Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5051 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið edrú?

Orðið edrú ‘ódrukkinn, allsgáður’ er tökuorð úr dönsku ædru sem hefur sömu merkingu. Það virðist ekki vera gamalt í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi frá miðri 20. öld en edrú gæti þó vel verið eldra í talmáli. Þeir sem eru edrú hafa ekki smakkað á neinum af þessum drykkjum. Orðið er s...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju má ljúga þann 1. apríl?

Sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl er margra alda gamall. Líklega má rekja hann til Evrópu á miðöldum en þá tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar. Nýárið var fæ...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju þurfum við að anda að okkur súrefni til að lifa?

Mikilvægum áfanga í sögu lífsins á jörðinni var náð þegar til urðu lífverur sem gátu hreyft sig af eigin rammleik og leitað þannig uppi fæðuna. Einnig gátu þær þá leitað sér skjóls og svo framvegis. En til þess að geta þetta þarf orku og þá orku fengu þessar lífverur með því að "brenna" efnum úr fæðunni eins og þa...

category-iconHugvísindi

Standa þingmenn í eldamennsku þegar eldhúsdagsumræður fara fram?

Orðið eldhúsdagur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur í fyrsta lagi merkt ‘annadagur í eldhúsi’ og er þá átt við að mikið sé um að vera, til dæmis í sláturtíðinni þegar unnið er við að sauma vambir, brytja mör og svo framvegis. Í öðru lagi var áður fyrr talað um að halda sér eldhúsdag um að gera sér glaðan da...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við tölum til dæmis um að hlutir séu kolsvartir og rósrauðir. En hver er skýringin á því að hlutir séu heiðgulir?

Nafnorðið heið merkir ‛skýlaus himinn, bjart loft’. Það er í þágufalli heiði og af þeirri mynd er leidd hvorugkynsmyndin heiði í sömu merkingu. Vel er þekkt að sagt sé: „sól skín í heiði“ ef úti er glaðasólskin og skýlaus himinn. Sólin er þá sterkgulur hnöttur í heiðríkjunni og er ekki ólíklegt að litarheiti...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er íslenska nafnið á risaeðluættkvíslinni Corythosaurus?

Íslenska nafnið á ættkvíslinni Corythosaurus er andarkemba, en einnig kúfeðla. Latneska heitið má hins vegar þýða sem hjálmeðla. Fyrst var talið að allt að sjö tegundir tilheyrðu ættkvíslinni en rannsóknir hafa síðar leitt í ljós að líklega var tegundin aðeins ein, Corythosaurus casuarius. Andarkemba (Corythos...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er starinn í húsinu mínu byrjaður að verpa?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er starinn byrjaður að verpa? Í dag er 15. apríl og það er mikið að gerast í hreiðurgerð í húsinu mínu. Við viljum gjarnan losa okkur við hreiðrin áður en það koma egg/ungar í þau - er það of seint? Varptími starans (Sturnus vulgaris) er frá seinni hluta apríl og fram eft...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju lifa skjaldbökur lengur en menn?

Það er rétt að nokkrar tegundir skjaldbaka geta náð mun hærri aldri en menn, svo sem risaskjaldbökurnar sem lifa á Galapagoseyjum. Það eru sennilega þróunarfræðilegar ástæður fyrir því að þessar skjaldbökur geta náð svo háum aldri, eða allt að 200 árum. Risaskjaldbaka. Dýr sem lifa við erfið skilyrði þar sem ekk...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta bakteríur stækkað og orðið eins stórar og menn?

Nei, bakteríur geta ekki orðið jafnstórar og menn af þeirri meginástæðu að bakteríur sem eru aðeins ein fruma hafa ákveðna hámarksstærð. Bakteríur geta ekki orðið jafnstórar og menn. Eftir því sem lífverur urðu stærri í árdaga lífsins urðu þær að þróa með sér virkara flutningskerfi til að fá næringu og súre...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju eru holur á tunglinu?

Holurnar á tunglinu eru gígar sem hafa orðið til þegar loftsteinar hafa rekist á tunglið. Einhverjir gíganna kunna þó að vera komnir til við eldvirkni. Minnstu gígarnir á tunglinu eru agnarsmáir, þeir hafa fundist í tunglgrjóti sem geimfarar hafa komið með til jarðarinnar. Stærsti gígurinn á tunglinu er um 360 ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að fara spönn frá rassi? Hvað er átt við með því?

Orðið spönn er ákveðin mælieining ‛þriðjungur úr alin, bilið milli góma þumalfingurs og litlafingurs (eða vísifingurs) útglenntra’. Orðasambönd með spönn og rassi eru til í fleiri en einni gerð. Elst dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er um að sjá ekki spönn úr rassi, það er að sjá nánast ekkert og er það úr ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Mætti ég heita sama nafninu tvisvar, til dæmis Klara Klara eða Klara Malín Klara?

Í fyrstu grein laga um mannanöfn nr. 45 frá 1996 segir svo:Fullt nafn manns er eiginnafn hans eða eiginnöfn, millinafn, ef því er að skipta, og kenninafn. Eiginnöfn og millinafn mega aldrei vera fleiri en þrjú samtals. Í fjórðu grein stendur: „Hverju barni skal gefa eiginnafn, þó ekki fleiri en þrjú.“ Í hvorug...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skarlat í skarlatsskikkju og hvaðan kemur orðið?

Skarlat er vandaður, erlendur ullarvefnaður sem var mjög eftirsóttur til forna til dæmis í skarlatsskikkjur. Þær voru stundum fóðraðar með hvítu skinni og þótti slík skikkja mesta gersemi. Skarlat getur verið í ýmsum litum en oftast þó rauðum. Skarlat er vandaður, erlendur ullarfatnaður. Málverkið er frá fyrri...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er talað um að kyrkja þegar einhver er tekinn hálstaki?

Sögnin að kyrkja merkir að ‘kæfa einhvern, drepa einhvern með því að taka um háls hans og stöðva öndunina, taka einhvern kverkataki’. Hálsinn að framanverðu, hornið milli höku og háls, nefnist kverk og sé tekið fyrir kverkarnar á einhverjum nær hann ekki andanum, hann kafnar, hefur verið kyrktur. Hálsinn að fr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru þeir sem vinna „að heiman“ heima hjá sér?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað þýðir að vinna að heiman? Margir segjast nú á dögum vera að vinna að heiman og eiga við að þeir séu að vinna heima hjá sér. Er þetta rétt? Getur ekki verið að „að heiman“ þýði fjarri heimili. Ég er að vinna fjarri heimili mínu. Í atviksorðinu heiman er fólgin hreyf...

Fleiri niðurstöður