Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5771 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða nöfn notuðu norrænir menn yfir lönd í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu á víkingatímum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða nöfn notuðu norrænir menn yfir lönd í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu á víkingatímum? Eru til kort sem sýna þessi nöfn? Nöfn sem notuð voru af norrænum mönnum á víkingatímanum yfir lönd eða svæði í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu er ekki að finna á neinum kortum frá þeim ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er marblettur?

Hér eru einnig svör við spurningunum:Hvernig fær maður marbletti og af hverju breytist liturinn á húðinni?Af hverju fær maður kúlur ef maður rekur sig í? Allir hafa dottið eða rekið sig í eitthvað og fengið í kjölfarið kúlu á höggstað og síðan marblett. Marblettur myndast eftir högg sem nær til mjúku vefjanna und...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef það kemur kvika upp úr jörðinni við eldgos myndast þá ekki tómarúm annars staðar eða er kvikuframleiðsla endalaus?

Ágæt spurning, en svarið er nei – ekkert tómarúm myndast. Reyndar er til merk regla í jarðfræðinni sem segir: Náttúran þolir ekki tómarúm (á ensku: Nature abhors vacuum). Kannski mætti líkja eldstöð við vatnsfyllta blöðru sem hleypt er úr: rúmmál blöðrunnar minnkar sem svarar vatnstapinu en blaðran er jafnfull...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er sjávarfló?

Í flokkunarfræðilegu tilliti er engin tiltekin tegund eða flokkur dýra undir heitinu sjávarfló. Hugsanlegt er þó að smávaxin krabbadýr sem lifa í sjó og hafa endinguna -fló gangi undir heitinu sjávarflær á meðal almennings. Þegar talað er um sjávarflær gæti fólk því átt við krabbadýr eins og marflær og botnlæga...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða bjargfuglar aðrir en lundar verpa í holum?

Lundinn (Fratercula arctica) gerir sér djúpa holu í svörð til þess að verpa í, en einnig verpir hann undir steinum og í glufum. Fleiri fuglar beita svipuðum aðferðum við varp. Lundinn gerir sér holu til að verpa í á grösugum eyjum, höfðum og brekkum ofan við bjargbrúnir eða í urðum undir þeim. Stormsvala (Hy...

category-iconHugvísindi

Hvað er fóstbræðralag og hvers vegna sórust menn í fóstbræðralag?

Í ýmsum Íslendingasögum segir frá þeim sið manna að sverjast í fóstbræðralag. Af lýsingum má dæma að þetta hafi verið heiðinn siður en ekki stundaður á þeim tíma þegar sögurnar voru færðar í letur. Í Gísla sögu Súrssonar er lýst hugmyndum 13. aldar manna um það hvernig slíkri athöfn hefði verið háttað í heiðnum...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig fara fræðimenn að því að flokka eddukvæði?

Í ljósi þess að hugtakið eddukvæði er aðallega notað um kvæðin í handritinu Konungsbók hefur handritið iðulega mótað hvernig fræðimenn hugsa um flokkinn eða bókmenntagreinina ef eddukvæði eru skilin sem bókmenntagrein. Þannig er sú siðvenja að flokka kvæðin eftir umfjöllunarefni í goða- og hetjukvæði mjög undir áh...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið bolla fyrir blandaðan, áfengan drykk?

Bolla í merkingunni ‘áfengisblanda’ er tökuorð en hvernig það barst er ekki fullvíst. Hugsanlega úr eldri dönsku punchebolle um skál undir áfenga vínblöndu. Í dönsku er nú notað tökuorðið bowle sem merkir annars vegar ‘skál undir glögg, púns, rauðvínsblöndu’ og hins ‘drykkinn sjálfan, púnsbolla’. Uppruninn er v...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig var sólmyrkvi notaður til að sýna fram á kenningar Einsteins?

Þann 6. nóvember 1919 var haldinn fundur sem átti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir Albert Einstein og viðtökurnar á kenningum hans. Að fundinum stóðu tvö félög, Konunglega breska vísindafélagið (the Royal Society) og Konunglega breska stjarnfræðifélagið (the Royal Astronomical Society). Fundarstjóri var forseti V...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu lengi hafa köngulær verið á Íslandi og hvernig komust þær hingað?

Upprunalega spurningin tók til nokkurra þátta og hluta hennar er svarað í öðru svari eftir sama höfund. Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslenskar tegundir, þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er líklegt að ísinn neðst í Vatnajökli sé gamall?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvað er líklegt að ísinn neðst undir Vatnajökli sé gamall? Gæti hann verið frá því á landnámsöld? Sumarið 1972 náðu starfsmenn Raunvísindastofnunar Háskólans og félagar í Jöklarannsóknafélagi Íslands borkjarna úr jökulís Bárðarbungu. Því miður náði borinn ekki lengra en niður á ...

category-iconJarðvísindi

Hversu gamall er Þríhyrningur í Fljótshlíð og hvernig myndaðist hann?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hversu gamall er Þríhyrningur í Fljótshlíð og hvernig myndaðist hann? Ef þetta er eldfjall, hvenær gaus það síðast? Þríhyrningur er ofurlítill fjallshryggur úr móbergi með stefnu SV-NA, sem er sprungustefna á Suðurlandi. Þannig hefur fjallið myndast á stuttri gossprungu við eld...

category-iconHugvísindi

Hvers konar þúfu er hægt að gera að féþúfu?

Elsta dæmi um orðið féþúfa í söfnum Orðabókar Háskólans er frá miðri 17. öld og kemur þar fyrir í orðasambandinu að gera féþúfu úr einhverju en algengastu myndirnar eru að gera sér eitthvað að féþúfu ‛hagnast á einhverju (oft með vafasömum hætti)’ og hafa einhvern að féþúfu ‛féfletta e-n’. Það var t...

category-iconStærðfræði

Hvað er hægt að segja um líkindi í svokölluðum þriggja skelja leik?

Upphafleg spurning var:Hvers vegna haldast líkurnar 1/3 að maður velji rétta skel þegar stjórnandi í svokölluðum þriggja skelja leik lyftir upp annarri af þeim tveimur skeljum sem kúlan er ekki undir og leyfir manni að giska á þær tvær sem eftir eru. Breytir það þá ekki líkunum í 1/2 þó að stjórnandi viti alltaf u...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð Ísland til?

Ísland hefur hlaðist upp við síendurtekin eldgos á nokkrum tugmilljónum ára. Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. Þannig er heitur reitur líka undir Hawaii-eyjum svo dæmi sé tekið. Ísland byrjaði að myndast fyr...

Fleiri niðurstöður