Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 442 svör fundust

Af hverju nota Ameríkanar 110 volt? Er það betra en 220 volt?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Af hverju nota Ameríkanar 110 volt? Eru fleiri þjóðir með 110 V og er það betra en 220 V? Er þetta frá því að Edison var uppi? Ástæða þess að í Bandaríkjunum eru notuð 110 volt er fyrst og fremst söguleg. Fyrstu rafalarnir (jafnstraumsrafalar) voru byggðir í sitt hvoru lagi á...

Nánar

Gegn hvaða ritreglum íslensk máls gengur nafnið Siv?

Samkvæmt íslenskum ritreglum stendur -v- ekki í bakstöðu, það er í enda orðs, aðeins í framstöðu, það er fremst í orði, eða í innstöðu. Í Stafsetningarorðabókinni, sem gefin var út á síðasta ári, stendur í kaflanum um f og v (bls. 699): ,,Meginreglan er sú að v sé aðeins ritað næst framan við sérhljóða í fyrsta at...

Nánar

Hvernig virkar aflgjafinn í tölvum og hvað gerir hann nákvæmlega?

Aflgjafinn (e. power supply) í tölvu sér um að útvega tölvunni nauðsynlegt rafmagn til að keyra tölvuna. Aflgjafinn í borðtölvu tekur inn venjulegt húsrafmagn en aflgjafinn í fartölvu tekur inn spennu af rafhlöðu. Hann breytir inntaksrafmagninu svo yfir í margar mismunandi spennur sem hinn ýmsi búnaður innan tölvu...

Nánar

Hvað eru til margar refategundir í heiminum?

Til eru tuttugu og þrjár tegundir refa í heiminum sem flokkaðar eru í fimm ættkvíslir. Tegundaríkasta ættkvíslin nefnist vulpes, innan hennar eru 12 tegundir. Meðal þeirra er rauðrefurinn (Vulpes vulpes) sem lifir á víðlendum svæðum í Evrasíu og Norður-Ameríku og mun vera útbreiddastur allra refa. Önnur tegund inn...

Nánar

Hvaðan kemur nafn eyjaklasans Hvalláturs á Breiðafirði?

Nafnið Hvallátur (ft.) er til á að minnsta kosti fjórum stöðum á landinu: Eyjaklasi á Breiðafirði. Bær norðan Látrabjargs í V-Barðastrandarsýslu. (Landnámabók) = Látur.Hvallátradalur er hátt uppi í Lambadalshlíð í Dýrafirði. = Látur á Látraströnd í S-Þingeyjarsýslu. Nefnt Hvallátur í Landnámabók. Nafnið er samkv...

Nánar

Hversu gamlar eru pýþagórískar þrenndir?

Saga pýþagórískra þrennda er mun eldri en saga Pýþagórasar. Á leirtöflu frá Babýlon sem talin er vera frá um 1700 f. Kr. og er nefnd Plimpton 322 hafa fundist skýr merki um áhuga og þekkingu á pýþagórískum þrenndum. Plimpton 322 leirtaflan. Fyrstu línur töflunnar líta þannig út, aðlagaðar að nútímarithætti me...

Nánar

Af hverju segja allir „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?

Þegar orðið tölva var búið til var það hugsað sem svokallaður -wôn stofn, það er stofn með -v-i . Mjög fá orð féllu í þennan flokk í málinu til forna og fá teljast til hans nú, reyndar aðeins slöngva, völva og sérnafnið Röskva. Fáliðaðir orðflokkar hafa tilhneigingu til að laga sig að öðrum orðflokkum og verðu...

Nánar

Hver var Wernher von Braun og fyrir hvað var hann frægur?

Wernher von Braun var annar í röð þriggja sona Magnúsar von Brauns baróns og Emmy von Quistorp barónessu. Hann fæddist 23. mars árið 1912 í Wirsitz í Poznan, sem þá var hérað í Prússlandi en tilheyrir nú Póllandi. Wernher var draumóramaður frá unga aldri og hann ákvað aðeins tíu ára gamall að markmið sitt í lífinu...

Nánar

Hvað þýðir lævi í orðasambandinu 'lævi blandið', í ljóðlínunni 'Surtur fer sunnan með sviga lævi' og hvað er 'lævísi'?

Nafnorðið læ merkir ‛svik, mein; undirferli’. Það er af svonefndum hvorugkyns wa-stofni en orð í þeim flokki höfðu -v- í þgf. et. og ef. ft. Sem dæmi mætti taka orðið högg, í þgf. et. höggvi og ef. ft. höggva. Þetta -v- er nú fallið brott í beygingunni fyrir áhrif frá öðrum nafnorðum. Í orðinu læ varðveitist...

Nánar

Eru til íslensk orð, gömul eða ný, sem innihalda bókstafinn w?

Fjöldi orða hefur verið ritaður með bókstafnum w í hinni löngu sögu ritaðrar íslensku. Varðveittir eru textar á íslensku, öðru nafni norrænu, með latínuletri frá því á 12. öld. Táknið w var ekki algengt í elstu handritunum en því bregður þó fyrir, meðal annars í Grágásarhandriti frá lokum 12. aldar þar sem orðm...

Nánar

Fleiri niðurstöður