Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Þórólfur Matthíasson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Þórólfur Matthíasson lauk embættisprófi í hagfræði (Cand.oecon-prófi) frá Háskólanum í Osló í Noregi vorið 1981. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði (Dr. Polit.) frá sama skóla vorið 1998. Þórólfur starfaði um hríð sem hagfræðingur hjá Fjármálaráðuneytinu í Reykjavík, en hefur verið starfsmaður Háskóla Íslands frá janúar 1989, fyrst sem lektor, svo sem dósent og loks sem prófessor (frá 2003).

Sem starfsmaður Fjármálaráðuneytisins tók Þórólfur þátt í fyrstu umfangsmiklu rannsókninni á umfangi svarta hagkerfisins á Íslandi. Annars hefur Þórólfur fjallað um launakerfi sjómanna (hlutaskipti) en laun þeirra eru ákvörðuð með öðrum hætti en laun flestra annarra starfsstétta. Þórólfur hefur einnig fjallað um upphaf kvótakerfisins í rækjuveiðum, síldveiðum, loðnuveiðum og loks í botnfiski 1975-1990. Enn fremur um greiðslur sjávarútvegsfyrirtækja fyrir aðgang að sjávarauðlindinni, um áhrif kvótakerfisins á launamyndun sjómanna, um áhrif kvótakerfisins á samþjöppun útgerðarumsvifa á fyrirtæki og á landssvæði. Greinar Þórólfs um þessi efni hafa birst í ritrýndum tímaritum á borð við Marine Resource Economics, Marine Policy og Natural Resource Forum.

Þórólfur hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum innan hagfræðinnar, til að mynda hefur hann fjallað um upphaf kvótakerfisins og orsakir og afleiðingar hruns íslenska bankakerfisins.

Þá hefur Þórólfur fjallað um orsakir og afleiðingar hruns íslenska bankakerfisins og birt greinar um það efni í Nordic Journal of Political Economy. Þórólfur hefur einnig fjallað um vinnumarkaðstengd málefni á borð við norsku útgáfuna af skandinavíska vinnumarkaðslíkaninu, forsendur þjóðarsáttarinnar á vinnumarkaði 1990, um þjóðhagslegt tap vegna verkfalls hjúkrunarfræðinga, um launamyndun háskólakennara og sjómanna eins og fyrr var nefnt.

Þórólfur hefur setið í ritnefndum Nordic Journal of Political Economy og Nordic Tax Journal.

Mynd:

Útgáfudagur

26.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Þórólfur Matthíasson stundað?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2018, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76012.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 26. júní). Hvaða rannsóknir hefur Þórólfur Matthíasson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76012

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Þórólfur Matthíasson stundað?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2018. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76012>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Þórólfur Matthíasson stundað?
Þórólfur Matthíasson lauk embættisprófi í hagfræði (Cand.oecon-prófi) frá Háskólanum í Osló í Noregi vorið 1981. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði (Dr. Polit.) frá sama skóla vorið 1998. Þórólfur starfaði um hríð sem hagfræðingur hjá Fjármálaráðuneytinu í Reykjavík, en hefur verið starfsmaður Háskóla Íslands frá janúar 1989, fyrst sem lektor, svo sem dósent og loks sem prófessor (frá 2003).

Sem starfsmaður Fjármálaráðuneytisins tók Þórólfur þátt í fyrstu umfangsmiklu rannsókninni á umfangi svarta hagkerfisins á Íslandi. Annars hefur Þórólfur fjallað um launakerfi sjómanna (hlutaskipti) en laun þeirra eru ákvörðuð með öðrum hætti en laun flestra annarra starfsstétta. Þórólfur hefur einnig fjallað um upphaf kvótakerfisins í rækjuveiðum, síldveiðum, loðnuveiðum og loks í botnfiski 1975-1990. Enn fremur um greiðslur sjávarútvegsfyrirtækja fyrir aðgang að sjávarauðlindinni, um áhrif kvótakerfisins á launamyndun sjómanna, um áhrif kvótakerfisins á samþjöppun útgerðarumsvifa á fyrirtæki og á landssvæði. Greinar Þórólfs um þessi efni hafa birst í ritrýndum tímaritum á borð við Marine Resource Economics, Marine Policy og Natural Resource Forum.

Þórólfur hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum innan hagfræðinnar, til að mynda hefur hann fjallað um upphaf kvótakerfisins og orsakir og afleiðingar hruns íslenska bankakerfisins.

Þá hefur Þórólfur fjallað um orsakir og afleiðingar hruns íslenska bankakerfisins og birt greinar um það efni í Nordic Journal of Political Economy. Þórólfur hefur einnig fjallað um vinnumarkaðstengd málefni á borð við norsku útgáfuna af skandinavíska vinnumarkaðslíkaninu, forsendur þjóðarsáttarinnar á vinnumarkaði 1990, um þjóðhagslegt tap vegna verkfalls hjúkrunarfræðinga, um launamyndun háskólakennara og sjómanna eins og fyrr var nefnt.

Þórólfur hefur setið í ritnefndum Nordic Journal of Political Economy og Nordic Tax Journal.

Mynd:

...