Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5048 svör fundust
Hvað er langt í það að unnt verði að setja tæki inn í sykursjúka?
Hægt hefur verið að græða sjálfvirka insúlíndælur inn í sykursjúka að minnsta kosti síðastliðin 20 ár. Þetta er þó sjaldan gert og þykir ekki betri kostur en að sprauta sig 4 sinnum á dag eða að hafa tölvustýrða dælu utan á líkamanum. Gallinn við þessar sjálfvirku dælur er að enn hefur ekki tekist að láta þær mæla...
Hylma ríkisstjórnir yfir tilvist geimvera eins og oft má sjá í kvikmyndum?
Þrátt fyrir allt leita ríkisstjórnir oft ráða hjá þeim sem best vita um viðkomandi efni, til dæmis hjá vísindamönnum. Vísindamenn krefjast yfirleitt staðgóðra gagna eða "sannana" áður en þeir fara að trúa verulegum nýmælum eins og þeim til að mynda að geimverur hafi sést á jörðinni eða þeim hnetti sem um er að ræð...
Hvað þýðir www?
Tvöföldu vöffin þrjú sem koma fyrir í vefslóðum eru skammstöfun fyrir World Wide Web sem þýðir veraldarvefur. Veraldarvefurinn er ákveðið kerfi til upplýsingamiðlunar sem notað er á Internetinu. Hann átti upptök sín hjá evrópsku öreindarannsóknastöðinni CERN við Genéve í Sviss. Internetið er tölvunet sem nær yf...
Hvað eru mörur?
Mara er, samkvæmt gamalli þjóðtrú, óvættur sem ræðst á sofandi fólk. Það að fá martröð er að vera troðin af möru. Oftast var talað um mörur sem kvenkyns verur en þó voru þær mörur sem ásóttu konur gjarnan taldar karlkyns. Þessi þjóðtrú var útbreidd víða í Norður-Evrópu, svo sem á Bretlandseyjum (samanber nightm...
Hvenær byrjuðu menn að trúa á guð?
Þessari spurningu er ekki hægt að svara af þeirri einföldu ástæðu að enginn veit svarið. Í einhverjum elstu rituðu textum sem til þessa hafa fundist er getið um guði. Fyrir fjögur til fimm þúsund árum voru guðir sem sagt dýrkaðir með bænum og helgiathöfnum, að minnsta kosti á því svæði sem til hægðarauka er oft...
Er það rétt að tiltölulega fleiri örnefni í landinu tengist svínum en sauðfé? Ef svo er, hvernig stendur þá á því?
Ólíklegt er að tiltölulega fleiri örnefni hér á landi tengist svínum en sauðfé. Engin leið er að komast að því sanna, því að ógerningur er að telja íslensk örnefni með neinni nákvæmni eins og er. Purkey í Hvammsfirði.Vissulega eru mörg örnefni tengd svínum í landinu, Svínahraun, Galtafell, Gyltuskarð, Gríshóll, P...
Hvað heitir hæsti maður í heimi og hvað er hann hár?
Hér er einnig svarað spurningu Rutar Bergmann: „Hvað var Jóhann risi hár?” Hæsti maður í heimi heitir Wang Fengjun frá Kína en hann er meira en 2,5 metrar á hæð. Fengjun er 22 ára og á að fara í aðgerð sem á að fá hann til að hætta að stækka. Aðrir spítalar hafa neitað að framkvæma þessa aðgerð af því að hún ku...
Hvaða aðferðum beitum við til málverndar?
Í orðinu málvernd felst hérlendis sú hugsun að efla íslenska tungu og stuðla að varðveislu hennar bæði í rituðu og töluðu máli. Það er gert á ýmsan hátt en þetta mætti nefna sem dæmi:Íslensk málnefnd er lögum samkvæmt málverndar- og málræktarstofnun. Hlutverk hennar er að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um íslens...
Hvers vegna missir maður tennurnar?
Það telst vera hluti af eðlilegu þroskaferli barna að missa tönn. Börnin verða hreykin og upp með sér þegar fyrsta tönnin losnar og fellur. Það gerist oft við sjö ára aldur. Þegar börn eldast og höfuðkúpan stækkar þurfa tennurnar að stækka í samræmi við vöxtinn. Smáar barnatennur kæmu að litlu gagni fyrir fullv...
Hvernig sannar vitund að til er annað en hún?
Spyrjandi á væntanlega við hvort mögulegt sé, og þá hvernig, að setja fram sönnun á tilvist annarra hluta en eigin vitundar. Erfitt, eða jafnvel ómögulegt, er að efast um tilvist eigin vitundar en spurningin er hvort ég geti til dæmis sannað að hlutirnir sem ég skynja í kring um mig eigi sér sjálfstæða tilvist fre...
Hversu skaðleg eru E-efni líkamanum?
Ekki er hægt að svara þessari spurningu með einföldum hætti. E-efni eða aukaefni eru notuð í matvælaiðnaði til að hafa áhrif á geymsluþol, lit, lykt, bragð eða aðra eiginleika matvæla. Þau eru því mjög ólík innbyrðis og áhrif þeirra á líkamann mjög mismunandi. Sem dæmi má nefna að askorbínsýra, öðru nafni C-vítam...
Af hverju er salt í sjónum en ekki í vatninu sem við drekkum?
Þessu er að miklu leyti svarað í texta Sigurðar Steinþórssonar um spurninguna Hvers vegna er sjórinn saltur? og í öðrum svörum sem lesendur geta kallað fram með því að setja efnisorðið salt inn í leitarvél okkar. Vatnið sem við drekkum er yfirleitt komið úr einhvers konar brunnum. Það er í aðalatriðum regnvatn...
Hverjar yrðu afleiðingar hitafarslækkunar sem nemur 5°C á Íslandi?
Ef 5 gráðu hitafarslækkun skilaði sér jafnt á öllum árstímum og hitafall með hæð yrði ekki ólíkt því sem nú er mætti fá nokkra hugmynd um hvernig umhorfs væri á láglendi á Íslandi með því að líta til landsvæða sem eru í um 800 metra hæð yfir sjó. Í þeirri hæð er harla lítill gróður, snjór þekur jörð allan veturinn...
Hvaðan kemur orðtakið "að koma út úr skápnum"?
Íslenska orðtakið „að koma út úr skápnum” er einfaldlega þýðing úr ensku, „coming out of the closet,” og er notað yfir það þegar fólk sem af einhverjum ástæðum hefur talið sig þurfa að fela kynhneigð sína gerir hana opinbera. Á íslensku er líklega oftar talað um að koma „úr felum.” Vegna fordóma í þjóðfélag...
Eru til eitraðir kolkrabbar við Ísland?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað eru margar tegundir kolkrabba hér við Ísland og hversu stórir geta þeir orðið. Eru einhverjir þeirra eitraðir?Sennilegt er að tvær tegundir kolkrabba lifi við Ísland. Önnur tegundin nefnist á ensku ‘lesser octopus’ eða ‘curled octopus’ (Eledone cirrhosa) en hina hefur ...