Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 158 svör fundust

Hvað þýða litirnir í þýska fánanum?

Í þýska fánanum eru þrír litir, svartur, rauður og gylltur. Til eru tvær kenningar um uppruna þeirra. Önnur þeirra segir að litirnir séu komnir frá búningum Lützow Free Corps, sem var hreyfing stúdenta og menntamanna sem hafði það markmið að frelsa Þýskaland undan oki Napóleóns. Hin kenningin segir að litirnir...

Nánar

Hvað vitið þið um hinn óvenjulega svissneska fána?

Svissneski fáninn er hvítur jafnarma kross á rauðum feldi. Hann er óvenjulegur að því leyti að allar hliðar hans eru jafnlangar. Svissneski fáninn er einn af aðeins tveimur ferningslaga ríkisfánum heims, hinn er fáni Vatíkansins. Svissneski fáninn er hvítur kross á rauðum feldi. Svissneski fáninn á rætur að...

Nánar

Hvað merkja litirnir í fána Álendinga?

Álandseyjar samanstanda af um það bil 6500 eyjum og skerjum á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns mitt á milli Finnlands og Svíþjóðar. Um 60 eyjanna eru í byggð. Sú stærsta heitir Áland og þar er höfuðborgin Maríuhöfn. Álendingar eru um 23.600 og búa flestir þeirra á Álandi. Álandseyjar eru sjálfsstjórnarsvæð...

Nánar

Hvað tákna litirnir þrír í ítalska fánanum?

Talið er að ítalska fánann megi rekja til komu Napóleons Bónaparte, hershöfðingja og verðandi keisara Frakklands, til Ítalíu árið 1797. Ítalski fáninn samanstendur af þremur litum; grænum, hvítum og rauðum. Bæði rauði og hvíti liturinn koma úr fána Mílanóborgar en sá græni kemur frá fylkingu Langbarða (e. Lombardy...

Nánar

Hvað þýða litirnir í finnska fánanum?

Fáni Finnlands er kallaður Siniristilippu á finnsku eða 'fáninn með bláa krossinum'. Eins og nafnið bendir til er fáninn blár kross á hvítum fleti. Blái liturinn táknar himininn og stöðuvötnin, en Finnland er einmitt þekkt sem þúsund vatna landið og eru stöðuvötnin þar rúmlega 187.000 í allt. Hvíti liturinn táknar...

Nánar

Eru kakkalakkar á Íslandi?

Svarið verður að vera játandi, það hafa fundist kakkalakkar á Íslandi en þeir berast iðulega með varningi til landsins. Almennt þrífast kakkalakkar þó ekki hér á landi þar sem veðurfarið er þeim mjög óhagstætt. Þrátt fyrir það eru dæmi um að dýr sem hingað hafa borist hafi náð að hreiðra um sig í heimahúsum og hef...

Nánar

Hvað tákna stjörnurnar, rendurnar og litirnir í bandaríska fánanum?

Árið 1777, nánar tiltekið 14. júní, voru fyrstu fánalög Bandaríkjanna samþykkt. Þá var ákveðið að fáninn skyldi samanstanda af 13 láréttum línum, 7 rauðum og 6 hvítum línum inn á milli. Í efra vinstra horninu skyldi vera blár rétthyrningur með 13 hvítum stjörnum. Rendurnar 13 tákna hin upphaflegu fylki Bandaríkjan...

Nánar

Hvað þýða litirnir í norska fánanum?

Norski fáninn, blár og hvítur kross á rauðum feldi, er hönnun athafnamannsins Fredriks Meltzers (1779-1855) sem sat um tíma á norska Stórþinginu. Fáninn var kynntur til sögunnar árið 1821 og samþykktur af Stórþinginu sama ár. Á þessum tíma heyrði Noregur undir Svíþjóð og konungurinn (sænski) neitaði að skrifa undi...

Nánar

Má þvo íslenska fánann, til dæmis í þvottavél?

Um íslenska fánann gilda lög sem í daglegu tali eru oft kölluð fánalögin en raunverulegt heiti þeirra er: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Í þessum lögum kemur fram hvernig íslenski fáninn skuli líta út og undir hvaða kringumstæðum hann má nota. Í 12. gr. laganna segir meðal annars: Enginn má óvi...

Nánar

Hvað táknar rauði liturinn í íslenska fánanum?

Rauði liturinn á að tákna eld, blái liturinn hafið og himininn og hvíti liturinn jökla. Rautt og hvítt táknar þannig eld og ís. Rauði liturinn var settur í íslenska fánann að beiðni danskra stjórnvalda en Íslendingar höfðu fyrst valið sér bláhvítan fána. Meginröksemd Dana var sú að bláhvíti fáninn væri allt of ...

Nánar

Er það satt að mannkynið hafi aldrei stigið á tunglið og myndirnar frá Apollo 11 hafi verið teknar á svæði 51, háleynilegri stofnun Bandaríkjanna?

Samkvæmt sögubókum var geimfarinn Neil Armstrong fyrstur manna til að stíga fæti á tunglið 20. júlí árið 1969. Ekki eru þó allir sem leggja trúnað á að þessi mikilvægi atburður í sögu mannkyns hafi nokkurn tíma átt sér stað. Ein þekktasta samsæriskenning allra tíma er að menn hafi í raun aldrei farið til tungl...

Nánar

Hvað táknar serbneski fáninn?

Eins og mörg ríki hefur Serbía haft þónokkra fána en sá nýjasti varð til árið 2004. Fáninn er blár, rauður og hvítur. Litirnir liggja lárétt og er rauður efstur, næst kemur blár og hvítur er neðstur. Vinstra megin á fánanum er svo serbneska skjaldarmerkið en það samanstendur af tvíhöfða hvítum erni með rauðan lit ...

Nánar

Hver voru vinsælustu svör maímánaðar 2018?

Í maímánuði 2018 voru birt 59 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Fróðlegt svar um útlit landnámsmanna var mest lesna svarið í maímánuði. Svör um álpappír, dómkirkjur, vísindaman...

Nánar

Hvers vegna er flaggað í hálfa stöng?

Á Íslandi er flaggað í hálfa stöng á sorgarstundum. Á meðan jarðarför fer fram er fáninn í hálfa stöng á meðan að jarðarförin stendur yfir en að athöfn lokinni skal fáninn dreginn að húni og blakta þar til sólarlags. Á ensku er talað um að flaggað sé í half mast eða í hálft mastur þegar fáni er dreginn í há...

Nánar

Fleiri niðurstöður