Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um Jóhannes Kalvín?

Hjalti Hugason

Jóhannes Kalvín (Jean Calvin, 1509–1564) var samtímamaður Marteins Lúthers (1483–1546) en þó kynslóðinni yngri og siðaskiptafrömuður eins og Lúther. Kalvín var Frakki en Lúther Þjóðverji. Þá skiptir og máli að Kalvín var af borgarastétt en Lúther af bændaættum.

Bakgrunnur Kalvíns skiptir miklu máli fyrir störf hans síðar á ævinni. Faðir hans hafði verið í þjónustu kaþólsku kirkjunnar á sviði fjármála en komist upp á kant við yfirmenn sína og verið bannfærður. Ólst sonurinn upp í presta- og kirkjugagnrýnu umhverfi. Kalvín fékk lögfræðilega menntun í borgunum Orléans og Bourges og lagði síðar stund á guðfræði og heimspeki í París. Á þessu skeiði tilheyrði hann kaþólskri siðbótarhreyfingu sem einkenndist af jákvæðum mannskilningi og menningarsýn.

Einhvern tímann skömmu fyrir 1534 lifði Kalvín trúarlegt afturhvarf sem leiddi hann til þeirrar grundvallarafstöðu að í Biblíunni einni væri hinn sanna trúarlærdóm að finna. Þar með missti erfikenning kirkjunnar og úrskurðarvald páfa, hornsteinar í kenningu kaþólsku kirkjunnar, gildi sitt í huga hans. Líkt og hjá Lúther var afturhvarfið ávöxtur áralangs náms og rannsókna en ekki sálarfræðilegrar eða tilfinningalegrar reynslu.

Í heimalandi sínu mætti Kalvín og siðaskiptahreyfing hans harðri andstöðu og varð hann landflótta 1535 og starfaði eftir það einkum í Sviss. Kom höfuðrit hans Institutio Religionis Christianae út í Basel 1536 og varð það grundvöllur að trúfræðslu í kirkju þeirri sem Kalvín lagði grunn að líkt og segja má um Fræði Lúthers.

Í guðfræði Lúthers stendur Kristur og endurlausnarverk hans í forgrunni. Hjá Kalvín er það fremur hinn hátt upp hafni Guð sem er í öndvegi. Vald hans og máttur er það sem yfirskyggir allt og náð hans er manninum óskiljanleg. Hjá Lúther er hinn opinberaði Guð þannig í forgrunni en hinn huldi eða óþekkjanlegi Guð hjá Kalvín. Þá einkennir útvalningarkenningin guðfræði Kalvíns á þann hátt að maðurinn er í engu talinn geta áunnið sér náð eða velþóknun Guðs heldur er frelsun hans undir útvalningu Guðs komin.

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað getið þið sagt mér um Jóhannes Kalvín? Ég finn nánast ekkert um hann á íslensku á Netinu.

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

1.11.2010

Spyrjandi

Óskar Jóhannsson

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hvað getið þið sagt mér um Jóhannes Kalvín?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2010, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56864.

Hjalti Hugason. (2010, 1. nóvember). Hvað getið þið sagt mér um Jóhannes Kalvín? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56864

Hjalti Hugason. „Hvað getið þið sagt mér um Jóhannes Kalvín?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2010. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56864>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Jóhannes Kalvín?
Jóhannes Kalvín (Jean Calvin, 1509–1564) var samtímamaður Marteins Lúthers (1483–1546) en þó kynslóðinni yngri og siðaskiptafrömuður eins og Lúther. Kalvín var Frakki en Lúther Þjóðverji. Þá skiptir og máli að Kalvín var af borgarastétt en Lúther af bændaættum.

Bakgrunnur Kalvíns skiptir miklu máli fyrir störf hans síðar á ævinni. Faðir hans hafði verið í þjónustu kaþólsku kirkjunnar á sviði fjármála en komist upp á kant við yfirmenn sína og verið bannfærður. Ólst sonurinn upp í presta- og kirkjugagnrýnu umhverfi. Kalvín fékk lögfræðilega menntun í borgunum Orléans og Bourges og lagði síðar stund á guðfræði og heimspeki í París. Á þessu skeiði tilheyrði hann kaþólskri siðbótarhreyfingu sem einkenndist af jákvæðum mannskilningi og menningarsýn.

Einhvern tímann skömmu fyrir 1534 lifði Kalvín trúarlegt afturhvarf sem leiddi hann til þeirrar grundvallarafstöðu að í Biblíunni einni væri hinn sanna trúarlærdóm að finna. Þar með missti erfikenning kirkjunnar og úrskurðarvald páfa, hornsteinar í kenningu kaþólsku kirkjunnar, gildi sitt í huga hans. Líkt og hjá Lúther var afturhvarfið ávöxtur áralangs náms og rannsókna en ekki sálarfræðilegrar eða tilfinningalegrar reynslu.

Í heimalandi sínu mætti Kalvín og siðaskiptahreyfing hans harðri andstöðu og varð hann landflótta 1535 og starfaði eftir það einkum í Sviss. Kom höfuðrit hans Institutio Religionis Christianae út í Basel 1536 og varð það grundvöllur að trúfræðslu í kirkju þeirri sem Kalvín lagði grunn að líkt og segja má um Fræði Lúthers.

Í guðfræði Lúthers stendur Kristur og endurlausnarverk hans í forgrunni. Hjá Kalvín er það fremur hinn hátt upp hafni Guð sem er í öndvegi. Vald hans og máttur er það sem yfirskyggir allt og náð hans er manninum óskiljanleg. Hjá Lúther er hinn opinberaði Guð þannig í forgrunni en hinn huldi eða óþekkjanlegi Guð hjá Kalvín. Þá einkennir útvalningarkenningin guðfræði Kalvíns á þann hátt að maðurinn er í engu talinn geta áunnið sér náð eða velþóknun Guðs heldur er frelsun hans undir útvalningu Guðs komin.

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað getið þið sagt mér um Jóhannes Kalvín? Ég finn nánast ekkert um hann á íslensku á Netinu.
...