Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 123 svör fundust

Hvað banaði Grettir mörgum berserkjum í Noregi?

Þegar Grettir var hjá Þorfinni Kárssyni í Háramarsey við Noreg banaði hann tíu berserkjum. Í 19. kafla Grettis sögu segir af berserkjunum Þóri þömb og Ögmundi illa: „Þeir gengu berserksgang og eirðu öngu þegar þeir reiddust.“ Þeir koma við tíunda mann að búi Þorfinns Kárssonar þegar hann er í Slysfirði. Heima...

Nánar

Hver er merkingin í orðinu köflóttur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er uppruni orðsins köflótt og til hvaða mynstra nær hugtakið? Getur skákborð verið köflótt? Lýsingarorðið köflóttur er leitt af nafnorðinu kafli 'hluti af einhverju, þáttur í bók, tímabil'. Það er myndað með viðskeytinu –óttur og hljóðvarpi rótarsérhljóðs (a > ö). O...

Nánar

Af hverju kallast Fimmvörðuháls þessu nafni?

Í bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Þórsmörk. Land og saga (Reykjavík 1996) er kafli um fjallferðir og smölun. Þar segir meðal annars:Allt frá miðöldum munu Austurfjallamenn hafa farið með fjárrekstra stystu leiðina milli Goðalands og heimabyggðar, um Hrútafellsheiði, Drangshlíðarheiði og slakkann milli Eyjafjallajö...

Nánar

Hve margir voru riddarar hringborðsins?

Það voru eitt hundrað sæti við hringborðið hjá Artúr konungi samkvæmt Le Morte d'Arthur eftir Sir Thomas Malory frá 1485, en sú bók er aðalritið um Artúr (3. bók, 1. kafli). Sjá meira um enskar riddarasögur í svari Terry Gunnells við spurningunni Voru Camelot og Excalibur til? Mynd af Hringborði Artúrs...

Nánar

Hvort er réttara að skrifa I liður eða I. liður?

Rita skal I. liður = fyrsti liður. Þetta er sama regla og gildir almennt um raðtölur: 1. liður = fyrsti liður. Væri ritað I liður eða 1 liður ætti að lesa úr því: „einn liður“. Í Ritreglum, sem prentaðar eru í Stafsetningarorðabókinni (2006), segir í 97. grein að punktur sé settur á eftir raðtölustaf og gefin þ...

Nánar

Er hægt að sekta mann á línuskautum fyrir hraðakstur?

Upphaflega spurningin var svona: Ef maður rennir sér á 25 km hraða á línuskautum í vistgötu þar sem er 15 km hámarkshraði, er þá hægt að sekta hann fyrir of hraðan akstur? Í 2. mgr. 3. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er skilgreint hverjir séu gangandi vegfarendur. Þar segir:Ákvæði um gangandi vegfarendur gild...

Nánar

Hvað eru vébönd?

Nafnorðið vé hefur fleiri en eina merkingu. Það var notað í eldra máli um bústað, heiðinn helgistað, helgidóm og í skáldamáli um gunnfána, stríðsfána. Með orðinu vébönd er átt við bönd kringum helgan stað þar sem dómari átti sitt sæti og réttur var haldinn. Í Egils sögu er véböndum á Gulaþingi í Noregi lýst þannig...

Nánar

Hvaðan kemur orðið póstur og hver er uppruni þess?

Orðið póstur er til í fleiri en einni merkingu og er uppruninn ekki alltaf hinn sami. Í fyrsta lagi er póstur notað um mann sem ber út eða flytur bréf og böggla milli staða. Sendingin sjálf er einnig nefnd póstur og sömuleiðis sú stofnun sem annast slíka þjónustu. Í þessari merkingu er orðið til í íslensku frá því...

Nánar

Erfast skuldir frá foreldrum?

Nei, aðeins réttindi erfast við andlát, þannig að ekkert er að óttast ef foreldrar manns eru stórskuldugir. Skuldir eru ekki réttindi skuldara og ganga því ekki sem arfur til erfingja hins látna við andlát. Af erfðalögum nr. 8/1962 og lögum nr. 21/1991 um skipti á dánarbúum og fleira má sjá að við andlát einstakl...

Nánar

Hvers konar dauðdagi er sóttdauði?

Sóttdauði kallast það er fólk deyr af völdum sjúkdóms. Orðið er lítið notað í dag en finnst víða í Íslendingasögum og öðrum fornum ritum. Til samanburðar er fólk sagt deyja sædauða, látist það á sjó, ellidauða ef það deyr úr elli og vápndauða, falli það fyrir vopnum. Talað er um sóttdauða látist fólk af völdum ...

Nánar

Fleiri niðurstöður