Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3105 svör fundust

Hvaða rannsóknir hefur Ragnhildur Helgadóttir stundað?

Ragnhildur Helgadóttir er prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hennar sérsvið eru þrjú: samanburðarstjórnskipunarréttur, réttarsaga og stjórnskipunarréttur - en aðalefni hans eru hlutverk og samspil æðstu handhafa ríkisvaldsins (til dæmis forseta og Alþingis) og mannréttindi. Þá hefur hún einnig unnið me...

Nánar

Hvað er best að borða fyrir keppnishlaup?

Þeir sem hafa reynslu af hlaupum og undirbúningi fyrir keppnishlaup vita oftast hvað hentar best rétt fyrir hlaupið. Þeir hafa lært af öðrum og af eigin reynslu í gegnum tíðina. Öðru máli gegnir um þá sem teljast til byrjenda. Nauðsynlegt er að vakna tímanlega fyrir keppni og í raun fyrir alla áreynslu. Mismuna...

Nánar

Hvað er beindrep?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er beindrep? og hverjar eru helstu orsakir? Hvaða afleiðingar hefur beindrep og er einhver lækning til? Bein eru alls ekki dauð, hörð fyrirbæri heldur lifandi og sístarfandi líffæri eins og sést best á því hversu hratt beinbrot gróa. Í heilbrigðum beinum er nýr beinvefur s...

Nánar

Hver var Galíleó Galíleí?

Galíleó Galíleí var einn af frægustu raunvísindamönnum nýaldar. Hann gerði margar uppgötvanir í eðlis- og stjörnufræði og barðist fyrir skoðunum sínum á heimsmynd og aðferðum vísinda. Hann fæddist 15. febrúar 1564 í borginni Písa í Toskana-héraði þar sem nú er Mið-Ítalía. Faðir hans, Vincenzíó Galíleí var tónli...

Nánar

Um hvað fjallar Gaiakenningin?

James Lovelock. Gaiakenningin fjallar um Jörðina sem órofa, lifandi heild. Nánar tiltekið segir kenningin að lífið á Jörðinni sé ekki til komið af tilviljun einni (háðri heppilegri staðsetningu hnattarins í sólkerfinu) heldur stuðli lífmassinn allur að því, með virkum hætti, að hin heppilegu skilyrði til lífs á...

Nánar

Hvað er blogg og hvaðan er það upprunnið?

Blogg er í stuttu máli dagbókarform á netinu. Á ensku er hugtakið 'blog' stytting á orðinu 'weblog' en 'log' er nokkurs konar dagbók eða kerfisbundin skráning. Í flugi er til að mynda haldin svokölluð 'leiðarflugbók' eða 'flugdagbók', en á ensku nefnist hún 'flight log' eða 'journey logbook'. Bloggið rekur ræt...

Nánar

Hvers vegna verðum við svöng?

Svengd er tilfinning sem við finnum þegar okkur vantar fæðu. Hún stjórnast af svengdarstöð í undirstúku heilans. Tilraunir hafa sýnt að ef svengdarstöð dýrs er áreitt, til dæmis með rafertingu, étur það með góðri lyst, jafnvel þótt það sé nýbúið að innbyrða fæðu. Einnig er í undirstúkunni svonefnd seddustöð eða...

Nánar

Hver voru Bellerófon og Kímera?

Bellerófon var barnabarn Sísyfosar konungs í Korintuborg sem er kunnastur fyrir að hafa hlotið þann dóm í undirheimum að velta upp á hæð þungum steini sem rann alltaf niður áður en upp á brúnina var komið. Bellerófon hét áður Hipponous en hlaut nafnið Bellerófontes eftir að hafa vegið skrímslið Bellerus. Síðar var...

Nánar

Nær Grænland virkilega lengra til austurs en Ísland?

Þegar við skoðum landakort sem sýna stór svæði, jafnvel heiminn allan, þá virðist Ísland oft ná lengra í austur en Grænland. Það kann því að koma einhverjum á óvart að samkvæmt hnitum fyrir nyrstu, syðstu, austustu og vestustu hluta landanna tveggja nær Grænland lengra í allar áttir. GrænlandÍsland NyrstiKap ...

Nánar

Út á hvað gengur 1. maí?

Á vefsetri ASÍ (Alþýðusambands Íslands) er sagt frá því að á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 var samþykkt tillaga frá Frökkum um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks. Frakkar lögðu til að verkafólk notaði daginn til fjöldafunda til að fylgja eftir kröfum um 8 stunda vinnudag og ...

Nánar

Er hægt að skilja sinn eigin heila?

Það er ekkert erfiðara að skilja sinn eigin heila en aðra heila, og það er ekkert erfiðara að skilja heila en aðra flókna hluti. En það er svo önnur spurning hvort maður er miklu nær um sjálfan sig þótt maður skilji sinn eigin heila. Heilinn er líffæri og gerð hans og starfsemi má lýsa nákvæmlega á máli lífeðli...

Nánar

Af hverju eru loftsteinar verðmætir?

Svipuð lögmál gilda um loftsteina og aðra hluti sem fólk girnist. Ef ekki er til nóg til að fullnægja óskum allra þá ganga þeir kaupum og sölu við einhverju verði. Ef framboð er mjög lítið en eftirspurn mikil getur verðið orðið hátt. Loftsteinar hafa lítið sem ekkert notagildi en það skapar þeim ekki veru...

Nánar

Fleiri niðurstöður