Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3153 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver eru eiginlega þessi „síðustu forvöð“?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver eru þessi "síðustu forvöð"? Hvaða forvöð er þá átt við? Hvaðan kemur orðatiltækið "síðustu forvöð" og hvað eru forvöð? Orðið forvað (hk.) merkir ‘vað undir sjávarhömrum sem aðeins er fært um fjöru’. Einnig er til orðið forvaði (kk.) í sömu merkingu og þekkist það v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver fann upp orðið lýðveldi?

Elstu þekktu dæmin um orðið lýðveldi (e. republic) í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru í ritinu Miðaldarsagan eftir Pál Melsteð frá 1866. Það er því ekki mjög gamalt í málinu. „átti Genúa í ófriði við lýðveldið Písa.“ (bls. 224)„Hið elzta miðaldaríki á Ítalíu var lýðveldið Venezía.“ (bls. 226) Aðeins eld...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða vífilengjur eru þetta?

Upprunalega spurningin var: Hvað þýðir orðið vífilengjur og hvaðan kemur það? Veit hvenær það er notað en hef áhuga á að vita hitt. Orðið vífilengjur (kvk.ft.) merkir ‘undanbrögð, fyrirsláttur’ og þekkist í málinu frá 16. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr biblíuþýðingu Guðbrands Þorlá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru laggir, þegar einhverju er komið á laggirnar?

Nafnorðið lögg (ef.et. laggar, nf.ft. laggir) þekkist þegar í fornmáli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:595) segir um merkinguna: ‘(botn)gróp á tunnustöfum, hornið milli stafanna og tunnubotnsins; botndreitill í íláti; lægð í landslagi, t.d. við hæðarrætur; sérstakt fjármark,…’. Orðið er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er Jón oft kallaður Nonni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er einhver ástæða fyrir því að Jón er oft breytt yfir í Nonni? Eða er það bara útaf og engin sérstök ástæða Stuttnefnið Nonni hefur verið notað lengi um mann sem heitir Jón. Erfitt er að segja hversu lengi en að minnsta kosti virðist það hafa verið vel þekkt alla 19. öldina. Jó...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsta íslenska konan sem gaf út skáldsögu?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað gerði Torfhildur skáld merkilegt? Torfhildur Hólm (1845-1918) varð fyrst íslenskra kvenna til að gefa út skáldsögu. Skáldsagan bar titilinn Brynjólfur Sveinsson biskup: Skáldsaga frá 17. öld og kom út í Reykjavík 1882. Þetta var einnig fyrsta sögulega skáldsagan í...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er húspostilla og hvernig fóru húslestrar fram?

Húspostillan er bókmenntategund sem telja má eitt einkenni á kristindómi mótmælenda. Eins og fleiri uppbyggileg rit var hún ætluð til upplestrar á heimilum. Húslestrar tíðkuðust hér á landi fram á 20. öld og eru til margar lýsingar á því hvernig þeir fóru fram. Á helgidögum og hátíðum var lesið úr húspostillu og f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er verið að bollaleggja þegar talað er um bollaleggingar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvort er rétt: bollalenging eða bollalegging, og hvaðan kemur orðið? Nafnorðið er bollalegging, oftast notað í fleirtölu bollaleggingar ‘getgáta, heilaspuni; lausleg ráðagerð, vangaveltur’ og er myndað með viðskeyti af sögninni bollaleggja ‘íhuga, hugleiða, velta fyrir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið „blá“ í samhenginu „mýrar og blár“ og „engjar og blár“?

Kvenkynsorðið blá í merkingunni ‘mýri, flói, flatlendi sem liggur undir vatni’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá 18. öld. Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans á til dæmis þrjár heimildir eftir Árna Magnússon handritasafnara úr verkinu Arne Magnussons levned og skrifter sem gefið var út 1930. Blá heiter hvar væt...

category-iconHeimspeki

Er sálin til?

Hér verður byrjað á að gera greinarmun á tvenns konar hugmyndum um eðli (manns)sálarinnar, hvað það felur í sér að segja að hún sé til. Þá verður gerður greinarmunur á ferns konar hugmyndum um hvað tilheyrir sálinni. Reynt verður að koma helstu uppástungum sögunnar fyrir í kerfi sem vitaskuld er einföldun en vonan...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna er fólk samkynhneigt? Er það aðferð náttúrunnar til að halda fólksfjölda í skefjum?

Ekki hefur tekist að finna neina eina skýringu á því hvers vegna fólk er samkynhneigt (eða gagnkynhneigt ef því er að skipta), enda hæpið að hægt sé að finna einhvern einn orsakaþátt til að útskýra jafn flókið og margþætt fyrirbæri og kynvitund og mannlegar þrár. Spurningin verður hinsvegar til í samfélagi gagnkyn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er útrýming dýrategunda alltaf manninum að kenna?

Spyrjandi bætir við:Hvaða dýrategundum hefur maðurinn útrýmt og hverjar hafa bara bókstaflega dáið út? Vegna breytts loftslags til dæmis? Þessari spurningu er ekki auðsvarað því að margir þættir geta legið að baki útrýmingu dýrategunda. Þó má ætla að sú útrýmingaralda sem við upplifum nú um stundir megi rekja bei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Mannsnafnið Orri er sagt fuglsheiti. Hvernig fugl er orrinn?

Orrar (Tetrao tetrix, e. black grouse) eru hænsnfuglar (Galliformes) af orraætt (Tetraonidae) líkt og rjúpan, en dæmi um aðra hænsnfugla eru nytjahænur, fasanar og kalkúnar. Karlfuglinn er kallaður karri og hann er 49-55 cm að lengd, með svartan fjaðurham fyrir utan rauðleitar augabrúnir, hvítar rendur á vængj...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól?

Sólbrúnka stafar af eðlilegu ferli í húðinni. Þegar sól skín á húð örva útfjólubláir geislar hennar litfrumur í yfirhúðinni til að mynda litarefnið melanín en það ver húðina gegn þessum sömu geislum. Melanín er mjög öflugt sólarvarnarefni og er fólk með dökka húð (mikið melanín) í hundraðfalt minni hættu á að fá h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Mega Megas og Britney Spears 'stíga á stokk' og halda tónleika?

Spurningin í heild sinni hljóðaði nokkurn veginn svona:Við erum að velta ýmsu fyrir okkur sem er í fjölmiðlum þessa dagana. En nú má sjá að margir tónlistarmenn eru að farnir að stíga á stokk. Er þetta málvilla eða geta Megas og Britney Spears stigið á stokk og haldið tónleika?Við sjáum ekki í fljótu bragði að það...

Fleiri niðurstöður