Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4623 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar eru skógarþrestir á veturna og hvað verða þeir gamlir?

Stærstur hluti íslenskra skógarþrasta (Turdus iliacus) eru farfuglar, þó þúsundir einstaklinga hafi nú orðið vetursetu í þéttbýlinu. Þessi aukning á vetursetu skógarþrasta er einkum talin vera afleiðing af stöðugra fæðuframboði og meiri trjágróðri í görðum bæjarbúa. Einnig er sennilegt að mildari vetur undanfarin ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er leprechaun og hver er uppruni hans? Eiga sögur af honum einhverja stoð í raunveruleikanum?

Leprechaun er lítill karl af öðrum heimi í írskri þjóðtrú. Hann er einfari og gætir gjarnan falinna fjársjóða en stundum er þó talað um að hann geri álfum skó. Á myndinni, sem er frá um 1900, má sjá leprechaun telja gullið sitt. Þekktust er sagan af mennskum manni sem grípur leprechaun, heldur honum föstum í gr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kettir eignast hvolpa?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ég horfði á sjónvarpsþáttinn Jörðina. Þar kom fram, mér til furðu, að bæði ljón og snæhlébarðar eignast hvolpa. Því spyr ég hvernig eignast köttur hvolp?Engin ástæða er til að ætla annað en þarna sé rétt með farið um málnotkun í sjónvarpsþætti. Hins vegar er orðið ljónsungi...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að auka melanín í líkamanum?

Melanín er litarefni húðar og hárs. Hversu mikið melanín er í húðinni fer einkum eftir erfðum, en hörunds- og háralitur er fyrst og fremst háður genasamsetningu okkar. Talsvert hefur verið fjallað um melanín á Vísindavefnum, til dæmis í eftirfarandi svörum eftir sama höfund: Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju dóu allar risaeðlur út af einum loftsteini?

Ekki er vitað með vissu hvað það er sem olli útdauða risaeðlannna í lok Krítartímabilsins fyrir um 65 milljón árum síðan. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um þetta en flestir hallast þó að því í dag að loftslagsbreytingar í kjölfar mikilla náttúruhamfara hafi verið megin orsökin. Í svari sínu við spurningunni, E...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er 2 í veldinu 1234? Hvað þarf marga tölustafi til að skrifa hana í venjulega tugakerfinu?

Það er oft vandkvæðum háð að sjá framsetningar stórra talna eins og 21234 því allar reiknivélar, og flest reikniforrit, taka ekki í mál að birta hana heldur skila villu eða óendanlegu. Þó má reyna að átta sig á stærð hennar og fjölda tölustafa með öðrum aðferðum. Einfalt bragð sem er hægt að beita er að skoða logr...

category-iconHugvísindi

Af hverju ruglar fólk stundum saman orðunum apótek og bakarí?

Að undanförnu hef ég spurst fyrir um þennan rugling á orðunum apótek og bakarí en engan hitt sem kannast við hann. Ekki rengi ég þó að hann sé til því að vel er þekkt að fólk segi eitt ósjálfrátt en hafi ætlað að segja annað. Sjálf segi ég mjög oft febrúar þegar ég ætla að segja nóvember og öfugt og hef enga skýri...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru blóm í mörgum litum?

Litir blómplantna hafa orðið til vegna tugmilljón ára samþróunar blómplantna og þeirra dýra sem þær reyna að laða að sér. Litskrúðugar blómplöntur eiga meiri möguleika á að laða til sín dýr sem sjá þá um frævun plöntunnar. Fjöldi plantna af öllum stærðum og gerðum eru til og blómin geta verið ótrúlega litskrúðug. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er svona mikið um eldingar í eldgosum?

Eldingar myndast þegar rafstraumur hleypur snögglega milli tveggja staða með ólíka rafhleðslu, til dæmis skýs og jarðar eða tveggja mismunandi staða í skýi. Straumhöggið skapar hljóðhögg sem við köllum þrumu. Í gosmekki frá eldfjalli er gífurlegt umrót í loftinu. Heit kvika streymir upp í gígopið og hluti henna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir málshátturinn 'það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins' og hvaðan kemur hann?

Málshátturinn það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins er vel þekktur í málinu að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Hann kemur reyndar ekki fyrir í málsháttasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið var út í Kaupmannahöfn 1830 en hans er getið í málsháttasafni Hallgríms Schevings sem prentað var sem fy...

category-iconHagfræði

Hvað kostar að framleiða eina krónu?

Það kostaði síðast ríflega þrjár krónur að láta slá hverja krónumynt. Þessar myntir duga í áratugi, ólíkt seðlunum sem duga að jafnaði í örfá ár, en þó mismunandi eftir notkun. Hver mynt er að jafnaði notuð sem greiðslumiðill í fjölda viðskipta og ef þeirra nyti ekki við gætu viðskipti orðið tregari í einhverjum t...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til? - Myndband

Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka. Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir það að vera á sjömílnaskóm?

Sjömílnaskór eru töfraskór þeim eiginleika gæddir að geta flutt þann sem í þeim er sjö mílur í einu skrefi. Minnið er þekkt í fjölmörgum erlendum ævintýrum og er þar talað um stígvél en ekki skó, það er sjömílnastígvélin (enska: seven-league boots, þýska: Siebenmeilenstiefel, sænska: sjömilastövlar). Elsta dæm...

category-iconMálvísindi: íslensk

Nú er smá rifrildi í gangi, er til eitthvað rammíslenskt orð yfir pokann sem maður notar til að sprauta rjóma, kremi og majónesi?

Þríhyrningslaga plastpoki er gjarnan notaður þegar sprauta þarf rjóma, kremi eða majónesi á kökur eða rétti. Svo virðist sem hann sé oftast kallaður sprautupoki. Er það sama orð og notað er í dönsku og norsku, það er sprøjtepose og sprøytepose. Þríhyrningslaga plastpoki er gjarnan notaður þegar sprauta þarf rj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir það að vera á bísanum og hvaðan er það komið?

Nafnorðið bísi 'hnuplari; þjófnaður' er ekki gamalt í málinu. Sama er að segja um hvorugkynsorðið bís 'hnupl' og sögnina að bísa 'hnupla, stela'. Þau eru frá því um miðja 20. öld og teljast til slanguryrða. Bísi, bís og sögnin að bísa eru tökuorð í íslensku og upphaflega úr sjómannamáli. Orðasambandið að v...

Fleiri niðurstöður