Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1680 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað eru mörg lönd i Afríku?

Samkvæmt lista á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna eru 56 lönd í Afríku. Átján þeirra teljast til Austur-Afríku, sautján tilheyra Vestur-Afríku, níu lönd mynda Mið-Afríku, sjö eru í Norður-Afríku og sunnanverð Afríka rekur lestina en fimm lönd tilheyra þeim hluta heimsálfunnar. Á heimasíðunni Global Geografia er ...

category-iconMálstofa

Hafís í blöðunum 1918. I. Janúar

Veðurfari frostaveturinn 1918 er lýst rækilega í svari Trausta Jónssonar veðurfræðings við spurningunni Hvað olli frostavetrinum mikla 1918? og í tveimur greinum Sigurðar Þórs Guðjónssonar, áhugamanns um veðurfar: Frostaveturinn mikli 1918 og Fyrir hundrað árum. Hinn kaldi janúar 1918. Í þessum pistli, þeim f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merking viðskeytisins -rænn?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver er merking viðskeytisins -rænn? 'Sem kemur frá landi' eða almennt 'sem kemur við'?Viðskeytið –rænn á sér tvenns konar uppruna og oft er erfitt að greina á milli. Annars vegar á viðskeytið uppruna sinn í áttaheitunum austur, vestur, suður, norður. Um stofnlægt -r- var að r...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var það einhver Hans sem hannaði hansahillurnar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur nafnið hansahillur, var það einhver Hans sem hannaði þær? Hansahillurnar voru hannaðar af dönskum manni sem hét Poul Cadovius (1911-2011) en heiti þeirra er dregið af fyrirtækinu Hansa h.f. sem hafði einkaleyfi á smíði þeirra á Íslandi. Fyrirtækið Hansa h....

category-iconMálvísindi: íslensk

Nafnið Indriði er með þremur i-um, er það eina íslenska karlmannsnafnið með þremur i-um?

Indriði er eina nafnið sem mér er kunnugt um sem ritað er nú með þremur i-um. Önnur þríkvæð nöfn með sama sérhljóði finnast í nafnaforðanum, eins og til dæmis Aðalbrandur með þremur a-um, en þau eru fremur fá. Nafnið Indriði þekkist þegar í fornu máli ritað Eindriði eða Eindriðr. Í formála Snorra-Eddu er sonars...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvar var Ferdinand de Saussure og hvert var hans framlag til málvísinda?

Æviágrip Svissneski málfræðingurinn Ferdinand de Saussure fæddist 26. nóvember árið 1857 í borginni Genf í Sviss og lést þar 22. febrúar árið 1913. Faðir hans var náttúruvísindamaður og þegar Saussure hóf háskólanám í Genf 1875 lagði hann fyrst stund á efnafræði og eðlisfræði, en sótti einnig fyrirlestra í latínu...

category-iconEfnafræði

Hvernig lýsir maður myndun kvikasilfuroxíðs i efnajöfnu?

Kvikasilfur (e. mercury) er frumefni númer 80 í lotukerfinu og er táknað með Hg. Kvikasilfur er silfurlitur málmur með þá sérstæðu eiginleika að vera fljótandi við herbergishita en bræðslumark þess er -39°C og suðumarkið 357°C. Einungis eitt annað frumefni er í vökvaham við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C) ...

category-iconLæknisfræði

Hvenær voru fyrstu þungunarprófin framkvæmd á Íslandi og með hvaða hætti?

Skriflegar heimildir um notkun þungunarprófa á Íslandi á síðustu öld eru af mjög skornum skammti. Það sem hér fer á eftir er að miklu leyti byggt á munnlegum upplýsingum sem íslenskir læknar, meinatæknar, lyfjafræðingar og leikmenn hafa gefið eftir minni. Þungunarhormónið hCG (e. human chorionic gonadotropin) h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins „þorpari“?

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1187), sem nú er aðgengileg á málið.is á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er sagt um orðið þorpari: þorpari k. ‘⊙þorpsbúi; þrjótur, illmenni’; sbr. fær. torpari ‘fátækur sveitabúi’. Vísast (ummyndað) to. úr mlþ. dorper ‘...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Irma Erlingsdóttir stundað?

Rannsóknasvið Irmu Erlingsdóttur eru franskar bókmenntir og heimspeki, menningarfræði, kynjafræði og samtímasaga. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Auk þess að hafa birt greinar og bókakafla á sérsviði sínu hefur Irma þýtt erlenda fræðitexta yfi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins kerling eða kelling í íslenskri tungu?

Orðið kerling er til í öllum Norðurlandamálum, færeysku kerling, nýnorsku kjerring, sænskum mállýskum käring, källing, dönsku kælling. Kerling er leitt af nafnorðinu karl með viðskeytinu -ing. Kerling er leitt af nafnorðinu karl með viðskeytinu -ing sem veldur hljóðvarpi þar sem skilyrði eru til. Hér er um ...

category-iconNæringarfræði

Hvernig er kampavín bruggað og hvað getið þið sagt mér um héraðið Champagne?

Champagne er fornt hérað í norðausturhluta Frakklands. Nafn þess er dregið af latneska orðinu campania sem merkir 'sveit', samanber latneska orðið campus sem í dag er aðallega notað um háskólasvæði. Champagne í Frakklandi ber sama nafn og ítalska héraðið Kampanía sem er í suðvesturhluta Ítalíu, umhverfis Napóli. ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Peter Hallberg og hvert var framlag hans til norrænna fræða og nútímabókmennta?

Árið 1974 voru fimm einstaklingar útnefndir heiðursdoktorar við Háskóla Íslands af Heimspekideild. Þetta voru annars vegar tveir af fremstu skáldum þjóðarinnar, þeir Þórbergur Þórðarson og Gunnar Gunnarsson, og hins vegar þrír merkir bókmenntafræðingar, þeir Jón Helgason, Einar Ól. Sveinsson og Peter Hallberg. Sá ...

category-iconVísindi almennt

Úr hverju er varalitur búinn til?

Framleiðendur varalita nota yfirleitt sína eigin uppskrift þegar þeir búa til litina. Nokkur grunnefni eru þó yfirleitt sameiginleg. Í fyrsta lagi er það vax, til dæmis býflugnavax, paraffín, candelilla-vax, sem er vax af runna sem vex í norðurhluta Mexíkó og sunnarlega í Bandaríkjunum, eða svonefnt carnauba-vax, ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er kílógrammið skilgreint?

Í nóvember 2018 ákvað Alþjóðanefnd um mál og vog (Comité international des poids et mesures, CIPM ) að ný skilgreining á kílógrammi skyldi taka gildi í maí 2019. Eldri skilgreining hafði þá verið í gildi frá árinu 1889. Forsaga málsins er í stuttu máli þessi. Þegar Frakkar tóku upp metrakerfið undir lok 18. ald...

Fleiri niðurstöður