Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er merkilegt við Amasonfljótið, regnskóginn þar og allt dýralífið?

Kara Líf Halldórsdóttir, Sunneva Björg Davíðsdóttir og Tómas Andri Jörgensson

Amasonfljót er vatnsmesta fljót í heimi og það næstlengsta, á eftir Níl. Vatnsmagnið sem fellur til sjávar í Amasonfljótinu er meira en fellur til sjávar samanlagt í Níl, Mississippi- og Yangtze-fljóti en Mississippi-fljót er það þriðja lengsta í heiminum og Yangtze-fljót það fjórða lengsta. Fljótið rennur að mestu leyti í gegnum Brasilíu. Breidd þess er að jafnaði um 1,6-10 kílómetrar en getur aukist margfalt á rigningartímabilum þegar breidd þess getur jafnvel farið yfir 48 km.

Í Amasonregnskóginum er mjög fjölbreytt dýralíf enda er flatarmál skógarins um 30% af flatarmáli Suður-Ameríku!

Amasonregnskógurinn er 5,5 milljón km2 að stærð, eða um 30% af flatarmáli Suður-Ameríku. Stærstur hluti hans er í Brasilíu. Í skóginum er mjög fjölbreytt dýralíf. Þar finnast meðal annars 2,5 milljón tegundir skordýra, um 40 þúsund tegundir plantna, 2.200 fiskategundir, 1.294 tegundir fugla, 427 spendýrategundir, 428 tegundir froskdýra og 378 skriðdýrategundir.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

25.6.2013

Spyrjandi

Alex Máni Guðríðarson, f. 1997

Tilvísun

Kara Líf Halldórsdóttir, Sunneva Björg Davíðsdóttir og Tómas Andri Jörgensson. „Hvað er merkilegt við Amasonfljótið, regnskóginn þar og allt dýralífið?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2013, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65027.

Kara Líf Halldórsdóttir, Sunneva Björg Davíðsdóttir og Tómas Andri Jörgensson. (2013, 25. júní). Hvað er merkilegt við Amasonfljótið, regnskóginn þar og allt dýralífið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65027

Kara Líf Halldórsdóttir, Sunneva Björg Davíðsdóttir og Tómas Andri Jörgensson. „Hvað er merkilegt við Amasonfljótið, regnskóginn þar og allt dýralífið?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2013. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65027>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er merkilegt við Amasonfljótið, regnskóginn þar og allt dýralífið?
Amasonfljót er vatnsmesta fljót í heimi og það næstlengsta, á eftir Níl. Vatnsmagnið sem fellur til sjávar í Amasonfljótinu er meira en fellur til sjávar samanlagt í Níl, Mississippi- og Yangtze-fljóti en Mississippi-fljót er það þriðja lengsta í heiminum og Yangtze-fljót það fjórða lengsta. Fljótið rennur að mestu leyti í gegnum Brasilíu. Breidd þess er að jafnaði um 1,6-10 kílómetrar en getur aukist margfalt á rigningartímabilum þegar breidd þess getur jafnvel farið yfir 48 km.

Í Amasonregnskóginum er mjög fjölbreytt dýralíf enda er flatarmál skógarins um 30% af flatarmáli Suður-Ameríku!

Amasonregnskógurinn er 5,5 milljón km2 að stærð, eða um 30% af flatarmáli Suður-Ameríku. Stærstur hluti hans er í Brasilíu. Í skóginum er mjög fjölbreytt dýralíf. Þar finnast meðal annars 2,5 milljón tegundir skordýra, um 40 þúsund tegundir plantna, 2.200 fiskategundir, 1.294 tegundir fugla, 427 spendýrategundir, 428 tegundir froskdýra og 378 skriðdýrategundir.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013....