Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 32 svör fundust

Hvernig myndaðist Mið-Atlantshafshryggurinn?

Mið-Atlantshafshryggurinn myndaðist við það að risameginlandið Pangæa klofnaði, Norður- og Suður-Ameríka skildust frá Evrasíu og Afríku. Þetta var flókið ferli sem hófst á júra-tímabilinu, fyrir um 170 milljónum ára. Þegar skorpufleka rekur í sundur, myndast hafsbotn á milli — (Ísland er undantekning, „hafsbotn of...

Nánar

Hvað er Atlantshafshryggurinn langur?

Atlantshafshryggurinn er hluti af miðhafshryggjakerfinu sem er um 75.000 km langt og hlykkjast um alla jörðina. Það mun vera stærsta einstaka jarðfræðifyrirbæri á yfirborði jarðar. Hryggirnir rísa yfirleitt nokkur þúsund metra yfir djúphafssléttuna og sums staðar ná eldfjöll á hryggnum upp úr sjó eða jafnvel hrygg...

Nánar

Hvernig myndast djúprennur?

Jarðskorpan skiptist í fleka sem rekur um jarðarkringluna. Þar sem flekana rekur sundur myndast úthafshryggir, þar sem þá rekur saman myndast sökkbelti sem einkennist af djúprennu eða djúpál hafsbotnsmegin en af fellingafjöllum eða eyjabogum landmegin. Djúpálar eru dýpsti hluti hafsbotnsins. Hinn stinni hafsbot...

Nánar

Hvernig var tertíertímabilið á Íslandi?

Tertíertímabilið hófst fyrir 65 milljón árum, um það bil sem Norður-Atlantshaf tók að opnast. Frá þeim tíma, þegar Ameríku- og Evrópuflekarnir voru að gliðna sundur, eru eldgosamyndanir á Norður-Írlandi, Skotlandi, Færeyjum og Austur-Grænlandi. Neðansjávarhryggur frá Grænlandi um Ísland til Færeyja „yngist“ úr báð...

Nánar

Hvernig stýra möttulstrókar flekareki?

Það varð landrekskenningu Alfreds Wegener (1915) að falli að hann gat ekki bent á krafta sem væru þess megnugir að flytja meginlöndin. Arthur Holmes (1933) stakk upp á því að iðustraumar í jarðmöttlinum væru þarna að verki, en þó var það ekki fyrr en með ritgerð Harry Hess (1962) að fram kom heildstæð mynd af glið...

Nánar

Hvers vegna finnast mörg eldfjöll í eldhringnum í kringum Kyrrahafið?

Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, ýtast hvor frá öðrum, eða þá rekur saman þar sem annar flekinn sekkur undir hinn — þar heita niðurstreymisbelti. Á kortinu hér fyrir ofan sést að Kyrrahafið er markað a...

Nánar

Er meira járn í íslensku bergi en annars staðar?

Ísland er að langmestum hluta úr blágrýti (basalti) og sú bergtegund er járnríkari en flestar aðrar, 8-10% járnmálmur (Fe) sem jafngildir 11-14% járnoxíði (Fe2O3). Basalt er algengasta bergtegund yfirborðs jarðar: Hafsbotnarnir eru basalt, sem og úthafseyjar (eins og Ísland) og enn fremur rúmmálsmiklir blágrýtiss...

Nánar

Af hverju finnst ekki gull í jörðu á Íslandi, er landið of ungt?

Ef gullgröftur á að borga sig, þarf tveimur skilyrðum að vera fullnægt: nægilega mikið rúmmál af nægilega gullríku bergi. Meðalstyrkur gulls í jarðskorpunni er um 0,005 grömm í tonni af grjóti (g/tonn) en lágmarksstyrkur vinnanlegs gulls mun vera um 1000 sinnum meiri, 5 g/tonn. Nú er talið að allar „auðunnar“ gull...

Nánar

Hver eru 5 stærstu eldfjöll í heimi?

Ekki er alveg ljóst hvort átt er við hæð eða rúmmál þegar spurt er um stærsta eldfjall í heimi, eða jafnvel hvaða eldfjöll gjósa mest, en hér er gengið út frá því að átt sé við hæðina. Hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa ...

Nánar

Hvert er stærsta eldfjall í heimi?

Ekki er alveg ljóst hvort spyrjendur hafa hæð eða rúmmál í huga þegar þeir spyrja um stærsta eldfjall í heimi en hér er gengið út frá því að frekar sé átt við hæðina. Tíu hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa þar sem hafsbot...

Nánar

Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um iðustrauma?

Þegar vökvi streymir fer það eftir eiginleikum hans (til dæmis seigju) og hraða streymisins hvernig efnið hegðar sér: lagstreymi heitir það þegar efnið streymir hægt og án ólgu, en iðustreymi þegar hraðinn fer yfir ákveðin mörk og hvirflar myndast. Þetta er sýnt á myndinn hér til hægri og lýsir hinni eðlisfræðileg...

Nánar

Fleiri niðurstöður