Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2868 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er flóðmiga og er til einhver meðferð við henni?

Flóðmiga (diabetes insipidus) er sjúkdómur sem stafar af vanseyti á þvagtemprandi hormóni (ÞTH - e. ADH eða vasopressin). ÞTH er myndað í undirstúku heilans og er geymt í og seytt frá afturhluta heiladinguls. Seyti ÞTH fer eftir styrk natrínjóna og vatnsmagns í blóði en þetta tvennt helst í hendur. Ef natrínjónast...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er Marsjeppinn Curiosity stór og hvernig er hann knúinn áfram?

Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef lyfjasendingar hættu að berast hversu lengi mundi lyfjaforði landsins endast miðað við eðlilega læknisþjónustu?

Ætla má að lyfjabirgðir í landinu séu til um það bil eins mánaðar, sjaldan meiri og stundum minni. Það er engin bein kvöð á innflytjendum eða framleiðendum lyfja að eiga birgðir til ákveðins tíma. Í lyfjalögum stendur þó að lyfjaheildsölu sé skylt að eiga nægar birgðir, að mati heilbrigðisyfirvalda, af tilteknu...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna kom jarðskjálfti á Haítí í janúar árið 2010?

Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni Hvað veldur jarðskjálftum? kemur fram að ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, ýtast hvor frá öðrum, eða þrýstast hver undir annan. Á öllum þessum flekasamskeytu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Get ég aukið hjartsláttinn með því að hugsa um hlaup og kæmi það þá í staðinn fyrir líkamlegu áreynsluna?

Hjartað og hjartsláttur eru að mestu leyti undir stjórn ósjálfráða taugakerfisins. Svonefnd drif- og sefkerfi (e. sympathetic and parasympthetic nervous system) sjá um þessa stjórn og það er samspil þeirra sem ræður hjartsláttartíðni. Drifkerfið eykur hjartslátt og kraftinn í slögunum en sefkerfið lækkar hjartslát...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða hlutverki gegnir mænan í okkur og hvernig starfar hún?

Mænan er langur, mjór strengur úr taugavef og stoðfrumum sem liggur frá heilanum, nánar tiltekið mænukylfu, niður eftir bakinu að lendaliðum þar sem hún greinist í knippi sem kallast mænutagl. Saman mynda mænan og heilinn miðtaugakerfi líkamans. Mænan liggur í gegnum hrygginn, sem verndar hana fyrir hnjaski. Hún e...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Lundúnabrunann mikla árið 1666?

Lundúnabruninn mikli (e. The Great Fire of London) var stórbruni sem gekk yfir Lundúnaborg frá og með sunnudeginum 2. september 1666 til miðvikudagsins 5. september 1666. Bruninn náði að eyða nær allri gömlu borginni innan rómverska borgarmúrsins. Það er sá hluti Lundúna sem kallast „Borgin“ (e. City) sem brann...

category-iconJarðvísindi

Hvað dóu margir í stóra jarðskjálftanum í Japan árið 2011?

Þegar atburðir verða sem kosta mörg mannslíf, eins og til dæmis miklar náttúruhamfarir, eru upplýsingar um manntjón yfirleitt mjög á reiki fyrst á eftir. Það getur tekið nokkurn tíma að fá rétta mynd af því hversu margir fórust og hversu margra er saknað. Sú var líka raunin í jarðskjálftanum mikla í Japan þann 11....

category-iconJarðvísindi

Hver er stærsti jökull í Evrópu? Samnemandi minn og faðir hans, sem er sagnfræðingur og fróður mjög, halda því fram að það sé jökull í Rússlandi.

Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan dag, við erum að ræða það í skólanum hver sé stærsti jökull í Evrópu. Einn samnemandi minn segir að það sé jökull í norður Rússlandi, faðir hennar heldur því fram en hann er frægur sagnfræðingur og fróður mjög. En kennarinn minn og allir aðrir sem ég tala við segja að það s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða orð á að nota yfir kynfæri kvenna og er píka upprunalegasta orðið?

Spurningin frá Þebu hljóðaði svo:Nú eru uppi miklar pælingar um hvaða orð eigi að nota yfir kynfæri kvenna. Sumir segja að það eigi að nota orðið píka því það sé það „upprunalegra“ en aðrir benda á önnur orð, til dæmis budda, pjalla, pjása, klobbi, klof og fleira, og segja að þau eigi jafnmikinn rétt á sér. Þá...

category-iconTölvunarfræði

Er örugglega ekki hægt að persónugreina kjósendur í kosningakerfi Pírata?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Spurningin fellur ekki alveg að tilgangi staðreyndavaktarinnar en þar sem hún tengist óneitanlega umræðu í aðdraganda var ákveðið að taka hana til meðferðar. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísind...

category-iconLandafræði

Hver eru höfin sjö?

Spurningin í fullri lengd var: Við hvaða höf er átt þegar talað er um höfin sjö? Talað hefur verið um höfin sjö í þúsundir ára en sagt er að rekja megi hugmyndina eða orðatiltækið að minnsta kosti til Súmera um 2300 f.Kr. Merkingin sem lögð er í orðatiltækið höfin sjö er ekki alltaf hin sama og hún móta...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru fóstur sníkjudýr?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Sumir vilja meina að þegar kona gengur með barn að fóstrið sé eins og sníkjudýr í líkama hennar. Er rétt að segja það? Er fóstur það sama og sníkjudýr? Áður en þessari spurningu er svarað er vert að rifja upp skilgreiningu á sníkjudýri. Sníkjudýr er lífvera sem lifir á annarr...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru helstu jarðskjálftasvæðin í heiminum?

Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Langflestir jarðskjálftar tengjast hreyfingum þessara fleka. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum (hjárek), ýtast hvor frá öðrum (frárek), eða þrýstast hver undir annan (samrek). Á öllum þessum flekasamskeytum byg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar á landinu er Sjömannabani?

Fjöldi örnefna felur í sér tölumerkingu af einhverju tagi og er efni sem gaman er að velta nokkuð fyrir sér. Þar kennir ýmissa grasa þegar litið er til uppruna nafnanna og hlutverks þeirra. Mjög mörg þjóna þeim tilgangi helst að telja eða lýsa landslagi og aðstæðum. Annar flokkur nafna varðar einhvers konar mat...

Fleiri niðurstöður