Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 25 svör fundust
Hversu miklu eyðir dæmigerður Íslendingur á mánuði?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu miklum pening eyðir persóna á mánuði að meðaltali? Þá fyrir mat, reikninga, föt o.s.frv Breytist það með aldri? Hagstofa Íslands heldur utan um ýmislegt talnaefni, meðal annars tölur um neysluútgjöld Íslendinga. Því miður er eitthvað síðan tölurnar undir þessum lið voru upp...
Hvað búa margir á Íslandi núna og hvað verða það margir eftir fimm ár?
Orðið núna í spurningunni gerir það að verkum að svarið er síbreytilegt. Sá fjöldi sem býr á Íslandi þegar þetta svar er skrifað, í júlí árið 2013, verður eflaust ekki sá sami og þegar svarið er lesið árið 2015 eða 2018. Í stað þess að gefa hér upp ákveðna tölu um fjölda þeirra sem búa á Íslandi, tölu sem verður ú...
Hvað eru margir kosningabærir Íslendingar í dag?
Allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og eiga lögheimili hér á landi eiga rétt á að kjósa í kosningum til Alþingis og í forsetakosningum. Íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa til útlanda halda þessum rétti í átta ár frá því að þeir flytja lögheimili af landinu og lengur ef sótt er um ...
Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og segir í bók Hallgríms Helgasonar?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Kæri viðtakandi. Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og getið er um í bók Hallgríms Helgasonar Sextíu kíló af sólskini. Fyrir fram þökk. Talan 78.470 kemur víða fyrir yfir íbúafjölda á Íslandi þann 1. desember 1901, til að mynda í þessari skýrslu um hagtölur landb...
Hvar finn ég upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga?
Vísindavefurinn fær stundum spurningar um hversu margir Íslendingar tilheyra tilteknum aldurshópi, til dæmis:Hvað búa margir 12 ára og eldri á Íslandi í dag? Hvað eru margir Íslendingar 67 ára og eldri og hvað eru margir 70 ára og eldri? Getið þið sýnt fjölda Íslendinga í árgöngum 1936 til 1942? Upplýsingar a...
Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi? Heildartala allra Íslendinga. Takk. Í svari við spurningunni Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? áætlar Gísli Gunnarsson að um 1.300.000 einstaklingar hafi fæðst á Íslandi frá landná...
Hvað er lekandi og hvernig er hægt að lækna hann?
Lekandi er kynsjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Neisseria gonorroheae. Bakterían getur sest að í kynfærum, þvagrás, endaþarmi eða hálsi. Hægt er að smitast af lekanda við samfarir, endaþarmsmök og munnmök. Þeir sem smitast af lekanda verða yfirleitt varir við breytingu á lit og lykt á útferð úr leggöngum eð...
Hvað reykja margir á Íslandi?
Um langt skeið hafa verið framkvæmdar kannanir til þess að fylgjast með reykingum Íslendinga, og hafa þær verið þrjár til fjórar á ári. Fyrst var það Tóbaksvarnarráð sem stóð fyrir þessum könnunum, þá Lýðheilsustöð og nú Embætti landlæknis. Í könnununum er spurt hversu margir reykja daglega, hversu margir reykja s...
Hvað gerist þegar ríkisábyrgð kemur til framkvæmda?
Þegar ríkissjóður veitir þriðja aðila ábyrgð, til dæmis vegna lántöku, þá getur komið til þess að ríkissjóður verður að standa við ábyrgðina og til dæmis greiða upp lán sem annar en ríkið hefur tekið. Ríkið getur ekki skotið sér undan því, ekkert frekar en til dæmis maður sem gerist ábyrgðarmaður fyrir láni til vi...
Hve margir á Íslandi hafa útskrifast sem stúdent 18 ára og yngri?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hve margir á Íslandi hafa útskrifast sem stúdent 18 ára og yngri? Miðað við þetta líðandi ár (2016). Hagstofa Íslands birtir ýmislegt talnaefni um þjóðfélagið. Meðal annars má þar finna upplýsingar um framhaldsskóla landsins og nemendur þeirra. Menntaskólinn í Reykjavík...
Hver er algengasti fæðingarmánuður Íslendinga?
Upphaflega hljómaði spurningin svona: Hver er vinsælasti mánuðurinn til að fæðast í? Upphaflegu spurninguna er hægt að túlka á tvo vegu; annars vegar í hvaða mánuði sé eftirsóttast að fæðast og hins vegar í hvaða mánuði sé algengast að fæðast. Ekki verður lagt mat á fyrri túlkunina hér en síðari túlkuninni v...
Hversu margir deyja á Íslandi á dag?
Á vef Hagstofu Íslands má finna ýmislegt talnaefni, meðal annars upplýsingar um það hversu margir fæðast og deyja á Íslandi á ári hverju. Hægt er greina upplýsingarnar á ýmsan hátt, til dæmis eftir aldri, kyni, sveitarfélögum og dánarorsök. Ef litið er á 25 ára tímabil, frá 1993 til 2017, sést að dauðsföllum f...
Hvar er hægt að finna upplýsingar um fjölda íbúa í sveitarfélögum eða byggðarkjörnum á Íslandi?
Vísindavefnum berast við og við spurningar um hversu margir íbúar séu í tilteknu sveitarfélagi eða þéttbýliskjarna. Hér verður farið yfir hvar hægt er að nálgast slíkar upplýsingar auk þess sem eftirfarandi spurningum er svarað:Hvað búa margir í Grundarfirði?Hvort er stærra og fjölmennara bæjarfélag, Akureyri eða ...
Hvað er Stór-Reykjavíkursvæðið stórt sem hlutfall af öllu landinu?
Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga teljast sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Seltjarnarnes, Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Mosfellsbær og Kjósarhreppur til höfuðborgarsvæðisins. Í þessu svari er gengið út frá því að sömu sveitarfélög myndi hið svokallaða Stór-Reykjavíkursvæði. Samkvæmt upplý...
Hvað búa margir unglingar á Íslandi?
Hjá Hagstofu Íslands má finna ýmislegt talnaefni, meðal annars aldursdreifingu þeirra sem búa á Íslandi. En áður en við getum svarað spurningunni verðum við að skilgreina hvaða ár teljast til unglingsára. Á Snöru má finna eftirfarandi skilgreiningu á orðinu unglingur: ungur maður á aldrinum frá um 13 til 17-18...