Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 344 svör fundust
Hvers vegna er Hekla ílöng en ekki keila?
Hekla er mynduð á gossprungu, eins og algengast er um eldfjöll á Íslandi, og þess vegna er fjallið ílangt. Ástæðan er skorpuhreyfingar tengdar gliðnun Norður-Atlantshafsins. Í stórgosum, eins og 1947, rifnar fjallið að endilöngu í upphafi gossins og þá gýs á 4 km langri sprungu. Hins vegar dregst virknin fljótlega...
Hvað eru til mörg eldfjöll?
Það þarf að taka tillit til ýmissa þátta þegar telja á hversu mörg eldfjöll eru í heiminum. Til að mynda þarf að ákveða hvort aðeins er átt við eldfjöll sem gosið hafa á sögulegum tíma, öll eldfjöll sem talin eru virk (það er hafa gosið á nútíma - síðustu 10.000 ár) eða öll fjöll sem hafa gosið einhvern tímann í j...
Hvernig rannsaka vísindamenn innviði eldfjalla með landmælingum?
Ein þeirra jarðfræðilegu aðferða sem beita má við rannsóknir á innviðum eldfjalla eru nákvæmar endurteknar landmælingar.[1] Ef bergkvika streymir inn í grunnstætt kvikuhólf undir eldfjalli, eða út úr því, eykst eða minnkar þrýstingur í hólfinu. Slík þrýstingsbreyting veldur færslu jarðskorpunnar kringum kvikuhólfi...
Eru einhverjar mælingar í tengslum við eldfjöll, það er hvenær líklegt er að þau gjósi næst?
Jarðvísindamenn stunda margir mælingar á eldvirkni eldfjalla. Um slíkar rannsóknir má meðal annars lesa í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Er eldvirkni á Íslandi sveiflukennd?. Þar kemur til dæmis fram að tíðni eldgosi er háð rúmmáli þeirra. Lítil gosa koma á 1-10 ára fresti en stórgos á 100-1000 ...
Hvar á jörðinni er minnst bil milli sólar og jarðar?
Stutta svarið er frekar einfalt: Í þeim punkti á yfirborði jarðar sem er beint undir sólinni á hverjum tíma. Ef maður er staddur í þessum punkti sýnist honum sólin vera í hvirfilpunkti himins (zenith á mörgum erlendum málum), með öðrum orðum í stefnu lóðlínu upp á við. Jörðin er kúla og sólin er því alltaf bei...
Af hverju eru geymar fyrir fljótandi köfnunarefni kringlóttir að lögun?
Hér mun vera átt við lögun geymslu- og flutningstanka fyrir fljótandi nitur (köfnunarefni, N2). Þessir tankar eru í meginatriðum byggðir eins og venjulegir hitabrúsar. Nitur-vökvinn er við hitann –196°C, svo að hitastigsmunur við umhverfið er um og yfir 200°C. Til að hægja á uppgufun vökvans þarf því að halda v...
Hvað eru mörg eldgos í heiminum?
Heimildum ber ekki alveg saman um hversu mörg eldfjöll gjósa eru að meðaltali á ári en algengt er að sjá tölur á bilinu 40 – 60. Á hverjum tíma er talið að það séu á bilinu 10 - 20 eldgos í heiminum. Á heimasíðu Smithsonian Institution, Global Volcanism Program er að finna ýmsar upplýsingar um eldgos. Þar má ...
Hvernig vita vísindamenn á hvaða dýpi kvika er?
Áreiðanlegustu upplýsingarnar um dýpi á kviku í jarðskorpunni fást með samtúlkun staðsetningu jarðskjálfta við nákvæmar landmælingar og líkanagerð til að túlka mælingarnar. Kvika verður til við hlutbráðnun í möttlinum. Kvikan er eðlisléttari en berg og leitar því upp í átt að yfirborði jarðar. Á Íslandi eru eld...
Af hverju fara stjörnurnar í hringi og af hverju eru þær hnöttóttar?
Ekki er alveg ljóst hvað spyrjandi á við með því að stjörnurnar fari í hringi. Ég svara þess vegna bara báðum spurningunum sem um gæti verið að ræða. Okkur sýnast fastastjörnurnar fara í hringi kringum himinpólinn sem er nálægt Pólstjörnunni. Þetta er sýndarhreyfing sem kemur til af því að við sjálf erum á hrin...
Af hverju ryðja ár sig?
Að ár ryðji sig merkir að þær bjóti af sér ísinn.[1] Ár og læki leggur iðulega í vetrarfrostum. Þegar hlýnar byrjar ísinn að bráðna, vatnið sem bundið var í ís og snjó fer af stað, áin bólgnar, brýtur upp frekari ís og ber jaka og íshröngl með sér niður farveginn. Í bók sinni Vatns er þörf [2] lýsir Sigurjón Rist ...
Af hverju eru eldfjöll á Ítalíu?
Þótt Ítalía sé ekki ýkja stórt land er þar að finna nær allar tegundir eldvirkni og eldfjalla sem þekkjast á jörðinni. Íbúum Ítalíu stafar stöðug ógn af þessum eldfjöllum, en á sama tíma njóta þeir góðs af tilvist þeirra þar sem til eldfjallanna má rekja bæði frjósaman jarðveg og mikið streymi ferðamanna. Aðge...
Hvað er átt við með leiðni í ám?
Með leiðni er hér átt við rafleiðni, það er að segja mælikvarða á það hversu vel efni leiðir rafstraum. Leiðni efnis má til dæmis finna með því að setja tvö rafskaut í efnið með tiltekinni fjarlægð, hafa tiltekna spennu milli þeirra og mæla strauminn. Leiðni vatns segir til um styrk uppleystra rafhlaðinna efna ...
Hvað þarf ég að læra til þess að verða eldfjallafræðingur?
Eins og margar vísindagreinar er eldfjallafræðin saman sett úr mörgum fögum raunvísinda sem eiga það sameiginlegt að fást við eldfjöll. Sérfræðingar sem fást við eldfjöll eru til dæmis sérhæfðir á sviði bergfræði storkubergs, setlagafræði gosösku, afmyndunar jarðskorpunnar, vökvafræði og varmafræði, jarðskjálftafr...
Hvernig má það vera að Mauna Kea gæti verið hæsta fjall í heimi?
Eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spurningunni: Hvert er stærsta eldfjall í heimi? er talsverður munur á því hvort miðað sé við hæð fjalla frá sjávarmáli eða frá fjallsrótum. Það fjall sem gnæfir hæst yfir sjávarmáli er án efa Everestfjall sem tilheyrir Himalajafjallgarðinum, en þar er einnig er að fin...
Hvers konar gos verða í Heklu?
Hekla er þekktust eldfjalla á Íslandi og megineldstöð samnefnds eldstöðvakerfis í vesturjaðri Austurgosbeltis. Eldstöðin er í mótun og án sýnilegrar öskju og jarðhitakerfis. Heklugos 1970. Gos í Heklu sjálfri hefjast sem þeytigos með gjóskufalli úr háum gosmekki. Þeim stærstu virðist ljúka án þess að hraun re...