Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 203 svör fundust

Er til hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri?

Spurningin öll hljóðaði svona: Er til íslensk hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri? Sennilega hefur fátt jafn mikil áhrif á líf manneskjunnar og hversdagsleika hennar en veður og loftslag. Má þar nefna búsetu fólks, aðbúnað, lundarfar og menningu. Allt þetta má síðan draga saman og skoða betur í þv...

Nánar

Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hversu margir búa í Afríku? eru upplýsingar um íbúafjölda í Afríku (og annars staðar í heiminum) nokkuð breytilegar eftir því hvaða heimild er skoðuð. Í svarinu hér á eftir er stuðst við upplýsingar fyrir árið 2000 af heimasíðu Sameinuðu þjóðanna. Til þe...

Nánar

Hvað er steppa?

Þurrlendi jarðar er skipt í svæði eftir því hvaða gróður er þar mest áberandi. Svæðin kallast gróðurbelti. Steppa sem einnig kallast gresja er eitt af gróðurbeltum jarðar. Gresjur eru mjög stór, tiltölulega flatlend svæði, slétta, þar sem gras er ríkjandi gróður en nær engin tré. Í Rússlandi og ríkjum Mið-Asíu...

Nánar

Hvað er hagvöxtur?

Eitt af einkennum efnahagslífs flestra ríkja undanfarna áratugi er að framleiðslugetan hefur vaxið frá ári til árs og þá um leið þjóðarframleiðslan. Með þjóðarframleiðslu er átt við heildarverðmæti allrar vöru og þjónustu sem þjóð framleiðir á einu ári. Ástæður vaxandi þjóðarframleiðslu eru margar, tækniframfarir ...

Nánar

Er það satt að maður fái straum úr álum?

Það er algengur misskilningur að sumir álar geti gefið frá sér straum. Tegundin hrökkáll (Electrophorus electricus) sem er ein kunnasta fisktegundin sem gefur raflost er ekki áll í flokkunarfræðilegum skilningi, þrátt fyrir íslenska nafnið, heldur tilheyrir hún ættbálknum siluriformes. Hins vegar tilheyra álar öð...

Nánar

Hvað eru mörg gróðurbelti á jörðinni?

Gróður jarðar er ótrúlega fjölbreyttur þar sem hver tegund á sér sínar kjöraðstæður. Aðstæðurnar ráðast af þáttum eins og veðurfari (úrkomu, hitastigi og birtu), jarðvegi og hæð yfir sjó. Plöntur sem þrífast við sömu umhverfisskilyrði mynda gróðursamfélög en víðáttumikil gróðursamfélög kallast gróðurbelti. Það...

Nánar

Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði? - Myndband

Siðferði er fólgið í þeim reglum (í víðum skilningi orðsins) er varða lifnaðarhætti okkar, breytni og samskipti við annað fólk, dýr og jafnvel umhverfið líka – með öðrum orðum þeim kröfum sem gerðar eru til okkar um hegðun og breytni – einkum að svo miklu leyti sem þessu verður lýst sem góðu eða slæmu, réttu eða r...

Nánar

Ef sólin væri græn, væri þá grasið gult?

Stutta svarið er nei. Í venjulegri dagsbirtu er grasið grænt, því það speglar græna hluta sólarljóssins, en drekkur í sig orku úr rauða hlutanum og þeim bláa. Grasið nýtir bláa og rauða ljósið til ljóstillífunar, en sólundar því græna til að gera umhverfið áhugaverðara fyrir menn og skepnur. Ef sólarljósið snö...

Nánar

Hvernig varð Ísland til?

Ísland hefur hlaðist upp við síendurtekin eldgos á nokkrum tugmilljónum ára. Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. Þannig er heitur reitur líka undir Hawaii-eyjum svo dæmi sé tekið. Ísland byrjaði að myndast fyr...

Nánar

Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?

Í lengri gerð spurningarinnar velti spyrjandinn því meðal annars fyrir sér hvort orðið umhverfisvænn merkti að umhverfið batnaði ef notaður væri umhverfisvænn klósettpappír, umhverfisvænir bílar og svo framvegis. Stundum væri jafnvel talað um umhverfisvænar borgir og umhverfisvæn álver en hvernig gæti til dæmis bo...

Nánar

Ef varmi/hiti leitar upp, leitar kuldi þá eitthvað?

Eins og fram kemur í svari ÞV við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? þá er kuldi eiginlega ekki sjálfstæður eiginleiki, heldur eingöngu skortur á hita. Því má líka segja að kuldi leiti í öfuga stefnu við hita. En eins og fram kemur hér á eftir er það ekki nákvæmlega rétt ...

Nánar

Hvað eru amöbur?

Amöbur eru hópur innan ríkis frumdýra (protozoa) og tilheyrir fylkingu slímdýra (rhizopoda). Kunnasta tegund þessa hóps er Amoeba proteus sem er algeng í rotnandi gróðurleifum í tjörnum og votlendi. Amöbur eru meðal stærstu einfrumunga sem þekktir eru og geta stærstu einstaklingarnir orðið á stærð við títupr...

Nánar

Hvernig verður ryk til?

Rykagnir í andrúmslofti eiga sér ólíkan uppruna, til dæmis jarðvegsagnir sem vindurinn feykir upp, efni sem koma upp í eldgosum eða mengun frá iðnaði. Fleiri þættir leggja til ryk í andrúmsloftið og þar með það ryk sem við sjáum inni hjá okkur. Má þar nefna umhverfið í kringum hús, til dæmis hvort mikið er af san...

Nánar

Fleiri niðurstöður