Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 131 svör fundust

Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni?

Upphaf skipulegrar náttúruverndar má rekja til stofnunar Yellowstone-þjóðgarðsins í Bandaríkjunum árið 1872. Aðdragandinn að stofnun hans er afar forvitnilegur, ekki síst vegna þess að þá kom hugmyndin um þjóðgarð í raun fyrst fram. Yellowstone fyrsti þjóðgarður heims Bandaríski jarðfræðingurinn Ferdinand V. ...

Nánar

Hvers konar fiskar eru bláfiskar?

Bláfiskar (Coelacanth) eru hópur holdugga, skyldir lungnafiskum og öðrum fiskum sem taldir eru hafa dáið út á devon-tímabili (416-359,2 milljón ár) jarðsögunnar. Áður en lifandi eintak fannst í Indlandshafi nærri ströndum Suður-Afríku árið 1938 töldu náttúrufræðingar að bláfiskurinn hefði dáið út seint á krítartím...

Nánar

Hvaða lög og reglur gilda um sjávarfallavirkjanir hjá Evrópusambandinu?

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarsviði orkumála hjá framkvæmdastjórninni hafa engar sérstakar reglur verið settar um sjávarfallavirkjanir í Evrópusambandinu. Sjávarfallaorka fellur þó undir skilgreiningu á endurnýjanlegum orkulindum samkvæmt tilskipun um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkulindum (nr. ...

Nánar

Hver var Unnsteinn Stefánsson og hvert var hans framlag til haffræðinnar?

Unnsteinn Stefánsson var frumkvöðull á vettvangi íslenskra hafrannsókna og um leið einn þeirra sem mótuðu vísindastörf þessarar smáþjóðar á vegi hennar til tæknivædds nútíma. Unnsteinn fæddist 10. nóvember 1922 í Sómastaðagerði við Reyðarfjörð. Hann tók stúdentspróf frá MR 1942 og hélt svo til efnafræðináms v...

Nánar

Hvaða áhrif hafa loftlagsbreytingar á sjávarlíf?

Þær veðurfarsbreytingar sem eiga sér nú stað vegna uppsöfnunar á gróðurhúsalofttegundum, aðallega koltvíildis (CO2), í lofthjúpi jarðar og í hafinu, sem gleypir mikið af koltvíildi, hafa margvísleg áhrif á vistkerfi hafsins. Vegna losunar gróðurhúsalofttegunda við brennslu og aðra athafnir mannkyns hefur hitastig ...

Nánar

Hvernig er dýralíf á Suðurskautslandinu?

Hvergi á jörðinni er jafn illskeytt veðrátta og á Suðurskautslandinu. Dýralíf á þessum slóðum er því afar fábrotið í samanburði við önnur meginlönd. Suðurskautslandið liggur nær allt sunnan við syðri heimskautsbaug þar sem frostið yfir veturinn getur farið allt niður í -80°C og vindhraðinn getur orðið allt að 300 ...

Nánar

Jane Goodall skrifar fyrir Vísindavef HÍ

Dr. Jane Goodall er ein merkasta vísindakona heims. Hún hefur helgað líf sitt náttúru- og dýravernd og er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á simpönsum. Jane heldur opinn fyrirlestur í Háskólabíói miðvikudaginn 15. júní kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Í tilefni af heimsókninni bað...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um mengun hafsins og afleiðingar hennar?

Mengunarefni geta borist til sjávar frá landi á fjóra vegu: Með lofti, frárennsli, vegna skipa eða sem úrgangsefni sem varpað er í sjóinn. Áætlað er að sú mengun sem fer í hafið á heimsvísu skiptist í þessa fjóra flokka á eftirfarandi hátt: 33% er loftborin mengun (með ryki, úrkomu eða efni eða efnasambönd sem guf...

Nánar

Hver er Jane Goodall og hvert er hennar framlag til vísinda og fræða?

Fáir hafa unnið jafn ötullega að málefnum náttúru- og dýraverndar síðustu áratugina og vísindamaðurinn Jane Goodall. Áratugalangt starf hennar og samstarfsmanna við rannsóknir á simpönsum í Tansaníu veittu nýja innsýn í heim þessara dýra. Rannsóknirnar hafa meðal annars aukið skilning okkar á flóknu samskiptamynst...

Nánar

Hvaða land eða lönd eiga Suðurskautslandið?

Suðurskautslandið er í raun heimsálfa án eiganda því það tilheyrir engu ríki. Það þýðir þó ekki að enginn vilji eiga það. Sjö þjóðir hafa gert tilkall til yfirráða yfir ákveðnum landsvæðum Suðurskautslandsins, það eru Argentína, Ástralía, Bretland, Síle, Frakkland, Nýja-Sjáland og Noregur. Sjö ríki hafa gert t...

Nánar

Getið þið sagt mér allt um pöndur?

Risapandan (Ailuropoda melanoleuca), eða bambusbjörn eins og hún hefur einnig verið kölluð, er digurvaxinn og kraftalegur björn að meðalstærð. Feldurinn er þéttur og með sérkennilegu hvítflekkkóttu mynstri. Fullorðin panda vegur á bilinu 80 til 120 kg og er um 150 til 180 cm á hæð. Flokkun og lifnaðarhættir Þó...

Nánar

Af hverju eru skíðishvalir ekki jafnfélagslyndir og tannhvalir?

Ólík félagskerfi skíðishvala og tannhvala eru að mestu mótuð af lifnaðarháttum þeirra og líkamsbyggingu. Tannhvalir margfalda afkastagetu sína við veiðar ef þeir tilheyra hópi sem vinnur saman á kerfisbundinn og skipulagðan hátt. Líkamsbygging skíðishvala er gerólík byggingu tannhvala. Veiðibúnaður þeirra, það er ...

Nánar

Hvar liggja takmörk háhyrninga við veiðar?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Ég veit að háhyrningar ráðast í hópum á stærri hvali en hvar eru takmörk þessara veiðisnillinga? Háhyrningurinn (Orchinus orca) er stærsta tegundin innan ættar höfrunga (Delphinidae). Fullvaxið karldýr getur orðið allt að níu og hálfur metri á lengd og fimm og hálft tonn. Kv...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna?

Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins, sem haldin var í Stokkhólmi árið 1972, viðurkenndu ríki nauðsyn verndunar þar sem „það skaðar arfleifð allra þjóða heims ef einhver hluti hinnar menningarlegu eða náttúrulegu arfleifðar spillist eða hverfur“. Á sama ári var á þingi Menningarmálastofnunar Same...

Nánar

Fleiri niðurstöður