Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Má ég heita fjórum nöfnum?

EDS

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Má heita 4 nöfnum? Má ég bæta við einu? Hef bætt einu sinni áður.

Fullt nafn einstaklings er samsett úr eiginnafni/nöfnum, millinafni[1] ef við á og kenninafni/nöfnum. Samkvæmt núgildandi lögum um mannanöfn (nr. 45/1996) mega eiginnöfn og millinafn aldrei vera fleiri en þrjú samtals. Leyfilegt er að bera þrjú eiginnöfn eða tvö eiginnöfn og eitt millinafn. Kenninöfn mega ekki vera fleiri en tvö. Ef einstaklingur ber nú þegar þrjú eiginnöfn, eða tvö eiginnöfn og eitt millinafn, er því ekki hægt að bæta við fjórða nafninu.

Samkvæmt upplýsingum á vef Þjóðskrár má breyta nöfnum ef skilyrði mannanafnalaga eru uppfyllt en nafnbreytingar eru aðeins heimilaðar einu sinni, nema sérstaklega standi á. Ekki kemur fram hvað getur valdið undantekningu frá þessu viðmiði um að mega aðeins breyta einu sinni.

Karl III. konungur Bretlands ber fjögur eiginnöfn, Charles Philip Arthur George, og hefði því ekki getað fengið full nafn sitt skráð í Þjóðskrá á Íslandi.

Sitt sýnist hverjum um lagaumhverfi mannanafna og ýmsir hafa talið nauðsynlegt að endurskoða löggjöfina. Dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp til laga um mannanöfn haustið 2020. Í greinagerð með frumvarpinu kemur fram að með því sé stefnt að því að „að auka til muna frelsi fólks við nafngjöf og afnema eins og mögulegt er þær takmarkanir sem felast í núgildandi löggjöf.“ Í frumvarpinu er ekkert ákvæði um hversu mörg eiginnöfn einstaklingur má bera og heldur ekki kveðið á um hversu oft er heimilt að breyta nafni án þess að sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Samkvæmt vef Alþingis fór fram fyrsta umræða um frumvarpið og því vísað til nefndar en málið er ekki komið lengra.

Í febrúar 2022 lögðu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar fram annað frumvarp til laga um mannanöfn. Þar kemur heldur ekkert fram um takmarkanir á því hversu mörg nöfn einstaklingur má bera né hversu oft má breyta nafni sínu. Samkvæmt ferli málsins kom frumvarpið ekki til 1. umræðu.

Af þessu má sjá að það virðist vera vilji til að rýmka reglur um mannanöfn og því mögulegt að fólk geti bætt fjórða, fimmta eða sjötta nafninu við í framtíðinni. Og það alveg óháð því hvort nafnabreyting hafi áður átt sér stað. Hins vegar erum við ekki kominn á þann stað þegar þetta svar er skrifað, í september 2022.

Tilvísun:
  1. ^ Leyfilegt er að gefa barni eitt millinafn ásamt einu eða tveimur eiginnöfnum, en slík nafngjöf er þó engin skylda. Millinöfn eru eins og ættarnöfn að því leyti að bæði karlar og konur geta borið sama nafnið. Millinöfn eru á hinn bóginn eins og eiginnöfn að því leyti að þau er hægt að gefa við skírn eða nafngjöf. Dæmi um millinöfn eru Arnfjörð, Reykfjörð, Sædal og Vattnes - sjá nánar reglur um mannanöfn á vef Stjórnarráðs Íslands. Sjá meira um millinöfn í svari við spurningunni Hvers vegna má ég ekki taka upp ættarnafn langafa míns?

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.9.2022

Spyrjandi

Margrét M. Kristín Sigbjörnsdóttir

Tilvísun

EDS. „Má ég heita fjórum nöfnum?“ Vísindavefurinn, 20. september 2022. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81861.

EDS. (2022, 20. september). Má ég heita fjórum nöfnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81861

EDS. „Má ég heita fjórum nöfnum?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2022. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81861>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Má ég heita fjórum nöfnum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Má heita 4 nöfnum? Má ég bæta við einu? Hef bætt einu sinni áður.

Fullt nafn einstaklings er samsett úr eiginnafni/nöfnum, millinafni[1] ef við á og kenninafni/nöfnum. Samkvæmt núgildandi lögum um mannanöfn (nr. 45/1996) mega eiginnöfn og millinafn aldrei vera fleiri en þrjú samtals. Leyfilegt er að bera þrjú eiginnöfn eða tvö eiginnöfn og eitt millinafn. Kenninöfn mega ekki vera fleiri en tvö. Ef einstaklingur ber nú þegar þrjú eiginnöfn, eða tvö eiginnöfn og eitt millinafn, er því ekki hægt að bæta við fjórða nafninu.

Samkvæmt upplýsingum á vef Þjóðskrár má breyta nöfnum ef skilyrði mannanafnalaga eru uppfyllt en nafnbreytingar eru aðeins heimilaðar einu sinni, nema sérstaklega standi á. Ekki kemur fram hvað getur valdið undantekningu frá þessu viðmiði um að mega aðeins breyta einu sinni.

Karl III. konungur Bretlands ber fjögur eiginnöfn, Charles Philip Arthur George, og hefði því ekki getað fengið full nafn sitt skráð í Þjóðskrá á Íslandi.

Sitt sýnist hverjum um lagaumhverfi mannanafna og ýmsir hafa talið nauðsynlegt að endurskoða löggjöfina. Dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp til laga um mannanöfn haustið 2020. Í greinagerð með frumvarpinu kemur fram að með því sé stefnt að því að „að auka til muna frelsi fólks við nafngjöf og afnema eins og mögulegt er þær takmarkanir sem felast í núgildandi löggjöf.“ Í frumvarpinu er ekkert ákvæði um hversu mörg eiginnöfn einstaklingur má bera og heldur ekki kveðið á um hversu oft er heimilt að breyta nafni án þess að sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Samkvæmt vef Alþingis fór fram fyrsta umræða um frumvarpið og því vísað til nefndar en málið er ekki komið lengra.

Í febrúar 2022 lögðu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar fram annað frumvarp til laga um mannanöfn. Þar kemur heldur ekkert fram um takmarkanir á því hversu mörg nöfn einstaklingur má bera né hversu oft má breyta nafni sínu. Samkvæmt ferli málsins kom frumvarpið ekki til 1. umræðu.

Af þessu má sjá að það virðist vera vilji til að rýmka reglur um mannanöfn og því mögulegt að fólk geti bætt fjórða, fimmta eða sjötta nafninu við í framtíðinni. Og það alveg óháð því hvort nafnabreyting hafi áður átt sér stað. Hins vegar erum við ekki kominn á þann stað þegar þetta svar er skrifað, í september 2022.

Tilvísun:
  1. ^ Leyfilegt er að gefa barni eitt millinafn ásamt einu eða tveimur eiginnöfnum, en slík nafngjöf er þó engin skylda. Millinöfn eru eins og ættarnöfn að því leyti að bæði karlar og konur geta borið sama nafnið. Millinöfn eru á hinn bóginn eins og eiginnöfn að því leyti að þau er hægt að gefa við skírn eða nafngjöf. Dæmi um millinöfn eru Arnfjörð, Reykfjörð, Sædal og Vattnes - sjá nánar reglur um mannanöfn á vef Stjórnarráðs Íslands. Sjá meira um millinöfn í svari við spurningunni Hvers vegna má ég ekki taka upp ættarnafn langafa míns?

Heimildir og mynd:...