Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 909 svör fundust

Hver uppgötvaði frumuna?

Uppgötvanir í vísindum eru oftast ekki gerðar af einum manni eða eru einstakir atburðir heldur eru þær ferli sem taka mismunandi langan tíma. Þannig var það einnig um uppgötvun frumunnar. Hún tengist þróun smásjárinnar og framförum í smásjárrannsóknum. Eftir að tókst að búa til litvísar (akrómatískar) linsur í ...

Nánar

Hver var Mínotáros í grískri goðafræði?

Í grískri goðafræði var Mínos konungur á eynni Krít. Þegar Mínos og bræður hans Hradamanþys og Sarpedon vildu fá úr því skorið hver þeirra skyldi verða konungur Krítar bað Mínos guðinn Póseidon um að senda sér naut til fórnar. Póseidon sendi honum naut úr sjónum en Mínos fékk sig ekki til að fórna því. Gerði þá Pó...

Nánar

Hver var gyðjan Ekkó?

Ekkó var fjalladís í grískum goðsögum. Samkvæmt einni sögu varð skógarguðinn Pan ástfanginn af henni en ástin var ekki endurgoldin. Pan tryllti þá fjárhirða nokkra og gengu þeir af Ekkó dauðri. Öllu þekktari er þó sagan af Ekkó og Narkissosi einkum í útgáfu rómverska skáldsins Publiusar Ovidiusar Naso (f. 43 f....

Nánar

Hvers vegna eru styttur af púkum á Notre Dame-kirkjunni?

Utan á Notre Dame-dómkirkjunni í París hanga margar styttur af ógnvekjandi verum, eins og reyndar á mörgum öðrum kirkjum og byggingum um allan heim. Sumum kann að þykja undarlegt að sjá púka og djöfla utan á kirkju, en fyrr á öldum var talið að hræðilegt útlit þeirra verndaði kirkjuna frá illum öndum og öðrum slæm...

Nánar

Voru hunangsflugur á Íslandi á tímum Jónasar Hallgrímssonar?

Jónas Hallgrímsson (1807-1845) var ekki síður mikilsvirtur náttúrufræðingur en skáld. Meðal annars skrifaði hann og þýddi á námsárum sínum greinar um náttúruvísindi. Jónas fór í fjölmargar rannsóknarferðir um Ísland, þá fyrstu árið 1837 þar sem hann safnaði sýnishornum og gerði ýmsar athuganir sem hann hélt til ha...

Nánar

Hver skrifaði Njálu og hvenær var hún skrifuð?

Höfundur Njálu er óþekktur. Hvergi í handritum sögunnar né í neinum fornum heimildum er þess getið hver hafi skrifað hana. Sagan sjálf gefur heldur engar upplýsingar sem geti leyft ótvíræða ályktun um þetta. Á síðari tímum hafa margar tilraunir verið gerðar til að leiða líkur að því hver höfundurinn sé. Í formá...

Nánar

Í hvaða háskólanámi er hægt að læra um norræna goðafræði?

Í þjóðfræði félagsvísindadeildar Háskóla Íslands eru eftirfarandi tvö námskeið í boði, sem tengjast norrænni goðafræði: Norrænar goðsögur (5e) · H · 4F [ECTS: 10] Kennari: Prof. John Lindow, Fulbright lektor Fjallað verður um tilurð, tilgang, form og útbreiðslu goðsagna, og samband þeirra við helgisiði ...

Nánar

Hver gerði "broskarlinn"?

Eftir því sem við komumst næst á broskarlinn eins og við þekkjum hann, svört augu og bros á gulum hringlaga bakgrunni, uppruna sinn hjá Bandaríkjamanninum Harvey R. Ball (1921-2001) frá Worcester, Massachusetts. Fyrirtækið The State Mutual Life Assurance Company fékk Ball til þess að hanna fyrir sig brosandi a...

Nánar

Hvað var gert við alla öskuna sem kom upp í gosinu á Heimaey 1973?

Þann 23. janúar 1973 hófst eldgos á Heimaey og stóð það í fimm mánuði. Í gosinu komu upp um 0,25 km3 af gosefnum sem voru að mestu hraun. Gos svo nærri byggð hafði margvíslegar afleiðingar í för með sér eins og lesa má um á vefsíðunni Heimaslóð - Heimaeyjargosið. Þar segir meðal annars: Það voru þó einhverjir ...

Nánar

Af hverju signir maður sig?

Krossmarkið er eitt helgasta tákn kristninnar. Menn báru og bera enn kross í keðju um hálsinn, hafa krossa uppi á vegg eða yfir dyrum og svo framvegis. Áður fyrr gerðu menn krossmark yfir öllu sem þeir vildu biðja fyrir eða blessa. Til dæmis gerði fólk krossmark yfir húsdýrum sínum áður en þeim var sleppt á beit. ...

Nánar

Hvad heitir stjörnuþokan sem er næst okkur?

Stjörnuþokan sem er næst okkur skiptist í tvær þokur sem kallast Stóra Magellansskýið og Litla Magellansskýið. Stóra Magellansskýið er í 16.000 ljósára fjarlægð frá jörðnni en Litla Magellansskýið í 20.000 ljósára fjarlægð. Stjörnuþokurnar eru nefndar eftir portúgölskum landkönnuði, Ferdinand Magellan (1480-...

Nánar

Hvað þýðir orðatiltækið að vera á mála hjá einhverjum?

Orðasambandið að vera á mála hjá einhverjum er haft um það þegar maður er samningsbundinn til að vinna fyrir einhvern með því að vera hluti af liði hans. Í íþróttafréttum er þetta stundum notað um samninga leikmanna. Eiður Smári var á mála hjá Barcelona áður en hann gerði samning við Monaco. Orðið máli merkir a...

Nánar

Hvaða áhrif hafði pillan á líf íslenskra kvenna?

Getnaðarvarnarpillan kom fyrst á markaðinn um 1960 og varð fljótlega vinsæl meðal íslenskra kvenna. Ekki aðeins gerði hún konum kleift að koma í veg fyrir getnað á skilvirkari máta en nokkur önnur getnaðarvörn fram að því, heldur var notkun hennar á ábyrgð kvennanna sjálfra og hún tekin óháð kynlífsathöfninni. Pil...

Nánar

Hver var Charles Darwin?

Charles Robert Darwin fæddist 12. febrúar 1809 í Shrewsbury, Englandi. Hann er ætíð kenndur við náttúrufræði, en þekktastur er hann fyrir kenningu um þróun lífs á jörðu, sem á Íslandi er ávallt kölluð þróunarkenningin, en einnig tíðkast að kalla hana Darwinisma. Kjarnann í kenningunni setti hann fram í bókinni...

Nánar

Hvaða þátt átti íslensk tunga í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga?

Þegar Íslendingar mynduðu sjálfstætt samfélag á miðöldum, það sem þeir kalla nú þjóðveldi, höfðu þeir ekki sérstakt tungumál. Sjálfir töldu þeir að tunga Norðurlandabúa (að frátöldum Finnum og Sömum) væri ein og kölluðu hana ýmist norrænu eða danska tungu. Á þessu svæði voru auðvitað talaðar margar ólíkar mállýsku...

Nánar

Fleiri niðurstöður