Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 112 svör fundust

category-iconHugvísindi

Eru örnefni sunnar í álfunni sem gefa til kynna að norrænir menn hafi sest þar að, sambærilegt við nöfn hér eins og Vestmannaeyjar?

Jú, víkingar settust að í Normandie í Frakklandi, einkum á 10. öld, og örnefni þar bera þess merki. Þeir sem settust þar að komu víða að; Danir, Norðmenn, víkingar frá eyjunum í Atlantshafi, fólk af keltneskum uppruna af Bretlandseyjum og menn ensk-skandinavískrar ættar. Náið samband hefur því verið milli norrænna...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er stærsta hestakynið í heiminum og hvað var stærsti hesturinn í heiminum stór?

Stærsta hestakynið í heiminum er að öllum líkindum enska dráttarhestakynið, english shire. Englendingar hafa einnig kallað þetta kyn the old english black horse eða the Lincolnshire giant. Talið er að uppruna þessa ræktunarafbrigðis megi rekja allt aftur til þess tíma þegar England var hersetið af Rómverjum fyr...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvenær fóru menn að nota stóran staf í upphafi setninga og enda á punkti?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig og hvenær byrjuðu menn að rita á þann hátt að byrja setningar með stórum staf og enda þær á punkti? Greinarmerkið punktur (.) er upprunnið hjá Grikkjum um 200 fyrir Krist. Letur var þá hástafaletur og því engir litlir stafir. Yfirleitt var ekki haft bil á mil...

category-iconStjórnmálafræði

Hverjir fundu upp lýðræðið og af hverju?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? er lýðræðið meðal uppfinninga Forngrikkja. Aþena varð einmitt heimsins fyrsta lýðræðisríki árið 508 f.Kr. og síðan fylgdu önnur forngrísk borgríki í kjölfarið. Forngrískt lýðræði var frábrugðið nútímalýðræði á ýmsan hátt. Í Aþenu...

category-iconHugvísindi

Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum?

Í forníslensku merkir hugtakið víkingur „sjóræningi, maður sem stundar sjóhernað“, en einnig er til kvenkynsorðið viking „herferð á sjó“ (sbr. „að fara í víking“). Orðið er algengt í vestnorrænum mállýskum (íslensku, norsku) en sjaldgæfara í austnorrænum (dönsku, sænsku). Hugtakið komst inn í Evrópumál úr norrænu,...

category-iconLæknisfræði

Hvar smitast fólk helst af COVID-19?

COVID-19 orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2. Kórónuveirur eru stór fjölskylda veira sem inniheldur meðal annars fjórar svokallaðar „kvefkórónuveirur“ og einnig tvær sem valda SARS (e. severe acute respiratory syndrome) og MERS (e. Middle-East respiratory syndrome) hvor um sig. Um allar þessar veirur má lesa mei...

category-iconHugvísindi

Hvað einkenndi kirkjuna og kristni á Íslandi á miðöldum?

Miðaldakristnin hér á landi var kaþólsk kristni á borð við þá sem var að finna um gjörvalla Evrópu. Kaþólska kirkjan er þó ekki eins um allan heim nú á dögum og var það enn síður á þessum fornu tímum þegar erfitt var að koma á miðstýringu og stöðlun. Við kristnitöku hér var tekið við hinni almennu, kaþólsku m...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru vötn á tunglinu?

Nei, það eru ekki vötn á tunglinu. Tunglið hefur engan lofthjúp og vegna lofttæmisins sjóða vökvar þar samstundis og "gufa upp" og gösin rjúka út í geiminn. Nýlega hefur þó, að sumra áliti, fundist vatnsís í djúpum gígum nálægt norður- og suðurpól tunglsins.Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þrífast rottur í sveitum landsins og hvar halda þær til í þéttbýli?

Tvær rottutegundir hafa fundist hér á landi, brúnrotta (Rattus norvegicus) og svartrotta (Rattus rattus). Eins og Gunnar Karlsson rekur í svari sínu við spurningunni Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi? er trúlegt að Ísland hafi verið rottulaust fram á 17. eða 18. öld. Fyrst er getið um rottur í sýslulýsin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus?

Upprunalega fyrirspurnin var: Mig vantar íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus. Eftir því sem næst verður komist eru ekki til íslensk heiti á þeim risaeðlum sem spurt er um. Þau heiti sem hér verður stungið upp á eru því eingöngu byggð á áliti höfundar þessa svars. Abelisaurus er...

category-iconHugvísindi

Hver var Friedrich Engels og hverjir höfðu mest áhrif á hann?

Hugmyndir Friedrich Engels mótast í stórum dráttum á svipaðan hátt og hugmyndir Karls Marx, en líklega er helsti áhrifavaldur hans Marx sjálfur. Hugmyndir þeirra eru mjög samofnar, enda var samstarfið náið. Engu að síður voru þessir félagar að mörgu leyti ólíkir. Það er ekki gott að segja hvað veldur muninum og ek...

category-iconVísindavefur

Hvenær var Thomas Moore uppi?

Thomas Moore var víðfrægt ljóðskáld og rithöfundur og var uppi frá 1779 til 1852. Sveinbjörn Sveinbjörnsson hefur þýtt ljóð eftir Moore sem heitir Huldumál. Valdir titlar á verkum sem hafa ekki verið þýdd á íslensku: THE POETICAL WORKS OF THOMAS LITTLE, 1801 EPISTLES, ODES AND OTHER POEMS, 1806 CORRUPTION ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er Wales skrifað með W á íslensku og hvers vegna er það borið fram veils þegar augljóst er að framburður ætti að vera vales?

Upprunaleg spurning Ragnars hljómaði svona: Sæl verið þið. Ég hef velt einu fyrir mér í lengri tíma en ég þori að hugsa um en er reyndar líka hissa á því að ekki skuli vera meira fjallað um þetta. Slíkt tel ég mikilvægi þess vera. En spurningin er: Hvers vegna er Wales skrifað með W á íslensku og hvers vegna er þa...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær var víkingaöld?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvenær er talið að víkingaaldirnar hafi byrjað, er rétt að miða við 793 þegar þeir réðust á Lindisfarne og síðan 1066 við bardagann við Stamford Bridge. Eins og önnur löng söguleg tímabil er víkingaöld huglægur tilbúningur sem er ætlað að koma einhverri skipan á óreiðukennd...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvert er hlutverk hormónsins PYY?

Offita er sívaxandi vandamál í heiminum. Það er því ekki að undra að víða eru stundaðar rannsóknir á því hvað ræður matarlyst fólks. Lengi hefur verið vitað að í undirstúku heilans er hungur- og seddustöð líkamans, en þessar stöðvar stýra því hversu mikið dýr, þar á meðal maðurinn, éta. Við fæðuinntöku berast ...

Fleiri niðurstöður