Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Hver voru mest lesnu svörin á Vísindavefnum í mars 2020?

Ritstjórn Vísindavefsins

Vísindavefur HÍ sló vikulegt aðsóknarmet sitt í marsmánuði 2020 - og það reyndar tvisvar sinnum. Í tólftu viku ársins (frá 16. mars til 22.) voru vikulegir notendur rúmlega 45.000 og höfðu aldrei verið fleiri. Í vikunni þar á eftir var metið strax slegið þegar vikulegir notendur mældust 49.850.

Súlurit sem sýnir fjölda notenda, innlita og flettinga í marsmánuði 2020. Aðsóknarmet var slegið tvisvar sinnum í mánuðinum.

Gestafjöldi Vísindavefsins í mánuðinum jókst um 18,5% miðað við marsmánuð 2019. Allar tölur um vefumferð koma frá Modernus sem rekur samræmda vefmælingu.

Listi yfir mest lesnu nýju svörin kemur væntanlega fáum á óvart enda augljóst á hverju spyrjendur og lesendur Vísindavefsins hafa mestan áhuga um þessar mundir. Hér fylgir listi yfir tíu vinsælustu nýju svörin í marsmánuði:
 1. Var COVID-19-veiran búin til á rannsóknastofu í Wuhan og sett saman úr SARS og HIV?
 2. Hvaðan kom COVID-19-veiran?
 3. Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19?
 4. Drepur handspritt kórónaveiruna?
 5. Hvaða áhrif hefur handþvottur með vatni og sápu á veirur?
 6. Hvers konar veira veldur COVID-19 og hvað er vitað um hana?
 7. Er til próf sem sýnir hvort maður hafi einhvern tíma fengið COVID-19?
 8. Er Ísland sjálfbært ef landið lokast vegna stríðs eða heimsfaraldurs?
 9. Hver væri dánartíðni inflúensu ef ekki væri bólusett fyrir henni?
 10. Hvernig eru veirur greindar í mönnum?

Svar við spurningu um það hvort veiran sem veldur COVID-19 hafi verið búin til á rannsóknatofu í Wuhan og sett saman úr SARS og HIV, var mest lesna svarið í marsmánuði 2020. Stutta svarið við þeirri spurningu er einfaldlega að svo er ekki.

Listinn yfir eldri svör á vefnum sem mikið voru lesin í marsmánuði er einnig fróðlegur:

Vísindavefurinn þakkar lesendum og spyrjendum sínum fyrir áhugann. Það er ánægjulegt að sjá að sjá hversu mikill áhugi almennings á traustri, vísindalegri þekkingu er. Einnig er vert að þakka öllum höfundunum sérstaklega fyrir vel unnin og upplýsandi svör um allt það sem tengist veirum og COVID-19. Við minnum á að öll svör um þessi efni er að finna í sérstökum flokki: Vísindavefurinn: Veirur og COVID-19

Heimild og myndir:

Útgáfudagur

1.4.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hver voru mest lesnu svörin á Vísindavefnum í mars 2020?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2020. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79120.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2020, 1. apríl). Hver voru mest lesnu svörin á Vísindavefnum í mars 2020? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79120

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hver voru mest lesnu svörin á Vísindavefnum í mars 2020?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2020. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79120>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver voru mest lesnu svörin á Vísindavefnum í mars 2020?
Vísindavefur HÍ sló vikulegt aðsóknarmet sitt í marsmánuði 2020 - og það reyndar tvisvar sinnum. Í tólftu viku ársins (frá 16. mars til 22.) voru vikulegir notendur rúmlega 45.000 og höfðu aldrei verið fleiri. Í vikunni þar á eftir var metið strax slegið þegar vikulegir notendur mældust 49.850.

Súlurit sem sýnir fjölda notenda, innlita og flettinga í marsmánuði 2020. Aðsóknarmet var slegið tvisvar sinnum í mánuðinum.

Gestafjöldi Vísindavefsins í mánuðinum jókst um 18,5% miðað við marsmánuð 2019. Allar tölur um vefumferð koma frá Modernus sem rekur samræmda vefmælingu.

Listi yfir mest lesnu nýju svörin kemur væntanlega fáum á óvart enda augljóst á hverju spyrjendur og lesendur Vísindavefsins hafa mestan áhuga um þessar mundir. Hér fylgir listi yfir tíu vinsælustu nýju svörin í marsmánuði:
 1. Var COVID-19-veiran búin til á rannsóknastofu í Wuhan og sett saman úr SARS og HIV?
 2. Hvaðan kom COVID-19-veiran?
 3. Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19?
 4. Drepur handspritt kórónaveiruna?
 5. Hvaða áhrif hefur handþvottur með vatni og sápu á veirur?
 6. Hvers konar veira veldur COVID-19 og hvað er vitað um hana?
 7. Er til próf sem sýnir hvort maður hafi einhvern tíma fengið COVID-19?
 8. Er Ísland sjálfbært ef landið lokast vegna stríðs eða heimsfaraldurs?
 9. Hver væri dánartíðni inflúensu ef ekki væri bólusett fyrir henni?
 10. Hvernig eru veirur greindar í mönnum?

Svar við spurningu um það hvort veiran sem veldur COVID-19 hafi verið búin til á rannsóknatofu í Wuhan og sett saman úr SARS og HIV, var mest lesna svarið í marsmánuði 2020. Stutta svarið við þeirri spurningu er einfaldlega að svo er ekki.

Listinn yfir eldri svör á vefnum sem mikið voru lesin í marsmánuði er einnig fróðlegur:

Vísindavefurinn þakkar lesendum og spyrjendum sínum fyrir áhugann. Það er ánægjulegt að sjá að sjá hversu mikill áhugi almennings á traustri, vísindalegri þekkingu er. Einnig er vert að þakka öllum höfundunum sérstaklega fyrir vel unnin og upplýsandi svör um allt það sem tengist veirum og COVID-19. Við minnum á að öll svör um þessi efni er að finna í sérstökum flokki: Vísindavefurinn: Veirur og COVID-19

Heimild og myndir:...