Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7658 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til alíslenskt orð yfir tennis?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er til alíslenskt orð yfir tennis? Það er ekki tökuorð eins og tennis er. Mér er ekki kunnugt um að reynt hafi verið að finna íslenskt heiti fyrir tennis. Orðið er væntanlega tökuorð beint úr ensku. Eldra heiti er lawn-tennis (af lawn „flöt“, það er vallartennis) og...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar hafa vísindamenn fundið risaeðlubein?

Steingerðar leifar beina risaeðla hafa fundist á öllum meginlöndum jarðar; Suðurskautslandinu, Ástralíu, Asíu, Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Einnig á stórum eyjum eins og Madagaskar, Japan og á Grænlandi. Rauðu punktarnir sýna fundarstaði steingerðra leifa risaeðla. Risaeðlurnar komu fyrst fram fyrir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær er næsta helgi?

Upprunlega spurningin hljóðaði svo:Myndi þetta ekki flokkast undir málvísindi? Í dag er fimmtudagurinn 3. nóvember árið 2016. Hvenær er næsta helgi? Svarmöguleikar eru 4.-6. nóvember og 11.-13. nóvember. Hér er einnig svarað spurningu Hauks Más:Ef við erum í miðri viku og sagt er um næstu helgi. Hvort er verið ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er allt gert úr frumum?

Svarið við þessu fer svolítið eftir því hvað átt er við með orðinu „allt“, hvort þar sé verið að vísa til allra lífvera eða hvort átt sé við ALLT í stærra samhengi. Í niðurlagi svars Halldórs Þormars við spurningunni Hver uppgötvaði frumuna? er minnst á frumukenninguna en samkvæmt henni er fruman frumeining all...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju erum við með tær?

Tærnar gegna mikilvægu hlutverki þegar við göngum eða hlaupum og einnig við að halda jafnvægi. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Til hvers þurfum við tær? segir til dæmis: Stóratá tekur þátt í að halda jafnvægi og hinar tærnar virka sem stökkbretti. Allar tærnar taka þátt í gang- og hlaupahreyfing...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hefðum við getað borðað risaeðlukjöt?

Mannfólkið hefur mikla aðlögunarhæfni og hefur lært að nýta sér þær tegundir sem lifa í umhverfinu sér til matar. Þannig þykir margt, sem við hér á Íslandi erum ekki vön að leggja okkur til munns, vera sjálfsagður matur í öðrum heimshlutum. Risaeðlurnar voru mjög fjölbreyttar bæði að stærð og líkamsgerð, búsvæ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fá menn hausverk?

Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir höfuðverk eins og kemur fram í svari Magnúsar Jóhannsonar við spurningunni Af hverju fær maður höfuðverk? Þar segir meðal annars að höfuðverkur sé líklega algengasta sjúkdómseinkenni sem við þekkjum. Oftast er hann fylgifiskur sjúkdóma eða sótthita og er einungis örsjaldan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju heitir Alþingi Alþingi en ekki Alþing? Þ.e. af hverju þessi -i ending? Orðið þing beygðist til forna eins og í dag, í þágufalli þingi og í eignarfalli þings. Í fornnorrænni málfræði eftir Adolf Noreen er ekki minnst á hliðarmyndina þingi, aðeins þing. Í fornmá...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert er fræðiheitið á blóminu gleym-mér-ei?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað getið þið sagt mér um blómið gleym-mér-ei? Latneska heiti plöntunnar gleym-mér-ei er Myosotis arvensis. Á tungumálum nágranna okkar er heitið ekki ósvipað því íslenska því á ensku kallast plantan field forget-me-not, á dönsku er heitið mark-forglemmigej og Acker-Vergißmei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða seyði er í heiti Seyðisfjarðar?

Tveir firðir með þessu nafni eru á landinu, annar á Austfjörðum og hinn á Vestfjörðum. Heiti þeirra eru alveg eins nú en svo hefur ekki alltaf verið. Í Landnámabók er sá eystra skrifaður Seyðarfjörður en sá vestra Seyðisfjörður. Ekki er þó víst að þessi munur sé til marks um mismunandi merkingu eða uppruna. Í ísle...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða draumur er í dós?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur hugtakið “draumur í dós”? Hvaða draumur og úr hvaða dós? Orðið draumur hefur tvær merkingar. Annars vegar ‘fyrirburður í svefni’ og hins vegar ‘eitthvað ljómandi gott, indælt’. Síðari merkingin virðist tiltölulega ung og hefur líklega borist hingað frá Dan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver fann upp orðið lýðveldi?

Elstu þekktu dæmin um orðið lýðveldi (e. republic) í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru í ritinu Miðaldarsagan eftir Pál Melsteð frá 1866. Það er því ekki mjög gamalt í málinu. „átti Genúa í ófriði við lýðveldið Písa.“ (bls. 224)„Hið elzta miðaldaríki á Ítalíu var lýðveldið Venezía.“ (bls. 226) Aðeins eld...

category-iconVeðurfræði

Hver er munurinn á ísjaka og borgarísjaka?

Með borgarís eða borgarísjaka er einvörðungu átt við ís sem á uppruna sinn að rekja til jökuls á þurru landi. Þegar skriðjökull nær í sjó fram brotnar smám saman framan af jöklinum. Háreistur borgarís myndast þá og tekur að reka á haf út. Fyrr eða síðar brotnar borgarísinn og úr verða borgarbrot sem bráðna síðan í...

category-iconVísindafréttir

Vísindavefurinn svarar spurningum um árið 1944

Í ár eru liðin 75 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi. Af því tilefni mun Vísindavefurinn leggja sérstaka áherslu á að svara spurningum sem tengjast hugtökunum lýðveldi og lýðræði en einnig spurningum um allt það sem lesendur og spyrjendur Vísindavefsins hafa áhuga á að vita um árið 1944, og tengist listu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Fara kanínur í dvala á veturna?

Ýmsar dýrategundir leggjast í dvala til þess að lifa af tímabil sem reynast þeim erfið, til dæmis vegna kulda. Þá hægist á öllum efnaskiptum, líkamshiti þeirra fellur og þau þurfa ekki að nærast. Kanínur tilheyra héraætt (Leopridea) rétt eins og hérar. Engin þeirra um 60 tegunda sem tilheyra þeirri ætt leggst...

Fleiri niðurstöður