Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Getur maður orðið sólbrúnn í gegnum gler?

Sólrún Halla Einarsdóttir

Eins og kemur fram í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól? eru það útfjólubláir geislar sólarinnar sem virkja litfrumur í húðinni og valda því að húðin dekkist og verður sólbrún.

Útfjólublátt ljós er rafsegulgeislun með öldulengdina 100-400 nm en sýnilegt ljós, það er ljós sem mannsaugað getur numið, hefur öldulengdina 400-700 nm. Sýnilegt ljós dofnar lítið á leið í gegnum venjulega glerrúðu, en útfjólublátt ljós meira, einkum fyrir öldulengdir undir 350 nm.

Húðin getur tekið lit ef löngum tíma er eytt fyrir innan glugga í mikilli sól.

Hversu mikil útfjólublá geislun kemst í gegnum gler fer eftir efnasamsetningu og þykkt glersins. Útfjólublá geislun kemst síður í gegnum venjulegt gler eftir því sem öldulengd hennar er styttri. Því kemst meira af svokölluðum UVA-geislum, sem eru útfjólubláir geislar með öldulengdina 320-400 nm, í gegnum gler en UVB-geislum, sem hafa öldulengdina 280-320 nm. Útfjólubláir geislar með styttri öldulengd en 280 nm kallast UVC-geislar en ósonlagið hindrar að þeir komist að yfirborði jarðar.

UVA-geislar eru notaðir í ljósabekkjum. Þeir brenna húðina síður en UVB-geislar, en báðar gerðir geisla virkja litfrumur húðarinnar og geta valdið húðkrabbameini. Einhverjir útfjólubláir geislar komast í gegnum allflestar rúður og því má sjá einhverjar breytingar á húðlit ef löngum tíma er eytt fyrir innan gler í sólarljósi.

Framrúður í bílum eru ekki gerðar úr venjulegu rúðugleri heldur sérstöku gleri sem samanstendur oftast af tveimur glerlögum með plastlagi á milli. Slíkar rúður hleypa mun minna af geislum í gegn heldur en venjulegt gler og því er enn ólíklegra að húðin litist gegnum þær. Þess er einnig vert að geta að þar sem svo lítið af útfjólubláum geislum komast í gegnum gler dugar sólarljós sem skín gegnum það ekki til þess að örva framleiðslu D-vítamíns í líkamanum líkt og beint sólarljós.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur þakkar Ara Ólafssyni fyrir yfirlestur og ábendingar.


Ansi margir hafa sent Vísindavefnum spurningar um hvort hægt sé að vera sólbrúnn í gegnum gler. Nöfn þeirra eru:
Einar Bjarni Sigurpálsson, Ragnhildur Stefanía Eyþórsdóttir, f. 1996, Ragna Þórarinsdóttir, Sara Dögg, f. 1994, Sigurjón Egilsson, Árni Gestsson, Sunna Sigurðardóttir, Páll Arnar Aðalbjörnsson, Sindri Reyr Smárason, Rósa Jónsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Katrin Jóna Guðjónsdóttir, Freyr Sigurðarson, Anna Kristín Ólafsdóttir, f. 1994, Andri Már Kristinsson, Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir og Karólína Óskarsdóttir.

Höfundur

Sólrún Halla Einarsdóttir

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.7.2012

Spyrjandi

Einar Bjarni Sigurpálsson, Ragnhildur Stefanía Eyþórsdóttir, f. 1996, Ragna Þórarinsdóttir, Sara Dögg, f. 1994, o.fl.

Tilvísun

Sólrún Halla Einarsdóttir. „Getur maður orðið sólbrúnn í gegnum gler?“ Vísindavefurinn, 2. júlí 2012. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59994.

Sólrún Halla Einarsdóttir. (2012, 2. júlí). Getur maður orðið sólbrúnn í gegnum gler? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59994

Sólrún Halla Einarsdóttir. „Getur maður orðið sólbrúnn í gegnum gler?“ Vísindavefurinn. 2. júl. 2012. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59994>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur maður orðið sólbrúnn í gegnum gler?
Eins og kemur fram í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól? eru það útfjólubláir geislar sólarinnar sem virkja litfrumur í húðinni og valda því að húðin dekkist og verður sólbrún.

Útfjólublátt ljós er rafsegulgeislun með öldulengdina 100-400 nm en sýnilegt ljós, það er ljós sem mannsaugað getur numið, hefur öldulengdina 400-700 nm. Sýnilegt ljós dofnar lítið á leið í gegnum venjulega glerrúðu, en útfjólublátt ljós meira, einkum fyrir öldulengdir undir 350 nm.

Húðin getur tekið lit ef löngum tíma er eytt fyrir innan glugga í mikilli sól.

Hversu mikil útfjólublá geislun kemst í gegnum gler fer eftir efnasamsetningu og þykkt glersins. Útfjólublá geislun kemst síður í gegnum venjulegt gler eftir því sem öldulengd hennar er styttri. Því kemst meira af svokölluðum UVA-geislum, sem eru útfjólubláir geislar með öldulengdina 320-400 nm, í gegnum gler en UVB-geislum, sem hafa öldulengdina 280-320 nm. Útfjólubláir geislar með styttri öldulengd en 280 nm kallast UVC-geislar en ósonlagið hindrar að þeir komist að yfirborði jarðar.

UVA-geislar eru notaðir í ljósabekkjum. Þeir brenna húðina síður en UVB-geislar, en báðar gerðir geisla virkja litfrumur húðarinnar og geta valdið húðkrabbameini. Einhverjir útfjólubláir geislar komast í gegnum allflestar rúður og því má sjá einhverjar breytingar á húðlit ef löngum tíma er eytt fyrir innan gler í sólarljósi.

Framrúður í bílum eru ekki gerðar úr venjulegu rúðugleri heldur sérstöku gleri sem samanstendur oftast af tveimur glerlögum með plastlagi á milli. Slíkar rúður hleypa mun minna af geislum í gegn heldur en venjulegt gler og því er enn ólíklegra að húðin litist gegnum þær. Þess er einnig vert að geta að þar sem svo lítið af útfjólubláum geislum komast í gegnum gler dugar sólarljós sem skín gegnum það ekki til þess að örva framleiðslu D-vítamíns í líkamanum líkt og beint sólarljós.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur þakkar Ara Ólafssyni fyrir yfirlestur og ábendingar.


Ansi margir hafa sent Vísindavefnum spurningar um hvort hægt sé að vera sólbrúnn í gegnum gler. Nöfn þeirra eru:
Einar Bjarni Sigurpálsson, Ragnhildur Stefanía Eyþórsdóttir, f. 1996, Ragna Þórarinsdóttir, Sara Dögg, f. 1994, Sigurjón Egilsson, Árni Gestsson, Sunna Sigurðardóttir, Páll Arnar Aðalbjörnsson, Sindri Reyr Smárason, Rósa Jónsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Katrin Jóna Guðjónsdóttir, Freyr Sigurðarson, Anna Kristín Ólafsdóttir, f. 1994, Andri Már Kristinsson, Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir og Karólína Óskarsdóttir.
...