Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1286 svör fundust
Hver er eðlismassi lofts?
Hér er einnig svarað spurningunni: Er eðlismassi andrúmsloftsins minni eða meiri en 1 g/cm3? Eðlismassi er skilgreindur sem massi á rúmmálseiningu, eining alþjóða einingakerfisins (SI) er kg m-3, (kíló í rúmmetra) en oft má einnig sjá eininguna g cm-3 (grömm í rúmsentímetra) sem er sama og kg/l (kílógramm í lít...
Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxunarefna er í líkama manns?
Andoxunarefnin sem skanni þessi á að geta mælt eru svokölluð karótenóíð. Karótenóíð er flokkur plöntulitarefna sem finnast meðal annars í grænmeti og ávöxtum. Þau algengustu nefnast beta-karótín, lútín og lýkópen. Margar faraldsfræðilegar rannsóknir benda til nokkurs heilsufarslegs ávinnings af neyslu grænmetis og...
Hver var Eiríkur sá sem gaf Eiríksjökli nafnið sitt?
Fyrst skal tekið fram að ekki er víst að Eiríkur sá hafi sjálfur gefið jöklinum nafn heldur er líklegra að einhverjir aðrir hafi kennt jökulinn við hann. Elsta heimild um nafnið er frá því um 1700. Árni Magnússon skrifar: “Þetta Eiríksjökulsnafn er rangt, óefað gjört af rangri eftirtekt Sunnlendinga, eftir Ei...
Hver var Avogadro og hvert var hans framlag til vísindanna?
Avogadro var ítalskur raunvísindamaður sem átti mikinn þátt í að þróa hugmyndir manna um frumeindir og sameindir á 19. öld. Eftir hann liggur meðal annars lögmál Avogadros og tala Avogadros (e. Avogadro’s number eða Avogadro’s constant, um það bil 6,022×1023), sem tilgreinir fjölda einda í einu móli, er kennd við ...
Hvernig lítur stjörnumerkið Fiskarnir út?
Fiskamerkið er líklega tákn um þá mynd sem Heros og Afródíta tóku á sig til að reyna að forðast óvelkomna eftirtekt frá skrímslinu Týfún. Allar stjörnur merkisins eru mjög daufar og merkið því ógreinilegt. Sé hins vegar farið út fyrir borgarljósin er auðvelt að finna útlínur merkisins, sem eru fyrir neðan Andrómed...
Hvað er þjóðkirkja?
Hugtakið þjóðkirkja hefur margháttuð merkingarsvið.[1] Fyrst ber að nefna að orðið er hægt að nota um kirkju sem starfað hefur meðal einhverrar þjóðar um langt skeið, sett mark sitt á gildismat hennar og menningu en jafnframt mótast af hugsanagangi viðkomandi þjóðar. Þjóðin og kirkja hennar hefur þar með eignast ...
Hver er helsti munurinn á lífrænum og ólífrænum efnum?
Lífræn efni eru einfaldlega allar þær sameindir sem innihalda kolefnisatóm (C) tengd vetnisatómum (H), það er innihalda C-H tengi. [1] Annað megineinkenni stærri lífrænna sameinda er að þær samanstanda af tengjum milli C-atóma,[2] sem ýmist geta verið eitt (C-C), tvö (C=C) eða þrjú (C≡C) auk C-H tengja. Alls...
Finnast lífræn efnasambönd annars staðar en á jörðinni?
Upprunalegu spurningarnar voru þessar: Finnast lífræn efnasambönd annars staðar en á jörðinni? Ef svo er, hver er þá uppruni þeirra? Stutta svarið við fyrri spurningunni er einfaldlega já. Nánari skýringar og svör við báðum spurningunum fylgja hér á eftir. Enn frekari skýringar er að finna í meðfylgjandi heimi...
Hvað þarf listi mikið fylgi til að hljóta sæti í alþingiskosningum?
Þessi spurning er efnislega seinni hluti lengri spurningar sem hljóðaði svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Gagnlegt er fyrir lesandann að kynna sér fyrst svar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? Eins og í þ...
Nafnið Indriði er með þremur i-um, er það eina íslenska karlmannsnafnið með þremur i-um?
Indriði er eina nafnið sem mér er kunnugt um sem ritað er nú með þremur i-um. Önnur þríkvæð nöfn með sama sérhljóði finnast í nafnaforðanum, eins og til dæmis Aðalbrandur með þremur a-um, en þau eru fremur fá. Nafnið Indriði þekkist þegar í fornu máli ritað Eindriði eða Eindriðr. Í formála Snorra-Eddu er sonars...
Hvernig er farið að því að greina lungnakrabbamein?
Þegar grunur vaknar um lungnakrabbamein eru gerðar ýmsar rannsóknir til að staðfesta greininguna, en jafnframt til að meta útbreiðslu meinsins og almennt ástand sjúklingsins. Reynt er að velja þær rannsóknir sem veita mestar upplýsingar en hafa sem minnsta áhættu fyrir sjúklinginn.[1] Mynd 1: Röntgenmynd af lun...
Hvaða meginflokki hryggleysingja tilheyra maríubjöllur og hvernig eru þær flokkaðar?
Maríubjöllur (Coccinella spp.) eru afar fallegar bjöllur og áberandi skordýr sem vekja jafnan eftirtekt þar sem þær finnast, meðal annars á Íslandi. Þetta eru smáar bjöllur frá 0,8 til 1,8 mm á stærð. Sjöbletta maríubjalla (Coccinella septempunctata), algengasta maríubjallan í Evrópu. Maríubjöllur eru flokka...
Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu? Eins og til dæmis í lúpínu, blágresi og ef til vill líka í bláberjum. Litir plantna ráðast af samspili efnasambanda og þeim bylgjulengdum ljóss sem þau draga í sig eða endurvarpa. Hópur efna sem kallast antósíanín (anthocyanin) hefur m...
Hvað merkir Ging gang gúllí gúllí sem skátar syngja oft?
Spurningin hljóðaði upprunalega svona: Hvað merkir Gingan gúllígúllí, gúllígúllí vass vass?!? Söngurinn „Ging gang gúllí gúllí“ er ekki á raunverulegu tungumáli og merkir ekki neitt. Hann hefur lengi verið vinsæll í skátahreyfingunni, bæði hérlendis og erlendis, og fram hefur komið kenning um það að stofnandi ...
Hvaða rannsóknir hefur Sigrún Júlíusdóttir stundað?
Sigrún Júlíusdóttir er prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Rannsóknasviðið er tvískipt: (a) fjölskyldurannsóknir um kynslóðasamskipti, skilnaðarmál, uppeldisaðstæður barna; (b) hugmyndasaga félagsráðgjafar, rannsókna- og fagþróun, teymisvinna, handleiðslufræði og kerfasamstarf. Í fjölsky...