Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 44 svör fundust

Af hverju kemur blóð þegar við dettum?

Til þess að það komi blóð þegar við dettum, rekum okkur í eða meiðum okkur á annan hátt þarf húðin að skerast í sundur. Í húðinni og mjúku vefjunum undir henni eru æðar og ef þær skerast í sundur og „gat“ er á húðinni berst blóð úr þeim út á yfirborð líkamans. Þá er sagt að það blæði. Ef litlar bláæðar og háræðar ...

Nánar

Hvaða áhrif hefur hnattræn hlýnun á lífríki sjávar?

Hnattræn hlýnun er sú hækkun á meðalhitastigi sem mæld hefur verið á jörðinni síðan mælingar hófust. Frá iðnvæðingunni sem hófst um 1750 hefur magn gróðurhúsalofttegunda (koltvíildis, einnig nefnt koltvísýringur og koldíoxíð, metans, ósons, kolflúorkolefna) aukist gríðarlega í andrúmsloftinu. Sameindir þeirra drek...

Nánar

Hvað er ATP?

ATP er skammstöfun fyrir adenosine triphosphate eða adenósín þrífosfat á íslensku. Þetta er lífrænt efnasamband sem finnst í öllum frumum. ATP geymir í sér mikla orku og er gjarnan kallað orkuefni líkamans. Eins og nafnið bendir til eru þrír fosfathópar í hverri sameind af ATP. Efnatengin milli fosfathópanna...

Nánar

Hvað er lífhimnubólga og er hún lífshættuleg?

Lífhimnubólga (e. peritonitis) er bólga í lífhimnunni, það er þunna vefnum sem þekur vegg kviðarholsins að innan og umlykur þannig öll líffæri í kviðnum. Ef sýking kemst í himnuna er allt kviðarholið í hættu, þar með talin öll innri líffærin. Til eru tvær gerðir lífhimnubólgu. Fyrsta stigs lífhimnubólga er þeg...

Nánar

Hvað er mikill straumur í einni eldingu?

Spyrjandi spurði einnig hvernig eldingar myndast en um það hefur verið fjallað á Vísindavefnum í svari Haraldar Ólafssonar og Þórðar Arasonar við spurningunni Hvernig myndast þrumur og eldingar? Spennan sem myndast milli tveggja skýja eða milli skýja og jarðar í þrumuveðri getur numið milljónum volta. Loftið v...

Nánar

Af hverju stökkbreytist erfðaefni í náttúrunni eftir geislavirkni?

Með geislavirkni er oftast átt við jónandi geislun sem kemur frá geislavirkum efnum. Jónandi geislun getur verið rafsegulgeislun (eins og gammageislun og röntgengeislun) eða agnageislun. Agnageislun veldur yfirleitt meiri usla þar sem hún fer um vegna þess að þar er massi á ferðinni, sem að auki hefur hleðslu. Alf...

Nánar

Hvað er til ráða ef allt fjarskiptasamband Íslands um sæstrengi rofnar?

Ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis er eina fjarskiptavaraleiðin til útlanda um gervihnetti. Gervihnettir gegndu hlutverki varaleiðar fyrir landið til ársins 2004 en voru þá orðnir of afkastalitlir og nýr sæstrengur FARICE-1 tók við með Cantat-3. Afköst gervihnatta hafa aukist eitthv...

Nánar

Hvað eru kólfsveppir og hvernig er lífsferill þeirra?

Kólfsveppir (Basidiomycota) eru ein fjögurra fylkinga sveppa sem tilheyra svepparíkinu (Fungi). Hinar fylkingarnar eru kytrusveppir (Chytridiomycota), oksveppir (Zygomycota) og asksveppir (Ascomycota). Að auki eru vankynssveppir (anamorphic eða mitosporic fungi) en þeir mynda gró með venjulegri skiptingu en ekki ...

Nánar

Af hverju mega hvorki loftbólur komast í æðar né vatn í lungun?

Þegar loft kemst í blóðið og fer á flakk með blóðrásinni kallast það blóðrek lofts (e. air embolism). Komist loft í blóðrásina, til dæmis við skurðaðgerðir eða slys, getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar. Dæmi um slys af þessu tagi er ef lungnavefurinn rofnar, til dæmis vegna áverka eftir hnífsstungu eða ...

Nánar

Hvað er gyllinæð og hvernig er hægt að losna við hana?

Gyllinæð (e. hemorrhoids) er þrútin bláæð (æðahnútur) í endaþarmi eða endaþarmsopi og finnst sem þykkildi. Bæði er til innri og ytri gyllinæð. Innri gyllinæð er inni í endaþarminum undir þekju endaþarmsopsins. Ef hún rifnar blæðir úr endaþarmsopinu en slíkt gerist iðulega við hægðir. Ytri gyllinæð er í húðinni nál...

Nánar

Eru til einhver ráð við óeðlilega mikilli svitamyndun?

Að svitna er eðlilegt og nauðsynlegt og tekur mikilvægan þátt í að stjórna líkamshitanum og halda honum stöðugum. Fólk svitnar mismikið en um einn af hverjum 100 einstaklingum svitnar óeðlilega mikið, þannig að það veldur viðkomandi óþægindum. Þessi mikla svitamyndun getur verið takmörkuð við viss svæði, eins og l...

Nánar

Hvað er mænuskaði?

Mænuskaði er skilgreindur sem skaði á mænu eða mænutaugum. Hann leiðir oft til varanlegra breytinga í styrk, skynjun og annarri líkamsstarfsemi fyrir neðan svæðið sem varð fyrir skaðanum. Mænuskaði er oftast afleiðing af höggi eða áverka sem brýtur eða færir hryggjarliði úr stað. Í fæstum tilvikum rofnar mæna...

Nánar

Af hverju frýs sjórinn ekki?

Það er eðlilegt að svo sé spurt því að það gerist ekki á hverjum degi um þessar mundir að sjórinn frjósi hér hjá okkur. En sannleikurinn er samt sá að sjórinn getur frosið og gerir það ef nógu kalt er í nógu langan tíma. Þetta gerist til dæmis á hverju ári í Norður-Íshafinu fyrir norðan Ísland og annars staðar, og...

Nánar

Hvers vegna er ekki hægt að segja að tvíburinn í tvíburaþversögninni sem heima situr fari í ferðalag? Hver er munurinn?

Tvíburaþversögnin er afleiðing af takmörkuðu afstæðiskenningunni. Áður hefur verið skrifað um afstæðiskenninguna hér á Vísindavefnum, til dæmis í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig „verkar“ afstæðiskenning Einsteins? Hvernig getur hún útskýrt betur hvað er að gerast í alheiminum? og í svari Þó...

Nánar

Af hverju þurfa mæður alltaf að vera svona forvitnar og tilætlunarsamar?

Auðvelt væri að svara þessari spurningu út frá almennu viðhorfi og ef til vill fordómum um „eðli kynjanna” sem svo oft er vísað til í daglegu lífi. Kunnara er en frá þurfi að segja að konur eru til dæmis almennt álitnar forvitnari - í merkingunni rýnandi eða hnýsinn - en karlar. Þær eru álitnar málglaðari, skrafhr...

Nánar

Fleiri niðurstöður