Laun eru ein af þeim stærðum sem mestu skipta fyrir efnahagslífið. Þau eru helsti kostnaðarliðurinn í flestum atvinnurekstri og jafnframt helsta uppspretta tekna hjá flestum. Þegar samið er um hækkun launa hækkar kostnaður atvinnurekenda og tekjur launþega. Hvort tveggja getur ýtt undir verðhækkanir. Framleiðendur...
Áhrifin af verðbólgu yrðu í raun svipuð þeim sem nú eru til staðar með krónuna sem gjaldmiðil. Hins vegar yrði líklega erfiðara að mæta þeim áhrifum ef Íslendingar hefðu ekki lengur yfir eigin gjaldmiðli að ráða. Einmitt þess vegna er mikilvægt að verðbólga á Íslandi lækki, í sögulegu samhengi séð, gefi Íslendinga...
Ef verðtryggt lán er greitt upp áður en upphaflegur lánstími rennur út þá þarf lántakandinn að greiða verðbætur sem miðast við hækkun verðlags frá því að lánið var tekið og þangað til það er greitt upp. Þetta er eðlilegt enda á verðtryggingin að tryggja að endurgreiðslur lánsins rýrni ekki að raungildi vegna verðb...
Hlutabréfavísitölur eru mælikvarðar á þróun verðs ákveðinna tegunda eða flokka hlutabréfa. Þær eru því á margan hátt hliðstæðar verðlagsvísitölum, eins og vísitölu neysluverðs. Vísitala neysluverðs er mælikvarði á þróun verðlags, það er að segja á breytingar á verði allra vara og allrar þjónustu. Munurinn liggur þ...
Fréttir af verðbólgu í Simbabve eru nokkuð á reiki þótt óumdeilanlega sé hún mjög mikil. Í júlí 2008 var opinbera talan 2,2 milljónir prósenta og verður miðað við hana hér.
Verðbólga er yfirleitt skilgreind sem hækkun verðlags á einu ári. Alla jafna byggja útreikningarnir á einhvers konar verðlagsvísitölu. Þann...
Jöklar rýrna nú um allan heim vegna hlýnandi veðurfars. Leysingavatn rennur því í auknum mæli til hafs og vatnsmagn þess eykst. Auk þess vex rúmmál hafsins vegna þess að sjórinn þenst út þegar hann hlýnar. Hvorttveggja veldur því að sjávarborð rís. Í næsta nágrenni jöklanna ræðst sjávarstaðan hins vegar af samanlö...
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Er vitað hversu mikið, ef eitthvað, sjávarstaða við Ísland hefir hækkað s.l. 30 ár?
Sjávarstaða á jörðinni hækkar vegna hlýnunar jarðar. Við hlýnunina bráðna jöklar og leysingarvatn úr þeim rennur í auknum mæli til sjávar. Við það hækkar í heimshöfunum. Sjávarstaða...
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvers vegna eru laun ekki verðtryggð? Lán eru verðtryggð!
Verðtrygging launa hefur bæði kosti og galla en þó er óhætt að fullyrða að gallarnir vega það miklu þyngra að verðtrygging launa er fátíð. Þó eru dæmi um hana, bæði hérlendis og erlendis.
Vinnumarkaðir eru svipaði...
Grávirði fyrirtækis sem ekki er skráð á hlutabréfamarkaði er samanlagt virði allra hlutabréfa í fyrirtækinu miðað við það gengi sem almennt tíðkast í viðskiptum. Sem dæmi má taka fyrirtæki sem hefur gefið út bréf að nafnvirði 100 milljónir króna en er ekki skráð á hlutabréfamarkaði.
Ef bréfin ganga kaupum og sö...
Erfitt er að fá einhlítan mælikvarða á breytingu verðlags, sérstaklega yfir svo langt tímabil. Skýringarnar eru margar og ein er sú að vörur og þjónusta og neysla manna hafa breyst mjög á þessum tíma. Engu að síður má reyna að meta slíkar verðbreytingar með ýmiss konar verðvísitölum. Hér verður stuðst við svokalla...
Lagalega er ekkert því til fyrirstöðu að verðtryggja lán eða skuldabréf í löndum Evrópusambandsins. Það er hins vegar ekki reglan. Algengara er að lán séu eingöngu með nafnvöxtum, stundum föstum og stundum breytilegum. Verðtryggð lán þekkjast þó í mörgum löndum. Sum ríkja Evrópusambandsins hafa til dæmis gefið út ...
Okkur kann að finnast að spegilsléttur sjávarflöturinn sé algjörlega láréttur. Meðalsjávarborð liggur hins vegar nærri því sem kallast jafnmættisflötur í þyngdarsviði jarðar. Oft er talað um jörðina eins og hún sé kúlulaga hnöttur, en hún er í raun sporvölulaga, aðeins breiðari um sig um miðbaug en pólana. Jafnmæ...
Spyrjandi spyr í raun tveggja nær óskyldra spurninga, eins og sést hér neðst í svarinu. Annars vegar er spurt hvaða fyrirtæki best sé að kaupa á hlutabréfamarkaðinum. Hins vegar er spurt hvaða fyrirtæki sé best að kaupa í leik þar sem sigurvegarinn er sá sem nær hæstri ávöxtun á ákveðnu tímabili á þau bréf sem han...
Ef hugtakið græðgi er skilið sem viljinn til að græða þá er svarið einfaldlega já. Flest hlutabréfakaup eru gerð í þeirri von að fjárfestingin skili arði. Ef almennt er talið að hlutabréf ákveðins félags muni skila miklu, annaðhvort vegna hárra arðgreiðslna eða vegna hækkunar á verði í framtíðinni, þá verða þau br...
Stutta svarið er nei! Það er hins vegar gaman að velta þessu fyrir sér. Samkvæmt nýjasta mati Alþjóðabankans er kínverska hagkerfið enn nokkuð smærra en það bandaríska miðað við algengasta mælikvarðann sem notaður er, það er verg landsframleiðsla á markaðsvirði. Bankinn telur að landsframleiðsla Bandaríkjanna hafi...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!