Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 123 svör fundust

Hvað éta smokkfiskar?

Smokkfiskar (Teuthida) tilheyra flokki höfuðfætlinga (Cephalopoda) líkt og kolkrabbar (Octopoda) og nokkrir smærri hópar dýra. Um 300 smokkfiskategundir eru þekktar. Flestar eru tæplega stærri en 60 cm á lengd en sú stærsta, risasmokkfiskar (Architeuthis spp.), getur orðið allt að 13 metra löng. Smokkfiskar eru...

Nánar

Hvers konar flokkur lífvera eru jafnfætlur?

Jafnfætlur eða þanglýs (e. isopoda) eru krabbadýr líkt og marflær, rækjur og tífættir krabbar. Líkami jafnfætla er ílangur og flatvaxinn og hann skiptist í höfuð, búk og hala. Búkurinn skiptist í sjö liði og hefur sjö fótapör. Allir fæturnir eru eins, og er nafnið jafnfætla dregið af því. Á höfðinu hafa jafnfætlur...

Nánar

Af hverju er manni stundum kalt þegar maður er með hita?

Í raun verður manni ekki kalt þegar maður er kominn með hita heldur rétt áður en líkamshitinn hækkar. Í undirstúku heilans er hitastillistöð sem sér um að viðhalda líkamshita okkar við um það bil 37° C við eðlilegar kringumstæður. Við getum orðað það þannig að hitastillir okkar er stilltur á 37° C. Við getum fe...

Nánar

Af hverju breytast vöðvar í fitu eftir að þjálfun er hætt?

Það er ekki rétt að vöðvarnir breytist í fitu í bókstaflegri merkingu. Rétt er að líta á þetta sem tvö aðskilin ferli sem vissulega geta gerst samtímis að einhverju leyti, til dæmis þegar þjálfun er hætt. Bæði ferlin má þó sennilega tengja orkubúskap líkamans. Í fyrsta lagi hafa vöðvar tilhneigingu til að rýrna...

Nánar

Getur kynlíf fyrir kynþroska leitt til ófrjósemi?

Hér er spurning um hvaða merking er lögð í hugtakið kynlíf. Það hefur í raun ákaflega víða merkingu og er hið kynferðislega nána samband tveggja einstaklinga. Kynmökin eru aðeins hluti þess (Forliti, Kapp, Naughton og Young, 1986). Ef átt er við kynlíf almennt þá leiðir það ekki til ófrjósemi. Að verða hrifinn...

Nánar

Hvernig slær rafmagn út og af hvaða ástæðu?

Talað er um að raflína/rafkerfi slái út þegar svokallað var eða öryggi á lögninni opnast svo straumrásin rofnar. Varið/öryggið getur verið grannur þráður sem bráðnar við straumálag yfir mörkum eða fjaðurspenntur rofi sem opnast við of mikið álag. Frágangi rafkerfa í íbúðarhúsum er þannig háttað að inn í tengitö...

Nánar

Hvað gerði Kobbi kviðrista (Jack the Ripper)?

Kobbi kviðrista, eða Jack the Ripper, er einn þekktasti raðmorðingi allra tíma. Frá 7. ágúst til 10. nóvember árið 1888 myrti Kobbi að minnsta kosti fimm manns, allt vændiskonur. Raunar er nafn hans aðeins uppspuni. Enginn veit hvað hann hét í raun, því morðmálið var aldrei upplýst. Kobbi kviðrista framdi öll...

Nánar

Hvar er Adolf Hitler grafinn?

Adolf Hitler, leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, féll fyrir eigin hendi í Berlín þann 30. apríl 1945 eins og lesa má í svari við spurningunni Hvenær dó Hitler? Ástkona hans til margra ára, Eva Braun (sem varð reyndar Eva Hitler aðeins nokkrum klukkustundum áður þegar þau gengu í hjónaband) fyl...

Nánar

Hvaðan kemur töfraformúlan hókus-pókus?

Töfraformúlan hókus-pókus er þekkt víða um heim í ýmsum myndum og hefur lengi þótt ómissandi hvar sem sjónhverfingar og töfrabrögð eru höfð í frammi. Töframaðurinn mælir þá þessi orð um leið og hann lætur eitthvað hverfa eða breytir einum hlut í annan. Stundum er látið nægja að segja „hókus-pókus“ en oft er einhve...

Nánar

Af hverju fær fólk mjólkurofnæmi (óþol)?

Rétt er að byrja á því að benda á að mjólkurofnæmi og mjólkuróþol er ekki sami hluturinn. Mjólkurofnæmi er þegar um staðfest ofnæmi gegn mjólk er að ræða. Þeir sem hafa mjólkurofnæmi gætu sumir verið í lífshættu við það að fá mjólk. Mjólkuróþol er hins vegar samheiti fyrir nokkra þætti eins og mjólkursykuróþol, m...

Nánar

Geta karlar orðið óléttir og geta konur framleitt sæðisfrumur?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Af hverju getur karlinn ekki átt barnið? Væri hægt að setja sæði í konuna og eggið í karlinn? (Sólrún Agla) Af hverju fæða strákar ekki börn? (Guðni Oddsson) Geta karlmenn verið óléttir? Það er, geta þeir gengið með börn alveg eins og konur? (Guðni Leifur) Geta karlar orð...

Nánar

Hvers vegna hafna konur kynlífi tímabundið fyrir eða eftir blæðingar?

Upplýsingar um kynlífshegðun fólks gefa okkur ekki tilefni til að ætla að konur hafni almennt kynlífi fyrir eða eftir blæðingar. Konur eru með mismunandi þrár og langanir til kynlífs sem tengjast margvíslegum þáttum sem reynt verður að minnast á í þessu svari en fyrst mun ég fjalla um blæðingar og viðhorf til þeir...

Nánar

Ef maður borðar hálft kíló af mat, þyngist maður þá um hálft kíló?

Nei, það gerir maður ekki. Í mat eru alls kyns efni sem við nýtum á mismunandi hátt án þess að þau auki endilega við líkamsþyngd okkar. Í öllum mat er vatn sem er okkur lífsnauðsynlegt. Það er sogað upp úr ristlinum út í blóðið að máltíð og meltingu lokinni. Við nýtum vatn sem hráefni í að búa til önnur efni fy...

Nánar

Fleiri niðurstöður