Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 720 svör fundust
Hver er villan í "sönnuninni" á 1=2?
Við höfum fengið skeyti frá lesanda sem bendir ótvírætt á villuna. Þá finnst okkur óþarft að draga lesendur lengur á svarinu. "Sönnun" Stefáns Inga, sem er starfsmaður Vísindavefsins, var svona: Látum a og b vera tvær tölur og segjum að þær séu jafnar, það er a = b. Þá fæst a = b sem er jafngilt ...
Hver er munurinn á frumefni og frumeind?
Íslenska orðið frumeind er þýðing á erlenda orðinu atom. Orðið atom var sett fram í byrjun 19. aldar sem hugtak yfir smæstu þekktu eindir þess tíma. Í dag er hins vegar vitað að frumeindir eru ekki minnstu eindir sem til eru. Frumeindir samanstanda af kjarna, sem er í miðju frumeindarinnar, og neikvætt hlöðnum raf...
Hvernig er heimildum raðað upp í heimildaskrá?
Í heimildaskrá þurfa allar helstu upplýsingar um heimildir að koma fram, svo sem höfundur verks, nafn þess, útgáfustaður og útgáfuár. Sé vitnað í tímaritsgrein þarf einnig að koma fram úr hvaða tímariti greinin er og hvar greinina er að finna í því (árgangur, tölublað ef við á og blaðsíðutal). Heimildum er raðað í...
Hver eru þrjú stærstu lönd í heiminum í röð?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvað búa margir í Noregi, og hvað er landið stórt? (Þorkell Guðjónsson)Hvað er Grænland stórt? (Arnar Ingi)Hvar er Víetnam? (Bjarni Jónasson)Upplýsingar af þessu tagi er gott að finna á GeoHive. Til að finna lista yfir lönd sem eru stærst eða mest á tilteknu sviði, ...
Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt?
Eins og fram kemur í svari Pálma V. Jónssonar við spurningunni Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans? hægja ýmsar aldurstengdar breytingar á hreyfingum og viðbrögðum fólks. Hjá eldra fólki er vöðvasamdráttur hægari en hjá þeim sem yngri eru. Þetta stafar meðal an...
Um hvað snerist Kúbudeilan?
Í stuttu máli snerist Kúbudeilan um vígbúnaðarkapphlaup og pólitískt stolt risaveldanna. Þau áttu bágt með að gefa eftir þegar deilan hafði náð ákveðnu stigi og eins hafa ýmsir fræðimenn fullyrt að Nikita Krúséff Sovétleiðtogi hafi teflt djarfan leik til að styrkja sig í sessi eftir ýmis pólitísk vonbrigði heima o...
Hver fann upp sígarettuna og hvenær?
Frumbyggjar í Ameríku þekktu tóbakið löngu á undan Evrópubúum og notuðu það til dæmis við helgiathafnir. Astekar reyktu til dæmis reyrstilka fyllta með tóbaki, annars staðar voru tóbakslaufin kramin og þeim rúllað upp í hýði af maís eða öðrum jurtum áður en þau voru reykt. Laufin voru einnig tuggin. Á myndinni má ...
Hvernig stýra möttulstrókar flekareki?
Það varð landrekskenningu Alfreds Wegener (1915) að falli að hann gat ekki bent á krafta sem væru þess megnugir að flytja meginlöndin. Arthur Holmes (1933) stakk upp á því að iðustraumar í jarðmöttlinum væru þarna að verki, en þó var það ekki fyrr en með ritgerð Harry Hess (1962) að fram kom heildstæð mynd af glið...
Hvers vegna hnerrar maður?
Af hverju hnerrar maður, þegar horft er í sólina, eða annað sterkt ljós? (Tryggvi Agnarsson, Brynja Guðmundsdóttir, Axel B. Andrésson, Hjalti Pálsson, Albert Teitsson, Ingi Eggert og Ragnar Jónasson)Hvers vegna er ekki hægt að halda augunum opnum þegar maður hnerrar? (Iðunn Garðarsdóttir og Snorri Þór)Hnerri e...
Getið þið sagt mér allt um aðlögun og vistfræðilega stöðu áttfætlna hér á landi?
Áttfætlur hér á landi (Arachnida) tilheyra fjórum ættbálkum: Ættbálki köngulóa (Araneae), langfætlna (Opiliones), áttfætlumaura (Acari) og dreka (Pseudoscorpiones). Vistfræðilegur sess þeirra er mjög mismunandi milli hópa og tegunda en þær hafa lagað sig að margvíslegum búsvæðum. Köngulær (Araneae) Köngulær...
Hvað er fjörfiskur og hvað er til ráða?
Fjörfiskur (e. eyelid twitch) er hvimleitt vandamál sem flest allir upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga. Lítið er vitað um uppruna fjörfisks í flestum tilviku...
Hvers vegna helst púðursykur mjúkur ef maður hefur brauðsneið í boxinu?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um púðursykur og brauð. Fleiri spyrjendur voru: Brynjar Birgisson, Elías Snorrason, Stefán Jökull Jónsson, Vala Hafsteinsdóttir, Ingi Karl Reynisson, Daði Jónsson og Helgi Jósepsson Púðursykur (e. brown sugar, d. brun farin eða mørk farin, en þetta eru yfirleitt merkingarnar ...
Hvert var upplag prentaðra bóka á Íslandi fyrr á öldum?
Prentlistin skipti sköpum um dreifingu ritmáls, því nú mátti fjölfalda texta í hundruðum og þúsundum eintaka. Það hafði áður tekið vikur eða mánuði að afrita eitt einasta handrit. Fyrstu bækurnar voru prentaðar í Þýskalandi um og eftir miðja 15. öld. Á næstu áratugum voru stofnaðar prentsmiðjur um alla Evrópu, þar...
Hvers vegna eru Heiður og Dagmar kvenmannsnöfn en Eiður og Ingimar karlmannsnöfn?
Kvenmannsnafnið Heiður þekkist frá fornu fari. Það kemur fram sem heiti á völvum, meðal annars í Völuspá: Heiði hana hétu, hvars til húsa kom, (hvars = hvar sem) völu velspáa ... Eiginnafnið beygðist og beygist enn samkvæmt sterkri beygingu nafnorða: Nf. Heiður Þf. Heiði Þgf. Heiði Ef. Heiðar Merking nafn...
Hvað segir eðlisfræðin um vitundina út frá skammtafræðinni?
Eins og fram kemur í öðrum svörum um skammtafræði hér á Vísindavefnum þá lýsir skammtafræðin hegðun smárra efniseinda og hana má einnig nota til að skýra eiginleika ákveðinna stærri hluta, til dæmis gastegunda og kristalla. Skammtafræðin varpar ekki beinlínis nýju ljósi á eðli vitundar en vitundin leikur ákveðið h...