Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig sýndi Darwin fram á þróunarkenninguna?

Charles Darwin (1809-1882) var ungur og óreyndur guðfræðingur með áhuga á náttúrufræði þegar hann réð sig sem náttúrufræðingur í leiðangur kringum hnöttinn með skipi hennar hátignar, The Beagle eða Veiðihundinum. Áhöfn skipsins var ætlað að gera ýmiss konar athuganir og mælingar í ferðinni sem stóð yfir frá 1831-1...

category-iconMálvísindi: almennt

Fyrir hvað stendur gríski bókstafurinn ómega og hvaða almenna merkingu hefur hann?

Gríski bókstafurinn ómega (W eða w) stóð í forngrísku fyrir langt o-hljóð. Það var einungis lengdin sem aðgreindi hann frá stafnum ómikron (O eða o), sem var skrifaður alveg eins og O í okkar stafrófi og stóð fyrir stutt o-hljóð. Þessi aðgreining sést raunar á nöfnum stafanna því að omega þýðir bókstaflega "stóra ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var vísindakonan Marie Curie og hverjar voru helstu uppgötvanir hennar?

Marie Curie er einn frægasti eðlis- og efnafræðingur sögunnar. Hún hlaut tvisar sinnum Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni og frumefninu radíni. Rannsóknir hennar voru sannkallað brautryðjendastarf varðandi eiginleika frumefna og þróun og nýtingu kjarnorku. Marie Curie, eða Maria Sklodowska ein...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort mæla vogir massa eða þyngd og hvernig kemur aðdráttarafl jarðar við sögu á baðvog?

Þessu hefur í rauninni verið svarað að mestu í einu af allra fyrstu svörunum sem birt voru á Vísindavefnum: Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans? eftir Tryggva Þorgeirsson og Þorstein Vilhjálmsson. Við skulum þó reyna að gera enn betur hér og koma þá beint að efninu. Vogir mæla ýmist massa hluta eða þyngd. V...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju verður maður pirraður? Hvað er pirri?

Ef litið er í íslenska orðabók má lesa að sögnin að „pirra“ merki að espa eða æsa og orðið „pirraður“ er skýrt sem taugaspenntur eða viðkvæmur á taugum. Í Orðabók Máls og menningar er sett spurningamerki við orðin 'pirra' og 'pirrur' sem merkir að þau þykja óæskileg í málinu. Orðið pirraður er ekki mikið notað í r...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sleikja kettir sig af vana eða þegar þeir eru skítugir?

Svarið við þessari spurningu er bæði já og nei. Margar ástæður geta legið á bak við þetta atferli kattardýra. Eins og glöggir kattareigendur vita eyðir kötturinn miklum tíma í að snyrta sig. Samkvæmt atferlisrannsóknum er um að ræða allt að helmingi þess tíma sem dýrið er vakandi. En hver er tilgangurinn með al...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi?

Það sem við köllum bruna er ákveðin tegund efnahvarfa þar sem eldsneytið eða efnið sem brennur tekur upp súrefni, öðru nafni ildi, og ný efnasambönd myndast. Við venjulegar aðstæður kemur súrefnið úr andrúmsloftinu enda er súrefni um fimmtungur í venjulegu lofti hér á jörðinni. Ef við erum stödd langt úti í geimnu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna þarf að gefa nýfæddum börnum K-vítamín?

K-vítamín er lífsnauðsynlegt öllum mönnum. Skortur á K-vítamíni veldur því að það tekur lengri tíma fyrir blóðið að lifrast (storkna) og það getur orsakað innri blæðingar. K-vítamín finnst í laufum plantna en í mönnum er K-vítamínið yfirleitt framleitt af gerlum sem finnast í þörmunum. Gerlar sem framleiða vítamín...

category-iconJarðvísindi

Hver er stærsta eldstöðin á Íslandi?

Öræfajökull er talinn vera stærsta eldstöð Íslands, en rúmmál þess eldfjalls er um 70 rúmkílómetrar (km3). Hér er átt við rúmmál eldstöðvarinnar ofanjarðar, en að sjálfsögðu er mikill hluti eldstöðva neðanjarðar, svo sem aðfærslukerfi eldfjallsins (kvikuhólf, gígrásir og fleira). Það er einnig til að eldfjallið s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er hægt að slökkva eld með vatni úr því að súrefni er í vatni og eldur nærist á súrefni?

Það er vissulega rétt að eldur nærist á súrefni en hins vegar vitum við líka að mörg efni eru sem betur fer ekki eldfim og meðal þeirra er einmitt vatnið. Við getum sagt að í slíkum efnum sé svo mikið af súrefni að þau geti ekki tekið við meiru. Efnafræðingar mundu segja að þau væru fulloxuð. Eldur verður til v...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur barn verið í öðrum blóðflokki en foreldrar þess, til dæmis í flokki O ef foreldrar eru bæði í flokki A?

Svarið er já; barn getur verið í öðrum blóðflokki en foreldrar þess, en þetta fer þó eftir tilteknum reglum. Meðal annars geta foreldrar í flokki A átt barn í flokki O eins og spyrjandi tekur sem dæmi. Í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig og við hvaða aðstæður myndast móða á gleri?

Þetta gerist þegar glerið er kaldara en loftið í herberginu og nægilegur raki er í loftinu til að hann þéttist í kalda loftinu við glerið. Í loftinu kringum okkur er oftast eitthvað af vatnsgufu eða raka, mismikið eftir atvikum. Loft við tilteknar aðstæður getur tekið upp ákveðið magn af raka. Þegar komið...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er það satt að ekkert hljóð heyrist úti í geimnum?

Já, það er rétt að ekkert hljóð berst um geiminn. Það er vegna þess að þar er tómarúm, það er að segja nær ekkert efni. Hljóð berst hins vegar eingöngu um efni eins og loft, vatn, steinsteypu eða jarðlög, samanber að jarðskjálftabylgjur eru í rauninni hljóð. Við getum hins vegar breytt hljóðmerkjum í rafsegulby...

category-iconHugvísindi

Hvað var vistarbandið?

Vistarband má skilgreina á þessa leið:Ef karl og kona réðu ekki eigin búi skyldu þau vera hjú á heimili bónda og eiga þar grið. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. (Gísli Gunnarsson, 1987, kafli 2.7).Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er mikið blóð í mannslíkamanum? Hversu mikið blóð má maður missa áður en það verður hættulegt?

Í líkama fullorðins einstaklings eru um 5 lítrar af blóði. Í ungabörnum er rúmlega lítri af blóði. Ef slagæð verður fyrir skaða getur það valdið miklu blóðtapi vegna innri og ytri blæðinga í líkamanum. Svo mikill þrýstingur er í slagæðum að blóðið hreinlega spýtist út. Ef fullorðinn maður tapar meira en lítra ...

Fleiri niðurstöður