Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4272 svör fundust
Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina?
Stóumenn kenndu að ekkert væri gott nema dygðin og ekkert væri illt nema löstur, eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er stóuspeki? En voru þeir þá skeytingarlausir um allt annað? Svarið við þeirri spurningu er nei. Enda þótt einungis dygðin hafi raunverulegt gildi (axia) og sé eftirsókna...
Hvers konar letur er höfðaletur? Hvað má segja um uppruna þess og notkun gegnum tíðina?
Höfðaletur er séríslensk skrautleturgerð sem fyrst og fremst var notuð í tréskurði. Um leið má eiginlega segja að það sé eina séríslenska leturgerðin. Höfðaletur þróaðist út frá gotnesku smástafaletri/lágstafaletri á 16. öld. Það afbrigði gotnesks skrautstíls sem höfðaletur virðist hafa þróast út frá er svokallað ...
Komst Anastasía Romanov undan þegar rússneska keisarafjölskyldan var tekin af lífi 1918?
Anastasía Nikolaevna Romanova fæddist 18. júní 1901. Hún var yngst fjögurra dætra Nikulásar II., síðasta keisara Rússlands (1868-1918) og Alexöndru konu hans (1872-1918). Eldri systur hennar þrjár voru Olga (1895-1918), Tatíana (1897-1918) og María (1899-1918) en yngstur keisarabarnanna var sonurinn Alexei (1904-1...
Hver er staða ósonlagsins í dag?
Í heild er spurningin svona:Hvað er að frétta af ósonlaginu núna, þynning þess og göt voru mikið í umræðunni fyrir einhverjum árum en lítið heyrist núna. Hver er staðan? Hefur það jafnað sig? Í stuttu máli hefur þróunin líklega farið að sveigja í rétta átt síðasta áratuginn eða svo. Óson er sameind úr þremu...
Af hverju deyja fuglar sem lenda í olíu eftir olíuslys?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað gerist við fiska og fugla þegar olíuslys gerast í sjó? Olíuslys nefnist það þegar mikið af olíu sleppur út í umhverfið með tilheyrandi skaða fyrir náttúruna. Fréttum af slíkum viðburðum fylgja gjarnan myndir af olíublautum fuglum sem geta sér enga björg veitt. En hve...
Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni, er það óhollt?
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni en fékk athugasemd frá aðila sem fullyrti að í því væru óæskileg efni. Því spyr ég: Er það manninum óhollt að sjóða mat upp úr hitaveituvatni? Hitaveituvatn er ekki skilgreint sem neysluvatn í reglugerð um neysluvatn. Það e...
Hvað er „meme“ og er til íslenskt orð yfir það?
Breski líffræðingurinn Richard Dawkins kom fram með hugtakið meme í bók sinni The Selfish Gene sem kom út árið 1976 og fjallar um hópa, erfðir og náttúruval. Dawkins myndaði orðið meme með því að fella saman enska orðið gene og gríska orðið mimeme (μίμημα „það sem hermt er eftir“)....
Hvar var Jómsborg?
Í Jómsvíkinga sögu segir meðal annars frá Jómsvíkingum, alræmdu hernaðarbandalagi danskra víkinga sem hafa aðsetur í svo nefndri Jómsborg. Í sögunni segir að danskur höfðingi að nafni Pálna-Tóki hafi flúið undan Danakonungi og á náðir konungsins í Vindlandi sem gefur honum land í sínu ríki gegn því að hann verji V...
Geta fjöll verið ljót?
Stutta svarið við þessari spurningu er: Já, fjöll geta verið ljót. Gömul kona sem flutti frá Akureyri suður á Selfoss sagðist oft sakna fallegu fjallanna við Eyjafjörð og gaf lítið fyrir Ingólfsfjall, sem Selfyssingar töluðu svo gjarnan um. Henni fannst Ingólfsfjall vera ljótt. Eftir að hafa búið syðra í nokkur ár...
Að hvaða leyti var íslenski rostungastofninn frábrugðinn öðrum rostungastofnum?
Greining á breytileika í hvatberaerfðaefni rostungstanna frá Íslandi hefur leitt í ljós að hér á landi hafi verið sérstakur stofn rostunga fyrir landnám og á fyrstu öldum byggðar í landinu (Keighley o.fl. 2019). Með aldursgreiningu á 34 tönnum, út frá samsetningu ísótópa, kom í ljós í sömu rannsókn að þrjár yngstu...
Er vitað hvaða efni finnast í drykknum Coca-Cola?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hver er uppskriftin af Coca-Cola? Hver er efnablanda Coca-Cola? Hvað er þetta efni E338 sem er í Coca-Cola með sykri og hvað gerir það? Það er enginn vandi að tilgreina hver helstu innihaldsefni í drykknum Coca-Cola eru, enda koma þau flest fyrir á innihaldslýsingu á umbúðu...
Hver tók fyrstu litljósmyndina á Íslandi?
Þörfin á að ná að fanga ljósmyndir í lit er í raun jafngömul sjálfri ljósmyndatækninni. Það tók hins vegar tíma að finna aðferð til að ná myndum í lit. Elsta þekkta litljósmyndin sem hefur varðveist frá Íslandi og við vitum um, er gerð með svonefndri autochrome-aðferð. Staðsetning og tímasetning myndarinnar er ...
Af hverju hefur hlýnandi loftslag þau áhrif að úrhellisrigning verður algengari?
Fyrir réttum tveim öldum (árið 1824) birti franski verkfræðingurinn Sadi Carnot (1796–1832) grundvallarrit um varmavélar og það afl sem fá má úr eldi (Réflexions sur la puissance motrice du feu et sur les machines propres à développer cette puissance).[1] Þetta rit lagði grunninn að nútíma varmafræði og á grund...
Hvers vegna eru ekki haldin jól í sumum löndum?
Stutta svarið við spurningunni er að jól eins og við þekkjum þau eru yfirleitt ekki haldin þar sem önnur trú en kristni er ríkjandi. Jólin eru ein helsta hátíð kristinna manna. Inntak jóla er að minnast fæðingar Jesú Krists og því er eðlilegt að þeim sé fyrst og fremst fagnað þar sem kristin trú er ríkjandi. Re...
Hvað gerist þegar við fægjum málma?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er það sem gerist þegar fellur á góðmálma, og hvað er það sem gerist þegar við fægjum þá? Ástæðan fyrir því að það fellur á málmhluti er að þeir hvarfast við efni í andrúmsloftinu — og í sumum tilfellum við efni í heita vatninu eða jafnvel mat. Við þetta myndast efnasa...