Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 377 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er fólk minna núna en í gamla daga?

Fólk er að meðaltali hærra í dag en það var fyrr á öldum en ekki minna, eins og spyrjandi telur. Það ræðst mikið til af því að í dag býr fólk almennt við mun betri aðstæður en áður fyrr, það fær betri næringu og heilsufar er betra. Raunar er meðalhæð stundum notuð sem mælikvarði á hversu góð lífsskilyrði þjóða eru...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er það Júpíter sem skín svona skært á morgunhimninum núna?

Það er ekki Júpíter heldur Venus sem hefur skinið skært í suðaustri á morgnana undanfarnar vikur og vakið athygli margra. Sýningin nær hámarki 2.-4. desember (2018) þegar tunglið verður skammt frá í birtingu. Tunglið er sigðarlaga og minnkandi og nálgast sólina þangað til það verður nýtt föstudaginn 7. desembe...

category-iconHeimspeki

Er þetta spurning?

Einfalt svar gæti verið: Ef þetta er spurning, þá er þetta svar. Flóknara svar: Það fer að sjálfsögðu eftir því, til hvers ábendingarfornafnið "þetta" vísar. En þar sem ekki er gefið í skyn hér að það vísi til neins annars en orðanna "er þetta spurning?", skulum við gera ráð fyrir að svo sé. Nú geta "orð" ve...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að "skrifa" á kristalla líkt og harða diska?

Athugum aðeins harða diska áður en spurningunni er svarað. Á stærðarkvarða les- og skrifhaussins hefur harður diskur í tölvu slétt yfirborð. Yfirborðið er fjölkristallur, það er ekki einn samfelldur kristallur með einsleitinni grind heldur eins og mörgum kristöllum með mismunandi grindarstefnur hafi verið þjappað ...

category-iconFélagsvísindi

Hver eru helstu viðskiptalönd Íslands í útflutningi?

Það er vissum erfiðleikum háð að flokka þjónustuútflutning eftir löndum en tölur um skiptingu vöruútflutnings liggja fyrir. Þeim er safnað af Hagstofunni. Árið 2002 fluttu Íslendingar út mest af vörum til Þýskalands eða fyrir um 38 milljarða króna. Litlu minna fór til Bretlands eða fyrir 36 milljarða króna. Þá fór...

category-iconHugvísindi

Hvenær var Evrópusambandið stofnað og hvaða lönd eru í því núna?

Fyrsta bandalagið sem yfirleitt er talið til fyrirrennara ESB var Kola- og stálbandalag Evrópu (KSB; European Coal and Steel Community, ECSC) frá 1952. Í því voru sex ríki í Vestur-Evrópu: Frakkland, Vestur-Þýskaland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg. Árið 1958 stofnuðu sömu ríki tvö bandalög til viðbótar: Efn...

category-iconHeimspeki

Hvaða heimspekingur sagði að við getum ekki stigið tvisvar í sama lækinn?

Þessi heimspekingur hét Herakleitos eða Heraklítos og var frá borginni Efesos á vesturströnd Litlu-Asíu, skammt norðan við Míletos sem var mikil miðstöð mannlífs og fræða á þessum tíma. Efesos kemur talsvert við sögu í Nýja testamentinu og er núna fjölsóttur ferðamannastaður því að fornar leifar hennar hafa varðve...

category-iconVísindavefur

Hver er stærsti demantur í heimi, hve stór er hann og hvað myndi hann kosta ef hann væri falur?

Stærsti demantur sem fundist hefur kallast Cullinan og var 3106 karöt (rúmlega 600 g). Hann fannst árið 1905 í námu sem kallaðist Premier Mine í Transvaal, sem þá var bresk nýlenda en varð seinna hluti af Suður-Afríku. Demanturinn var gjöf stjórnvalda í Transvaal til Játvarðs VII Englandskonungs á 66 ára afmæli ha...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er Marsjeppinn kallaður Curiosity?

Könnunarjeppanum Curiosity, einnig þekktur sem Mars Science Laboratory (MSL), var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst...

category-iconHeimspeki

Hvað er tími?

Öll þekkjum við tímann og notum hann á einn eða annan hátt. Við nýtum hann vel eða sóum honum (jafnvel drepum hann!), mælum hann með töluverðri nákvæmni og vísum til þessara mælinga með reglulegu millibili, og eftirsóknarvert þykir að hafa nóg af honum. Þrátt fyrir þetta lendum við gjarnan í ýmsum flækjum þegar vi...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýða orðin libero og lido og úr hvaða tungumáli eru þau?

Orðið libero er í ítölsku orðabókinni okkar. Það er lýsingarorð og þýðir 'frjáls', 'laus', 'ólofaður'. Orðið gæti sjálfsagt verið til í fleiri tungumálum enda er það af þekktum latneskum stofni. Lýsingarorðið heitir á latínunni liber og skyld því eru orð eins og liberatio, 'frelsun', libertas, 'frelsi', liberi, 'b...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margir Síberíu-tígrar eru lifandi núna og á hverju lifa þeir?

Síberíska tígrisdýrið (Panthera tigris altaica) er stærsta og öflugasta núlifandi kattardýrið. Fullvaxið karldýr getur náð allt að 350 kg þyngd og 4 metra lengd frá snoppu að rófuenda. Núverandi útbreiðslusvæði Síberíutígursins er aðallega bundið við austasta hluta hins víðlenda Rússlands, nánar tiltekið í Ussuri,...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hversu almenn er tölvueign Íslendinga?

Samkvæmt könnun sem gerð var í mars og apríl 1999 var tölva á tveim þriðjuhlutum heimila á Íslandi. Þar sem tölvueign fer stöðugt vaxandi má ætla að þetta hlutfall sé hærra núna. Auk þess hafa margir aðgang að tölvu á vinnustað þótt þeir séu ekki með tölvu heima hjá sér. Niðurstöður sömu könnunar sýndu að 82,3%...

category-iconLandafræði

Hvað búa margir í Papey?

Í Papey er engin byggð núna en áður fyrr bjuggu þar menn. Eyjan dregur nafn sitt af Pöpum sem sumir telja að hafa búið þar til forna. Um byggð þeirra í eyjunni er hægt að lesa í svari við spurnigunni Eru til áþreifanlegar sannanir fyrir veru papa á Íslandi fyrir landnám norrænna manna? Papey var eina byggða...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Bergmann Einarsson stundað?

Eiríkur Bergmann Einarsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðasetursins við sama skóla. Eiríkur hefur stundað rannsóknir á sviði þjóðernishyggju, popúlisma, Evrópumála og þátttökulýðræðis. Hann hefur skrifað fjölda fræðirita – bækur, bókarkafla og vísindagreinar ...

Fleiri niðurstöður