Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 373 svör fundust

Hver var fæða geirfuglsins og hvernig var hreiðrið?

Geirfuglinn (Pinguinus impennis, e. great auk eða garefowl) lifði áður fyrr á eyjum og skerjum á norðanverðu Atlantshafi. Eins og flestum er kunnugt þá var síðasti geirfuglinn veiddur við Eldey árið 1844. Þó að geirfuglinn hafi ekki verið fleygur var hann afburða sundfugl. Rannsóknir á fæðuleifum geirfuglsins á...

Nánar

Geta ljón lifað á fiski í lengri tíma?

Þó svo að grasbítar svo sem gníar, antilópur, ungir gíraffar og sebrahestar séu helsta fæða ljóna sem lifa á staktrjáarsléttunum í Afríku sunnan Sahara þá eru þau talsverðir tækifærissinnar í fæðuvali. Þau leggja sér einnig til munns fuglsegg, skriðdýr og jafnvel fisk og skordýr þegar slíkt býðst. Aðallega eru það...

Nánar

Fá dýr í dýragörðum eldaðan mat?

Svarið við þessari spurningu er nei. Dýr í dýragörðum fá ekki eldaðan mat enda er ekki neinn tilgangur með því að að elda ofan í þau. Kjötætur sem haldið er í dýragörðum fá matinn sinn hráann enda er þeim eiginlegt að neyta hrás fæðis. Það sama á við um önnur dýr. Ekki er víst hvernig þetta tígrisdýr tæki því a...

Nánar

Hvaða merkingu hefur það þegar barn fæðist í „sigurkufli”?

Samkvæmt Íslenskri orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar merkir orðið sigurkufl ‘(órofin) fósturhimna utan um nýfætt barn’. Fósturhimnan eða líknarbelgurinn er belgur sem umlykur fóstur ásamt legvatni í móðurkviði. Við fæðingu rofnar belgurinn yfirleitt og kemur út ásamt fylgjunni eftir að barnið er fætt. Stund...

Nánar

Hvað át snareðla?

Af steingerðum leifum snareðlu (Velociraptor) að dæma var hún greinilega kjötæta. Hún hefur farið mjög hratt yfir og telja vísindamenn að hún hafi getað náð allt að því 60 km hraða á klukkustund á stuttum sprettum. Snareðlan var kjötæta. Talið er að snareðlur hafi veitt í hópum líkt og úlfar og ljón gera nú...

Nánar

Hvað er sjálfsofnæmi?

Er hugsanlegt að fólk sé með sjálfsofnæmi? Sumir hafa ofnæmi fyrir aukaefnum í fatnaði og ýmsu fleiru, en stundum er eins og ekkert þurfi til. Ef sjálfsofnæmi er til, er þá nokkur lækning við því? Hvert á maður að snúa sér til að fá úr því skorið? Svarið er að sjálfsofnæmi er vissulega til og er talið vera ors...

Nánar

Hvað éta höfrungar?

Til ættar höfrunga teljast um 40 tegundir í 17 ættkvíslum. Höfrungar eru mjög breytilegir að stærð eða frá 1,2 metra löngum og 40 kg þungum maui-höfrungi (Cephalorhynchus hectori maui) upp í risann meðal höfrunga, háhyrninginn (Orcinus orcas), sem getur orðið rúmlega 9 metra langur og vegið allt að 10 tonn. H...

Nánar

Lifa snákar í vatni?

Já, til eru um 50 snákategundir sem lifa í vatni. Þessar tegundir eru eitraðar og nota beittar tennurnar til að sprauta eitrinu í bráð sína. Helsta fæða þeirra er álar og aðrir mjóir fiskar. Sjávarsnákar eru gjarnan um einn til einn og hálfur metri að lengd, nokkuð líkir þeim landsnákum sem við þekkjum en hafa þó ...

Nánar

Geta silfurskottur sogið blóð úr mönnum?

Nei, silfurskottur eru ekki blóðsugur og engar heimildir eru um slíkt. Fæða þeirra einskorðast við agnir af lífrænum toga sem þær finna á gólfum. Silfurskottur eiga það einnig til að valda skaða á bókalími bóka sem þær komast í og einnig á matvælum. Silfurskottur valda kannski ekki neinni sérstakri gleði þegar þ...

Nánar

Af hverju finnst flugum skítalykt góð?

Þeim sem borða harðfisk með ánægju finnst yfirleitt líka lyktin af honum góð. Ef fólki líkar ekki lyktin af harðfiski borðar það hann yfirleitt ekki heldur. Sama á við um hákarl og margar aðrar fæðutegundir, einkum ef við skoðum allan þann mat sem hinar ýmsu þjóðir heimsins leggja sér til munns. Það sem við kö...

Nánar

Af hverju eru karlmenn með geirvörtur?

Sennilegasta skýringin á því af hverju karlmenn hafa geirvörtur er einfaldlega sú að þeir eru náskyldir konum sem hafa geirvörtur til að fæða afkvæmi sín. Karldýr spendýra hafa ekki öll geirvörtur. Stóðhestar og karldýr nagdýra hafa ekki geirvörtur, en hundar hafa þær. Karlmenn hafa bæði mjólkurkirtla og mjólku...

Nánar

Af hverju eru til mýflugur og hvaða gagn gera þær?

Stutta svarið er að mýflugur eru mikilvæg fæðutegund fyrir aðrar tegundir dýra. Ef mýflugur á Íslandi hyrfu mundi líka hverfa allur fiskur úr ám og vötnum. Þótt ótrúlegt megi virðast gegna allar lífverur einhverju hlutverki hér á jörðinni. Þetta hlutverk er oft ekki augljóst fyrir okkur mennina, en í lí...

Nánar

Hver eru helstu einkenni skriðdýra?

Skriðdýr (Reptilia) eru hryggdýr með misheitt blóð. Mörg þeirra hafa tvö pör af ganglimum og hefur hver ganglimur fimm tær með grófgerðum klóm. Slöngur og nokkrar eðlur hafa enga ganglimi og sæskjaldbökur hafa bægsli í stað ganglima. Skriðdýr hafa ekki tálkn, en vísi að þeim má þó sjá á fósturstigi, heldur anda m...

Nánar

Gætu mörgæsir lifað í íslenskri náttúru?

Upprunalega spurningin var: Myndu mörgæsir geta lifað af í íslenskri náttúru ef þær yrðu fluttar inn? Mörgæsir (Spheniscidae) finnast ekki aðeins á ísbreiðunum á og við Suðurskautslandið heldur lifa nokkrar tegundir á tempruðum svæðum, svo sem meðfram ströndum Suður-Ameríku og í Afríku allt norður til Angóla. Þ...

Nánar

Fleiri niðurstöður