Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 135 svör fundust

Lifa höfrungar við Ísland?

Af um 30 tegundum núlifandi höfrunga finnast að jafnaði sex hér við land. Sennilega er algengasta tegundin innan landgrunns hnýðingur sem einnig gengur undir nafninu blettahnýðir (Lagenorhynchus albirostris). Um hnýðinga má meðal annars lesa meira í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um höfrunga? Há...

Nánar

Af hverju er hnúfubakur loðinn í munninum?

Hárin á skíðum hnúfubaka og annarra skíðishvala gegna mikilvægu hlutverki í fæðunámi þeirra. Skíðin eru föst við efri kjálka dýranna og sú hlið skíðanna sem snýr inn að munnholi er alsett hárum. Hnúfubakurinn hefur 330 pör af skíðum. Þau eru um 60 cm á lengd og rúmir 30 cm á breidd þar sem þau eru breiðust. Hér s...

Nánar

Getur þú sagt mér frá stökklum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Getur þú sagt mér frá stökklum, það er hvernig þeir afla sér fæðu, æxlun þeirra og hvort þeir sofi? Stökklar (Tursiops truncatus, e. bottlenose dolphins) eru meðal algengustu höfrunga á hafsvæðinu við sunnanvert Ísland eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni...

Nánar

Hver er meðalstærð hvalatyppa?

Hvalir eru mjög misstórir eftir tegundum allt frá steypireyð (Balaenoptera musculus), sem getur orðið um 30 metrar á lengd og vegið hátt í 200 tonn til lítilla höfrunga (Delphinidae) sem eru innan við tveggja metra langir. Það sama gildir að sjálfsögðu þegar kemur að lengd getnaðarlima hvala, breytileikinn er svo ...

Nánar

Hvað slær hjarta fullorðinnar steypireyðar mörg slög á mínútu?

Fylgni er á milli hjartsláttartíðni spendýra og stærðar þeirra. Tíðnin er hæst meðal smárra nagdýra eins og músa, um 650 slög á mínútu, en lægst er hún meðal stórra reyðarhvala, eins og steypireyðarinnar. Ekki er nákvæmlega vitað hversu oft hjarta stórra sjávarspendýra slær á mínútu. Allar mælingar sem gerðar ...

Nánar

Sjá hvalir liti?

Flest landspendýr hafa litasjón þótt hún sé í fæstum tilfellum eins og hjá okkur mönnunum. Öðru máli gegnir hins vegar um sjávarspendýr eins og hvali. Í stuttu máli þá eru tvenns konar ljósnemar (e. photoreceptors) í sjónhimnu augans, annars vegar stafir og hins vegar keilur. Stafirnir eru sérhæfðir til að nem...

Nánar

Hvert fara langreyðar sem eru við Ísland á sumrin á veturna?

Langreyður (Balaenoptera physalus) telst vera algengust stórhvela hér við land. Hún heldur sig á djúpslóð eins og aðrir risavaxnir reyðahvalir og kann best við sig í kaldtempruðum sjó á sumrin. Langreyðurin er fardýr líkt og flestir aðrir hvalir hér við land. Hún kemur hingað snemma á vorin og fer seint á haus...

Nánar

Geta dýr eins og hvalir haft einhver réttindi?

Hugmyndin um réttindi dýra hefur verið á döfinni um allnokkurt skeið en ýmsir hugsuðir settu hana fram af fullum þunga seint á 20. öld. Spurningin er að sjálfsögðu mannmiðuð, það er spurt er frá sjónarhóli mannsins hvort dýr hafi réttindi gagnvart manninum. Lögmál náttúrunnar og líf dýra samkvæmt þeim er annað mál...

Nánar

Hvað er ránlífi?

Til að við áttum okkur á gerðum fæðunáms lífvera á jörðinni er gott að skipta þeim í tvennt: Í fyrsta lagi eru frumbjarga lífverur, sem ýmist stunda efnatillífun eða ljóstillífun en hins vegar eru hinar ófrumbjarga lífverur; þeim flokki tilheyra meðal annarra þær lífverur sem stunda ránlífi. Ránlífi má skilg...

Nánar

Hvar liggja takmörk háhyrninga við veiðar?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Ég veit að háhyrningar ráðast í hópum á stærri hvali en hvar eru takmörk þessara veiðisnillinga? Háhyrningurinn (Orchinus orca) er stærsta tegundin innan ættar höfrunga (Delphinidae). Fullvaxið karldýr getur orðið allt að níu og hálfur metri á lengd og fimm og hálft tonn. Kv...

Nánar

Hvert er vitrasta dýr í heimi, fyrir utan manninn?

Flestir fræðimenn eru sammála um það að ekkert samband virðist vera á milli stærðar heila og greindar hjá tegundum. Búrhvalur syndir um með þyngsta heila sem þekkist hjá núlifandi dýri eða um 7,6 kg og heili asíska fílsins er um 7,5 kg, sá þyngsti í landdýri, heili afríska fílsins er um 5,4 kg. Meðalþyngd mannshei...

Nánar

Hvaða hvalir hafa sést við Ísland?

Alls hefur sést til að minnsta kosti 23 hvalategunda í íslensku lögsögunni. Vissulega eru þessar tegundir misalgengar, líklega er einna algengast að sjá hrefnur (Balaenoptera acutorostrata) á grunnsævinu við landið en tegundir eins og norðhvalur (Balaena mysticetus) og mjaldur (Delphinapterus leucas) eru afskapleg...

Nánar

Hvernig aðlöguðust spendýr lífi í sjó og af hverju?

Fræðimenn hafa lengi velt því fyrir sér hverjir hafi verið áar hvala á landi fyrir tugum milljóna ára. Með hjálp steingervingarannsókna eru þeir orðnir nokkuð sammála um að forfeður nútímahvala hafi verið hópur útdauðra spendýra sem heita Mesonychids á fræðimáli. Við vitum til þess að þessi hópur hafi verið ne...

Nánar

Fleiri niðurstöður