Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6062 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er skammtahermun og hvernig fer hún fram?

Saga skammtareikninga er ekkert sérstaklega löng. Fyrir um 40 árum síðan kom eðlisfræðingurinn Richard Feynman auga á vandkvæði sem felast í því að framkvæma reikninga á skammtafræðilegum kerfum á hefðbundnum tölvum.[1] Vandinn liggur í því að til þess að reikna nákvæmlega eiginleika skammtafræðilegs kerfis, þarf ...

category-iconTölvunarfræði

Hvenær kom orðið gervigreind fyrst fram í íslensku?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær kom orðið gervigreind fyrst fram í íslensku og hvenær varð fræðigreinin til? Elsta dæmi sem höfundar þessa svars hafa fundið um íslenska orðið gervigreind er í þýðingu Halldórs Halldórssonar á bók Noams Chomsky Mál og mannshugur, sem kom út á íslensku 1973.[1] Rithöfund...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er húspostilla og hvernig fóru húslestrar fram?

Húspostillan er bókmenntategund sem telja má eitt einkenni á kristindómi mótmælenda. Eins og fleiri uppbyggileg rit var hún ætluð til upplestrar á heimilum. Húslestrar tíðkuðust hér á landi fram á 20. öld og eru til margar lýsingar á því hvernig þeir fóru fram. Á helgidögum og hátíðum var lesið úr húspostillu og f...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Friðþjófur Nansen og hvert var hans framlag til vísindanna?

Friðþjófur Nansen (1861-1930).Friðþjófur Nansen fæddist 10. október 1861 í Frøen skammt frá Osló, sem þá hét Kristíanía. Hann var annað barn lögfræðingsins Baldurs Nansens og seinni konu hans Adelaide og eignaðist síðar yngri bróður. Ungur að árum kynntist Nansen útivist og íþróttaiðkun og var snemma góður íþrótta...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaðan kom orðið hetja, hver var fyrsta hetja Íslands og eru til kvenhetjur?

Orðið hetja ‛kappi, hraustmenni, hugrakkur maður’ þekkist þegar í fornu máli. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er kafli um það hvernig nefna skuli menn í kveðskap. Þar stendur til dæmis: „Þeir menn eru, er svá eru kallaðir: kappar, kempur, garpar, snillingar, hreystimenn, harðmenni, afarmenni, hetjur.“ Í 11. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifa tígrisdýr og hvernig fer æxlun þeirra fram?

Tígrisdýr (Panthera tigris) eru stærstu núlifandi kattardýrin. Að minnsta kosti tvær deilitegundir þeirra eru stærri en afrísk ljón (Panthera leo). Tígrisdýr lifa eingöngu í Asíu en áður fyrr teygðu þau sig að mörkum Evrópu, þegar hið útdauða kaspía- eða turantígrisdýr (P. tigris virgata) ráfaði um Mið-Asíu og all...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvenær komu vegabréf fyrst fram og í hvaða tilgangi?

Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona: Hver er hugmyndin á bak við vegabréf? Hvenær komu þau fyrst fram og í hvaða tilgangi? Vegabréf er ferðaskilríki gefið út af yfirvöldum. Vegabréfið staðfestir þjóðerni eigandans og veitir heimild til þess að snúa aftur til heimalandsins. Vegabréf getur líka verið tæk...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvaða kenningu um alheiminn hélt Gíordanó Brúnó fyrstur fram?

Heimspekingurinn Gíordanó Brúnó (1548–1600) hélt fyrstur manna að því er vitað er fram þeirri stórkostlegu kenningu að önnur sólkerfi væru til en okkar eigið: stjörnurnar væru sólir sem umhverfis sveimuðu jarðhnettir eins og okkar eina jörð. Brúnó er einnig talinn merkur hugsuður fyrir kenningar sínar um óenda...

category-iconEfnafræði

Getið þið útskýrt fyrir okkur hvernig títrun fer fram?

Algeng tegund títrunar er sýru-basa títrun. Til þess að skýra hvernig þessi tegund títrunar virkar verða eftirfarandi tvær sýrur notaðar. Í fyrsta lagi saltsýra, HCl(aq), og í öðru lagi brennisteinssýra, H2SO4(aq), en báðar verða títraðar með natrínhýdroxíð eða vítissódalausn, NaOH(aq). Efnhvarfið sem á sér st...

category-iconLögfræði

Getur almenningur lagt fram frumvarp til laga á Alþingi?

Stutta svarið við spurningunni er nei. Samkvæmt stjórnarskrá hafa eingöngu þingmenn og ráðherrar valdheimild til þess að leggja fram mál á Alþingi. Í 38. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands stendur: „Rétt til að flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana hafa alþingismenn og ráðherrar.“ Í 55. grein ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig stinga menn tólg og hvað merkir orðasambandið?

Orðasambandið að stinga tólg er undir flettunni tólg í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920-1924. Við dæmið setur Sigfús Árn. sem er skammstöfun fyrir Árnessýsla. Hann hafði orðið sem sagt úr mæltu máli. Þegar vísað er til landshluta eða sýslu í orðabókinni er heimildin oftast sótt til vasabóka Bj...

category-iconVísindi almennt

Hve mikið af rekstri Háskóla Íslands fer fram utan höfuðborgarsvæðisins?

Upphafleg spurning var sem hér segir: Hve stórum hluta af heildarrekstrarumfangi HÍ mælt í peningum er varið utan höfuðborgarsvæðisins, skipt eftir kjördæmum? Háskóli Íslands rekur nokkrar rannsóknastöðvar á landsbyggðinni, sumar í samstarfi við aðra. Þær eru yfirleitt til komnar vegna sérstakra rannsóknaverkefna....

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna er nafni barns haldið leyndu fram að skírn?

Skírn er ekki nafngjöf, heldur kristin trúarathöfn. Orðið skírn þýðir þvottur, hreinsun og að skilningi flestra kristinna manna er skírn athöfn þar sem Jesús Kristur tekur okkur að sér sem sín börn, hreinsar okkur og gerir okkur að þegnum í ríki sínu. Ríki Krists er sýnilegt í kirkjunni og þess vegna er skírnin lí...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru húsbréf og hvernig fara viðskipti með þau fram?

Húsbréf eru skuldabréf sem Íbúðalánasjóður gefur út. Þau eru ýmist til 25 eða 40 ára og bera fasta vexti auk verðbóta. Áður voru húsbréf gefin út á pappír en nú eru þau rafræn. Þau eru skráð í Kauphöll Íslands og ganga kaupum og sölu eins og hver önnur verðbréf. Hægt er að kaupa og selja þau fyrir milligöngu ýmiss...

category-iconUnga fólkið svarar

Er það rétt að læmingjar kasti sér fram af björgum?

Læmingjar eru hópur lítilla nagdýra sem tilheyra ættbálkinum Lemmini. Til eru um 20 tegundir læmingja og lifa þær allar á norðlægum slóðum. Læmingjar eru 8-22 sm á lengd og vega frá 20-112 g, en stærð og þyngd er breytileg milli tegunda. Þeir eru kringluleitir, stuttfættir, smáeygðir, með mjúkan feld og stutt skot...

Fleiri niðurstöður