Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2779 svör fundust

Hvað er seiðskratti?

Orðið seiðskratti hefur stundum verið notað um fjölkunnuga menn, þá sem kunnu að efla (fremja, gera eða magna) seið. Seiður er gamalt orð yfir ákveðið afbrigði fjölkynngi (forneskju). Hann er víða nefndur í íslenskum miðaldabókmenntum og hefur jafnan verið tengdur hinum heiðna guði Óðni, sem nefndur hefur verið „g...

Nánar

Hvenær varð teiknimyndapersónan Stjáni blái til?

Stjáni blái er söguhetja í bandarískum myndasögum sem teiknarinn Elzie Crisler Segar (1894-1938) bjó upphaflega til. Stjáni blái sást fyrst á prenti 17. janúar 1929, í daglegum teiknimyndadálki blaðs á vegum útgáfufyrirtækisins King Features. Dálkurinn bar nafnið Thimble Theater eða Fingurbjargarleikhús. Þegar ...

Nánar

Hvað hefur húsflugan margar tær?

Húsflugur (Musca domestica) eru algengar flugur á Íslandi og víðar. Þær hafa ekki þá munnlögun sem þarf til að bíta en eru hættulegar vegna sjúkdóma sem þær geta borið á fótunum. Húsflugur eru ekki með tær heldur klofna fætur þeirra í tvo helminga með límkenndu efni sem gera þeim kleift að ganga upp lóðrétt yf...

Nánar

Hvað er hugræn sálfræði?

Með orðunum hugræn sálfræði gæti verið átt við það sem á ensku er kallað cognitive psychology en það hefur verið nefnt vitsmunasálarfræði á íslensku. Það orð gefur sæmilega hugmynd um hvað við er átt en auðvitað væri hægt að gera því betri skil í lengra máli. Einnig gæti verið að spyrjandi sé í rauninni að spy...

Nánar

Hvernig varð geimurinn til?

Vísindamenn telja núna að alheimurinn hafi orðið til í svonefndum Miklahvelli. Kenningin um Miklahvell byggist á því að alheimurinn er sífellt að þenjast út og menn gera ráð fyrir því að útþenslan hafi staðið allt frá upphafi alheimsins. Ef það er rétt hefur efni alheimsins í upphafi verið óendanlega þétt. Tal...

Nánar

Hver fann upp orðið sprell?

Orðið sprell 'ærsl, gamanlæti' er tökuorð í íslensku, fengið að láni úr dönsku spræl 'ærsl, ærslagangur'. Danska nafnorðið er leitt af sögninni sprælle 'sprikla'. Á sama hátt er sögnin að sprella 'gera að gamni sínu, ærslast' fengin að láni úr dönsku. Orðið um leikfangið sprellikarl er einnig tökuorð frá því u...

Nánar

Hvernig er hægt að vera aftarlega á merinni?

Orðasambandið að vera/sitja aftarlega á merinni með eitthvað er notað um að vera (of) seinn á sér til að gera eitthvað, vera aftarlega á einhverju sviði. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá miðri 20. öld en orðasambandið er algengt í nútímamáli. Skýringin á orðasambandinu er ekki fulljós. Líklega hefur ekki þó...

Nánar

Vísindavaka 2008

Vísindavaka Rannís verður haldin með pompi og prakt föstudaginn 26. september 2008 á degi Evrópska Vísindamannsins. Hátíðin fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu og hefjast hátíðahöldin kl. 17 og lýkur kl. 22. Vísindavefurinn verður að sjálfsögðu á staðnum og ætlar meðal annars að segja frá því hvort ...

Nánar

Er hægt að gera ekki neitt?

Áður en við getum tekist á við þessa spurningu þurfum við að taka afstöðu til þess hvort það að gera ekki neitt megi leggja að jöfnu við að vera ekki að gera neitt. Á svipaðan hátt gætum við spurt hvort það að segja ekki neitt sé það sama og ekki að segja neitt. Sá sem þegir, hann er ekki að segja neitt. En er lík...

Nánar

Af hverju er DNA-sameindin gormlaga?

DNA sameindir í litningum dýra,plantna og baktería eru tvíþátta gormar. Einþátta DNA-sameindir eru þó ekki óþekktar því þær koma fyrir sem erfðaefni vissra veira. Byggingarefni DNA-sameinda eru svonefnd kirni sem sett eru saman úr sykrunni deoxyríbósa, fosfati og niturbasa. Niturbasar kirna eru ferns konar, ade...

Nánar

Er þetta spurning?

Einfalt svar gæti verið: Ef þetta er spurning, þá er þetta svar. Flóknara svar: Það fer að sjálfsögðu eftir því, til hvers ábendingarfornafnið "þetta" vísar. En þar sem ekki er gefið í skyn hér að það vísi til neins annars en orðanna "er þetta spurning?", skulum við gera ráð fyrir að svo sé. Nú geta "orð" ve...

Nánar

Fleiri niðurstöður