátt nýtt hefur komið fram um verkið í áratugi. Flestir tyggja einfaldlega upp það sem allir vita: "Málverkið táknar angist nútímamannsins í veröld firringar þar sem Guð er dauður". Þetta segir okkur hins vegar lítið um það af hver...
Gætu kínversk fyrirtæki fjárfest á Íslandi án sérstakra undanþága ef við göngum í ESB?
Svarið er nei, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag. Ekki hefur verið gerður fjárfestingasamningur milli Kína og Evrópusambandsins í heild sinni heldur hefur hvert aðildarríki, fyrir utan Írland, samið við Kína um tilhögun fjárfestinga á milli landanna. Því er líklegt að sem aðildarríki ESB gæti Ísland áf...
Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um afkvæmi leðurblaka og lífsferil þeirra?
Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera) og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Í þessu svari verður einungis fjallað um smáblökurnar, æxlun og þroska ungviðis þeirra en sumir vilja meina að smáblökurnar séu hi...
Hvenær gaus Hofsjökull síðast?
Í stuttu máli sagt þá er ekki vitað hvenær Hofsjökull gaus síðast enda gossaga hans lítið þekkt. Hofsjökull er meðal tilkomumestu megineldstöðva landsins þar sem hann rís um 1800 metra hár og bungubreiður upp af miðhálendinu. Hann er nálægt því að vera kringlóttur, 35-40 kílómetrar að þvermáli, eftir því hvar m...
Gerir sápa vatnið „blautara“?
Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl öll. Okkur í Bítinu á Bylgjunni langar að vita hvernig sápa virkar í raun á vatn? Gerir hún vatnið „blautara“? Kv. Heimir Karls. Til þess að svara spurningunni þurfum við fyrst að átta okkur á vatnssameindum og hegðun þeirra. Svonefnd vetnistengi verka milli vatnssamei...
Er hægt að mæla landrek út frá eldsumbrotum?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig fer landrek fram? Jarðvísindamaður staddur við Holuhraun fullyrti að hægt væri að mæla landrek út frá núverandi eldsumbrotum? Landrek skýrist af flekareki en samkvæmt flekakenningunni skiptist ysta skurn jarðarinnar, stinnhvolfið, í allmarga fleka sem eru á sífelldr...
Hvernig var 9. sinfóníu Beethovens tekið á sínum tíma og af hverju er hún svona fræg?
Í lokakafla 9. sinfóníu Beethovens er kvæði Friedrich Schillers (1759-1805), Óðurinn til gleðinnar, flutt af söngvurum. Þegar 9. sinfónían var frumflutt höfðu einsöngvarar og kór aldrei stigið á svið í verki sem bar yfirskriftina „sinfónía“ og sýndist sitt hverjum um uppátækið. Minnismerki um Ludwig van Beetho...
Er ódýrara að nota alkóhól sem eldsneyti heldur en bensín? Er til eitthvað annað eldsneyti?
Helstu framleiðslulönd lífetanóls (e. bioethanol) árið 2009 eru gefin í töflunni fyrir neðan. Bandaríkin og Brasilía eru í sérflokki hvað framleiðslumagn snertir. Hráefnin fyrir framleiðsluna eru fyrst og fremst korn (Bandaríkin) og sykurreyr (Brasilía). Land/ ríkjasambandEtanólframleiðsla árið 2009 (milljóni...
Hvaða áhrif hefur flúor í gosösku á búfé?
Þann 14. apríl 2010 hófst eldgos í Eyjafjallajökli. Gosinu fylgir öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur reynst verulega skaðlegt. Flúor er lofttegund, gulgræn að lit, efnafræðilega skyld k...