Hvað má reikna með að hvalur (t.d. hnúfubakur) gefi mikið frá sér af metangasi, eða skaðlegum efnum fyrir andrúmsloftið? Tímaeiningin gæti t.d. verið mánuður eða ár. Við erum að tala um hvalaprump. Það væri fróðlegt að fá samanburð t.d. við nautgripi.Langflest spendýr og fjölmörg skriðdýr prumpa og ropa. Prump og rop stafar af lofttegundum sem safnast fyrir í meltingarvegi dýra. Til gamans má benda á þennan lista sem hópur vísindamanna tók saman og gefur yfirlit yfir dýr sem prumpa, gubba og hnerra! En af hverju allt þetta prump og rop? Uppsöfnun lofts í meltingarvegi stafar helst af því að lífveran gleypir mikið loft en einnig vegna offjölgunar ákveðinna gerla í meltingarvegi eða vegna ófullkomins niðurbrots á fjölsykrum úr fæðu. Helstu lofttegundirnar í prumpi og ropi eru lyktarlausar; gastegundir eins og súrefni, nitur, koltvíildi (einnig nefnt koltvíoxíð), vetni og metan. Lyktin stafar helst af brennisteinssameindum sem tilteknar bakteríur mynda. En er eitthvað skaðlegt við prump og rop? Af þessum gastegundum er metan áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin. Þess vegna hafa vísindamenn áhuga á að vita hversu mikið metan ólíkir dýrahópar gefa frá sér á tímaeiningu. Grasbítar eru best þekkti hópurinn, sérstaklega jórtrandi búfénaður, svo sem nautgripir og sauðfé. Einnig hefur losun á metangasi meðal villtra spendýra verið áætluð.[1] Að meðaltali losa grasbítar mun meira af metani en kjötætur. Ástæðan er sú að plönturnar sem þær éta eru tormeltar. Sem dæmi losar kjötæta á borð við úlf, rétt um 0,7% af metanframleiðslu jórturdýra á klukkustund.[2] Plöntufæða gerjast að hluta í vömb jórturdýra fyrir tilstilli ákveðinna örvera, til dæmis gersveppa og frumdýra. Svo taka við svokallaðar fyrnur (fornbakteríur eða archea) og halda meltingunni áfram en við það gefa þær meðal annars frá sér metan sem aukaafurð. Fullvaxta nautgripur losar um 120 kg af metani (CH4) á ári, kind losar um 8 kg, svín um 1,5 kg og maður rétt um 0,12 kg (mynd 1).[3] Menn og svín eru alætur en líklega nærast svín á svínabúum meira á plöntufæðu en menn að jafnaði.

Metangasframleiðsla í meltingarkerfum ólíkra spendýra. Í Bandaríkjunum framleiða nautgripir um 26% þess metangass sem sleppur út í andrúmsloftið árlega.

Ekki er hlaupið að því að rannsaka vindgang hvala þar sem dýrin dvelja neðansjávar stærsta hluta ævinnar.
- Hackstein, J.H.P. & van Alen, T.A. 1996. Fecal Methanogens and Vertebrate Evolution. Evolution. 50(2):559-572.
- Tapio, I. o.fl. 2017. The ruminal microbiome associated with methane emissions from ruminant livestock. Journal of Animal Science and Biotechnology. 8:7.
- Olsen, M.A. o.fl. 2000. Chitinolytic bacteria in the minke whale forestomach. Can. J. Microbiol.46:85–94.
- Olsen, M. o.fl. 1994. Digestion of herring by indigenous bacteria in the minke whale forestomach. Applied and environmental microbiology, 4445-4455.
- Crutzen, P.J. o.fl. 1986. Methane production by domestic animals, wildruminants, other herbivorous fauna, and humans. Tellus B: Chemical and Physical Meteorology, 38:3-4, 271-284.
- Sanders, J.G. o.fl. 2015. Baleen whales host a unique gut microbiome with similarities to both carnivores and herbivores. Nature Communications, 6:8285.
- Herwig, R.P. 1984. Baleen whales: preliminary evidence for forestomach microbial fermentation. Applied and Environmental Microbiology, 47(2):421–423.
- The Role of Animal Farts in Global Warming (Infographic). Höfundur myndar: Karl Tate. (Sótt 24.5.2019).
- Humpback whales in the singing position. Humpback… | Flickr. NOAA Photo Library. Höfundur myndar: Dr. Louis M. Herman. (Sótt 3.6.2019).