Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8342 svör fundust
Hvernig varð Þingvallavatn til?
Þingvallavatn fyllir suðurenda Þingvalla-lægðarinnar svonefndu, sem er sigdalur milli Hengils í suðri og Skjaldbreiðar í norðri. Sigdalur þessi er afleiðing af landsigi vegna gliðnunar jarðskorpunnar milli Norður-Ameríku- og Evrasíuflekanna, enda er oft litið á Þingvallalægðina sem mörk flekanna tveggja, N-Amerík...
Hvað er loftslag og hvernig getur það breyst með tímanum?
Með orðinu ‚loftslag‘ er átt við heildarmynd veðurs á tilteknum stað eða svæði, þegar veðrið er skoðað yfir lengri tíma, þannig að skammvinnar sveiflur veðursins jafnast út. Þegar við segjum til dæmis að loftslag í Kaupmannahöfn sé hlýrra en í Reykjavík, þá meinum við ekki að hitamælirinn þar standi hærra en hér a...
Hvað gera alþingismenn annað en að setja ný lög og breyta lögum?
Hlutverk þingmanna á Íslandi er margþætt. Það helgast af því að Alþingi fer með löggjafarvaldið og á Alþingi sitja kjörnir fulltrúar stjórnmálaflokka. Auk þess er Ísland þingræðisríki sem þýðir að engin ríkisstjórn situr nema hún hafi stuðning meirihluta þingmanna og oftast nær koma ráðherrar úr röðum þingmanna. Þ...
Af hverju geta Ísraelar og Palestínumenn ekki lifað saman í sátt og samlyndi?
Í grófum dráttum snýst deila Palestínumanna og Ísraela um land. Annar aðilinn, Palestínumenn, sem eru Arabar, er að heyja sjálfstæðisbáráttu til að mynda eigið ríki á landi sem þeir telja að hafi verið tekið frá þeim með valdi af Ísraelsmönnum. Hinn aðilinn, Ísraelsríki, stofnsett af Gyðingum, vill halda sínum hlu...
Hver var Nobunaga Oda og hvaða hlutverki gegndi hann við sameiningu Japans?
Nobunaga Oda (1534-1582) var einn af valdamestu lénsherrum (daimyo) í Japan á sextándu öld. Það tímabil hefur verið nefnt sengoku-öldin (戦国時代) í japanskri sögu. Hugtakið daimyo hefur gjarnan verið þýtt sem barón á íslensku en hér verður notast við orðið lénsherra sem er meira lýsandi. ...
Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum og hver var munurinn á milli dýrkun Rómverja og Grikkja á guðunum? Bæði Grikkir og Rómverjar voru fjölgyðistrúar, það er trúðu á marga guði. Sumir grísku guðanna voru ævafornir indóevrópskir guðir sem höfðu fylgt G...
Hverjar eru dauðasyndirnar (erfðasyndirnar) sjö?
Hinar sjö kristnu höfuðsyndir, eða dauðasyndirnar sjö eru eftirtaldar: Hroki, öfund, reiði, þunglyndi, ágirnd, ofát og munúðlífi. Í Íslensku alfræðiorðabókinni er leti talin upp í stað þunglyndis. Þessar sjö syndir eru ekki taldar upp berum orðum í Biblíunni og því síður nefndar dauðasyndir. Marteinn Lúther tel...
Sjá apar í lit?
Apar eru skógardýr. Til að greina í sundur ávexti frá laufskrúða í trjám er nauðsynlegt að hafa yfir að ráða sjónskynjun sem greinir liti. Nýlegar rannsóknir bandarískra vísindamanna hafa staðfest þetta samkvæmt grein frá síðasta ári í hinu virta vísindatímariti Nature. Prímatar eru einu spendýrin sem vitað er t...
Gæti ég fengið að vita allt um hornsíli?
Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) er ein af tólf tegundum síla innan ættarinnar Gasterosteidae. Þessar tegundir lifa á norðurhveli jarðar. Hornsíli draga nafn sitt af broddum sem eru á bakinu framan við bakuggann. Hornsílið hefur þrjá slíka brodda enda kallast hornsílið á ensku threespice stickleback. Aðrar teg...
Hvað merkir orðið biskup upphaflega og hverjar eru orðsifjar þess?
Íslenska orðið biskup er líklegast fengið úr fornensku. Þar kemur fyrir orðið biscop eða bisceop í sömu merkingu. Það kemur líka fyrir í latínu (episcopus) en upphaflega er það komið úr forngrísku, episkopoV (epískopos). Það orð er dregið af grísku sögninni episkopew (episkopéo) sem þýðir: 'horfa á', 'skoða', 'fyl...
Hvað er laxsíld?
Laxsíld er samheiti yfir nokkrar tegundir af laxsíldaættinni (l. Myctophidae). Laxasíldar eru litlir, þunnvaxnir og stórmynntir fiskar sem halda sig á miðsævinu á úthafinu. Í riti Gunnars Jónssonar, Íslenskir fiskar er getið um 10 tegundir af þessari ætt sem fundist hafa innan íslensku efnahagslögsögunnar en all...
Hefur einhver komið með spurningu sem þið hafið ekki getað svarað?
Svarið er nei, þetta hefur ekki gerst svo að við vitum. Málið er að það er alltaf hægt að segja eitthvað "af viti" um spurninguna, hversu ólíklegt sem það kann að virðast við fyrstu sýn. Hins vegar hafa okkur borist svo gríðarlega margar spurningar að við höfum ekki komist yfir að svara þeim öllum, en það er annað...
Getur maður einhvern tímann orðið fullmenntaður?
Það er ekki hægt að gefa eitt ákveðið svar við þessari spurningu því orðið fullmenntaður er hægt að skilja á fleiri en einn veg. Hér eru þrjú af mörgum mögulegum svörum við spurningunni. 1. Fullmenntaður getur merkt að maður hafi næga menntun í einhverju fagi eða námsgrein til að hann geti gengist undir lokapró...
Hvernig gefa froskar frá sér eitur?
Fjölmargar tegundir froska eru eitraðar. Eitrið sem froskdýr hafa þróað með sér, gegnir nokkuð öðru hlutverki en hjá öðrum dýrum, svo sem snákum og köngulóm. Snákar nota eitur til að veiða bráð og eru því með eiturkirtla í kjaftinum auk þess að hafa kröftugar skögultennur til að koma eitrinu frá sér. Eiturkirtlar ...
Væri höfuðborgarsvæðið í hættu ef gos hefst í Bláfjöllum? Hvaða svæði væru í mestri hættu?
Hér er einnig svar við spurningunni:Hvaða áhrif hefði eldgos í Bláfjöllum á höfuðborgarsvæðið? Ef eldgos kæmi upp í Bláfjöllum myndi það að öllum líkindum tengjast basískri kviku en það er sú bráð sem alla jafna myndar hraun og litla gosmekki. Ætla má að í byrjun yrði gosið öflugt sem gæti leitt til þess að flugu...