Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað er kopar og hvenær fóru menn fyrst að nota þann málm?

Emelía Eiríksdóttir

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:
  • Hver er munurinn á málmunum kopar og eir, ég sé að annar er gylltur en hinn bronslitaður?
  • Hver fann upp koparinn og hvernig er nafnið kopar tilkomið?
  • Hvað er efnið eir, í hvað er það notað og hver er munurinn á því og kopar?

Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum. Kopar er rauð-appelsínugulur/rauð-brúnn málmur og er þessi litur einkennandi fyrir málminn enda flestir aðrir málmar gráir eða silfurlitir. Kopar hefur næstbestu hita- og rafleiðni allra málma auk þess sem hann er tiltölulega mjúkur svo auðvelt er að draga hann út í víra eða fletja út í þynnur. Þessir eiginleikar kopars, auk verðs og framboðs, ráða því að hann er þriðji mest notaði málmur heims á eftir járni og áli.

Kopar er þriðji mest notaði málmur heims.

Menn tóku að nota kopar um 8.000 árum fyrir Krist en engar heimildir eru um þann sem fyrstur gerði það. Á tímum Rómverja (753-509 f.Kr.) var kopar mikið unninn á Kýpur (e. Cyprus) og kallaðist þá aes cyprium á latínu, sem útleggst sem málmgrýti/málmur frá Kýpur (eða eirblendingur/brons/kopar frá Kýpur, sjá texta neðar). Heitið þróaðist yfir í cuprum og barst í fornensku (e. Old English, talað á 5.-11. öld) sem coper er breyttist í copper á nokkrum öldum. Það orð er enn við lýði í nútímaensku. Í fornnorsku (e. Old Norse, talað á 8.-14. öld) kallaðist málmurinn koparr og kemur íslenska orðið kopar þaðan. Svipaða útgáfu af orðinu er að finna í fleiri germönskum málum. Til að mynda heitir málmurinn koppar í sænsku, kobber í dönsku og norsku, koper á hollensku og Kupfer á þýsku.

Karlkynsorðið eir er samheiti fyrir kopar og finnst það í rituðum íslenskum heimildum frá árinu 1200. Orðið er hins vegar mun eldra en það og nær aftur til orðsins aes úr latínu en heimildir nefna að upphaflega hafi aes eitt og sér verið notað yfir kopar og/eða eirblending/brons. Orðið aes barst í fornensku sem ora og í fornnorsku og íslensku sem eir. Fornenska orðið ora þróaðist svo í ore sem er notað í ensku í dag yfir málmgrýti.

Latnesku orðin aes cyprium, sem voru upphaflega notuð saman yfir kopar, þróuðust sem sagt í sitthvoru lagi og bárust bæði yfir í íslensku sem samheitin eir og kopar.

Heimildir:
  • Copper. Wikipedia. (Sótt 19.8.2022).
  • Britannica, The Editors of Encyclopaedia (2022, 13. mars). Copper. Encyclopedia Britannica. (Sótt 19.8.2022).
  • Copper. Online Etymology Dictionary. (Sótt 19.8.2022).
  • Ore. Online Etymology Dictionary. (Sótt 19.8.2022).
  • Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir (ritstj.). (2020). Íslensk nútímamálsorðabók. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 19.8.2022).
  • Eir. Dictionary of Old Norse Prose. (Sótt 19.8.2022).
  • Mynd: járniCopper -- A Metal for the Ages - U.S. Geological Survey. Flickr.com. (Sótt 19.8.2022).

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.9.2022

Spyrjandi

Katla Guðlaugsdóttir, Elín Jónsdóttir, Stefán Erlendur Ívarsson, Ársól Von Ólafsdóttir, Ína Helgadóttir, Andri Már Ólafsson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað er kopar og hvenær fóru menn fyrst að nota þann málm?“ Vísindavefurinn, 19. september 2022. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=16645.

Emelía Eiríksdóttir. (2022, 19. september). Hvað er kopar og hvenær fóru menn fyrst að nota þann málm? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=16645

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað er kopar og hvenær fóru menn fyrst að nota þann málm?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2022. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=16645>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er kopar og hvenær fóru menn fyrst að nota þann málm?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:

  • Hver er munurinn á málmunum kopar og eir, ég sé að annar er gylltur en hinn bronslitaður?
  • Hver fann upp koparinn og hvernig er nafnið kopar tilkomið?
  • Hvað er efnið eir, í hvað er það notað og hver er munurinn á því og kopar?

Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum. Kopar er rauð-appelsínugulur/rauð-brúnn málmur og er þessi litur einkennandi fyrir málminn enda flestir aðrir málmar gráir eða silfurlitir. Kopar hefur næstbestu hita- og rafleiðni allra málma auk þess sem hann er tiltölulega mjúkur svo auðvelt er að draga hann út í víra eða fletja út í þynnur. Þessir eiginleikar kopars, auk verðs og framboðs, ráða því að hann er þriðji mest notaði málmur heims á eftir járni og áli.

Kopar er þriðji mest notaði málmur heims.

Menn tóku að nota kopar um 8.000 árum fyrir Krist en engar heimildir eru um þann sem fyrstur gerði það. Á tímum Rómverja (753-509 f.Kr.) var kopar mikið unninn á Kýpur (e. Cyprus) og kallaðist þá aes cyprium á latínu, sem útleggst sem málmgrýti/málmur frá Kýpur (eða eirblendingur/brons/kopar frá Kýpur, sjá texta neðar). Heitið þróaðist yfir í cuprum og barst í fornensku (e. Old English, talað á 5.-11. öld) sem coper er breyttist í copper á nokkrum öldum. Það orð er enn við lýði í nútímaensku. Í fornnorsku (e. Old Norse, talað á 8.-14. öld) kallaðist málmurinn koparr og kemur íslenska orðið kopar þaðan. Svipaða útgáfu af orðinu er að finna í fleiri germönskum málum. Til að mynda heitir málmurinn koppar í sænsku, kobber í dönsku og norsku, koper á hollensku og Kupfer á þýsku.

Karlkynsorðið eir er samheiti fyrir kopar og finnst það í rituðum íslenskum heimildum frá árinu 1200. Orðið er hins vegar mun eldra en það og nær aftur til orðsins aes úr latínu en heimildir nefna að upphaflega hafi aes eitt og sér verið notað yfir kopar og/eða eirblending/brons. Orðið aes barst í fornensku sem ora og í fornnorsku og íslensku sem eir. Fornenska orðið ora þróaðist svo í ore sem er notað í ensku í dag yfir málmgrýti.

Latnesku orðin aes cyprium, sem voru upphaflega notuð saman yfir kopar, þróuðust sem sagt í sitthvoru lagi og bárust bæði yfir í íslensku sem samheitin eir og kopar.

Heimildir:
  • Copper. Wikipedia. (Sótt 19.8.2022).
  • Britannica, The Editors of Encyclopaedia (2022, 13. mars). Copper. Encyclopedia Britannica. (Sótt 19.8.2022).
  • Copper. Online Etymology Dictionary. (Sótt 19.8.2022).
  • Ore. Online Etymology Dictionary. (Sótt 19.8.2022).
  • Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir (ritstj.). (2020). Íslensk nútímamálsorðabók. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 19.8.2022).
  • Eir. Dictionary of Old Norse Prose. (Sótt 19.8.2022).
  • Mynd: járniCopper -- A Metal for the Ages - U.S. Geological Survey. Flickr.com. (Sótt 19.8.2022).
...