Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2980 svör fundust

Hver eru hlutverk heilakönguls og heiladinguls?

Bæði heilaköngull og heiladingull eru innkirtlar og framleiða því hormón. Heilaköngull (e. pineal gland, lat. epiphysis) er lítið líffæri, um 1 cm á lengd, sem er í laginu eins og furuköngull. Það er staðsett rétt fyrir ofan miðheilann og fyrir framan litla heilann. Hlutverk heilaköngulsins er að mynda og seyt...

Nánar

Hvernig verða síamstvíburar til og hvaðan kemur þetta heiti?

Af og til koma fréttir utan úr heimi af því að verið sé að reyna að aðskilja síamstvíbura. Þetta vekur greinilega forvitni margra því Vísindavefnum berast oft spurningar um síamstvíbura í kjölfar slíkra frétta. Hér er því einnig svarað spurningum um síamstvíbura frá: Klemens Ágústssyni (f. 1992), Hrefnu Þráinsdót...

Nánar

Hver eru sérsvið afbrotafræðinnar?

Afbrotafræðin er ein grein félagsvísinda sem styðst við viðurkenndar aðferðir til rannsókna á afbrotum og viðbrögðum samfélagsins við þeim. Afbrotafræðin er vísindaleg rannsókn á afbrotum, afbrotahegðan og viðurlögum. Mikilvægt einkenni afbrotafræðinnar er þverfaglegt eðli hennar. Afbrotafræðingar koma úr ýmsum vi...

Nánar

Hverjir eru helstu stærðfræðilegu eiginleikar sporbaugs?

Keilusnið (e. conic sections) eru skurðferlarnir sem myndast þegar keila er skorin með sléttum fleti. Þessir skurðferlar geta orðið þrenns konar eftir því hvernig slétti flöturinn hallar og þannig fást þrjár ólíkar gerðir keilusniða: Sporbaugar (e. ellipse), fleygbogar (e. parabola) og breiðbogar (e. hyperbola). ...

Nánar

Hvað þýða upphleyptu punktarnir neðst á bjórflöskunum?

Punktar sem finnast á hælnum á bjórflöskum gefa einfaldlega til kynna hvaða mót hefur verið notað við gerð flöskunnar hjá framleiðanda. Hvert mót hefur eigin punktamerkingu til að auðveldara sé að rekja galla á flöskunum. Punktarnir hafa því ekkert með sjálfan bjórinn að gera. 1) Stútur, 2) krag...

Nánar

Hvað er Krabbe-sjúkdómur og hvernig tengist hann mýli og taugaboðum?

Krabbe-sjúkdómurinn er nefndur eftir hálfíslenska taugalækninum Knud Haraldsen Krabbe. Þetta er arfgengur taugasjúkdómur sem herjar á mið- og úttaugakerfi. Algengast er að sjúkdómurinn komi fram fyrir sex mánaða aldur en það getur þó einnig gerst síðar á ævinni. Sjúkdómurinn tilheyrir flokki sjúkdóma sem kallast ...

Nánar

Hvað er afjónað vatn og til hvers er það notað?

Kranavatn er mishreint í heiminum. Íslenska kranavatnið þykir hreint þrátt fyrir að innihalda fjölmörg steinefni (e. minerals), það er uppleyst jónaefni. Vegna þessara aukaefna er kranavatn sjaldan notað í tilraunir eða við mælingar á rannsóknarstofum enda geta óæskileg efni í vatninu haft áhrif á niðurstöður mæli...

Nánar

Hvað er jarðhnik?

Orðið jarðhnik kom fram upp úr 1970 og var á sínum tíma tilraun til þýðingar á enska orðinu „tectonics“, en meðal annarra tillagna voru „jarð-ið“ og „jarðmjak.“ Ekkert þessara orða hefur náð verulegri fótfestu, jarðhnik þó helst, en oftast er talað um „tektóník“ eða einfaldlega „jarðskorpuhreyfingar.“ Gallinn við ...

Nánar

Hvað er vestfirska, hvernig lýsir hún sér og hvenær "dó" hún út?

Með vestfirsku er átt við þau málfarslegu atriði sem teljast einkennandi fyrir Vestfirðinga. Þau eru einkum tvö. Annars vegar er um að ræða svokallaðan vestfirskan einhljóðaframburð. Sérstaklega er átt við að sérhljóðin a, e og ö eru borin fram sem einhljóð á undan -ng- og -nk- þar sem annars postaðar á landinu er...

Nánar

Úr hverju er laufblað?

Laufblöð eru samsett úr nokkrum lögum en þau eru efri yfirhúð (e. upper epidermis), stafvefur (e. palisade layer), svampvefur (e. spongy layer) og neðri yfirhúð (e. lower epidermis). Efst er efri yfirhúð og frumur hennar eru þaktar með vaxkenndum hjúp eða vaxlagi til þess að draga úr vatnstapi. Frumurnar í efr...

Nánar

Hver er uppruni orðasambandsins að finna einhvern í fjöru?

Orðasambandið að finna einhvern í fjöru í merkingunni ‘gera upp sakirnar við e-n, lúskra á e-m’ er þekkt í málinu frá því á 19. öld. Halldór Halldórsson bendir á í bókinni Íslensk orðtök (1954:179–180) að sá siður að rétta yfir þjófum í fjörum sé ævagamall og eigi rætur að rekja til germanskra réttarreglna. Í f...

Nánar

Hvað pissar meðalmaðurinn mikið á dag?

Meðalþvaglát eru um það bil einn og hálfur lítri á dag. Endanlegt þvag myndast við þrjú ferli sem fara fram í svokölluðum nýrungum (e. nephrons) sem eru starfseiningar nýrnanna. Í hvoru nýra eru um það bil ein milljón nýrunga. Í grófum dráttum eru helstu hlutar nýrunga: nýrnahnoðri (e. renal corpuscle) sem sama...

Nánar

Hvað eru til margar gerðir af sálfræði?

Sálfræði skiptist í ótalmargar, en mistengdar, undirgreinar. Þær eiga aðallega tvennt sameiginlegt: Viðfangsefni þeirra er hugarstarf og/eða hegðun, sem þær reyna að nálgast með vísindalegum rannsóknaraðferðum. Það er ómögulegt að telja upp allar gerðir af sálfræði en hér að neðan er reynt að gera stuttlega gre...

Nánar

Fleiri niðurstöður