Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7658 svör fundust
Er vegum oft breytt vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hafa oft orðið tafir eða breytingar á veglagningu á Íslandi vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt? Á undanförnum áratugum hafa komið upp einstaka tilvik þar sem trú á álfabyggðir og álagabletti hefur tengst vegaframkvæmdum. Þessi mál ha...
Hvað éta apar?
Nú eru þekktar um 130 tegundir prímata og er fæða þeirra mjög fjölbreytt. Mismunandi tegundir éta ólíka fæðu og eins getur verið munur á fæðuvali innan sömu tegundar. Algengast er að fæða prímata komi úr plönturíkinu og eru nokkrar tegundir nær alfarið plöntuætur. Flestar tegundir éta þó einnig einhverja leyti ...
Hvað er felling, botnfall og lausn?
Orðið felling hefur mismunandi og óskyldar merkingar, en vegna samhengisins við hin orðin í spurningunni á spyrjandi líklega við hið efnafræðilega fyrirbrigði sem einnig er kallað botnfelling og útfelling (e. precipitate eða precipitation) úr lausn. Lausn samanstendur af tveimur þáttum, leysinum (e. solvent) og...
Hvert er algengasta mannsnafn í heimi?
Í mörgum heimildum á Netinu er því haldið fram að nafnið Múhameð sé algengasta nafn í heimi. Það kemur fyrir í ýmsum myndum: Muhammad, Mohammed, Mohammad, Mohamed og svo framvegis. Þetta þarf ekki að koma á óvart, Múhameð er mjög algengt nafn meðal múslíma og í raun vinsælasta karlmannsnafnið í mörgum ríkjum þeirr...
Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn?
Í stuttu máli þá mun seinkun klukkunnar á Íslandi ekki fjölga birtustundum sem falla á venjulegan vökutíma, heldur fækka þeim. Frá árinu 1968 hafa klukkur á Íslandi verið stilltar eftir miðtíma Greenwich og er ekki skipt á milli sumar- og vetrartíma. Þetta þýðir að hádegi í Reykjavík, það er að segja þegar sól ...
Hversu fast geta tígrisdýr bitið og hvað á ég gera ef ég mæti stóru rándýri?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hversu fast geta tígrisdýr bitið og hversu erfitt er að vernda sig gegn þeim ef maður lendir í einu slíku? Bitkraftur stórra rándýra eins og tígrisdýra (Panthera tigris) er mjög mikill og getur auðveldlega molað handlegg á manneskju. Bitkraftur er mælanlegur sem þrýstingur á fl...
Hvað hefur vísindamaðurinn Einar Árnason rannsakað?
Einar Árnason er prófessor í þróunarfræði og stofnerfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann starfar einnig við Lífveru- og þróunarfræðideild Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Rannsóknir Einars snúast um krafta þróunar. Þeir eru náttúrlegt val sem leiðir oft til aðlögunar lífvera að umhve...
Hvað er veira?
Veira (e. virus) er örvera sem inniheldur erfðaefni en getur þó ekki fjölgað sér sjálf. Hver gerð af veiru getur sýkt ákveðna lífveru og fjölgað sér innan fruma hennar. Veirur eru mjög sértækar með tilliti til hýsillífvera og geta oftast bara sýkt eina eða fáar tegundir, til dæmis bara menn eða nokkrar tegundir dý...
Virkar silfur gegn örverum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Nú eru til vörur sem eru með silfurjónir á yfirborðinu í þeim tilgangi að hefta vöxt og eyða bakteríum (ISO 22196). Virkar þetta einnig gegn veirum? Silfur hefur örveruhindrandi áhrif og hefur verið notað í þúsundir ára í lækningaskyni og til varðveislu matvæla.[1] Silfurjónir...
Flett upp í svörum Vísindavefsins um 300.000 sinnum í mánuði árið 2022
Gestir Vísindavefs Háskóla Íslands flettu að meðaltali 300 þúsund sinnum í svörum vefsins í hverjum mánuði árið 2022. Alls voru flettingar ársins rúmlega 3,3 milljónir og heimsóknir um 2,6 milljónir. Það samsvarar um 214 þúsund gestum mánaðarlega. Þessar tölur jafngilda því að í hverri viku hafi um 50 þúsund ge...
Hver fann upp hnífapörin?
Hér er einnig svarað spurningu Þorbjargar:Hvar og hvenær voru hnífapörin fundin upp og hvenær fór almenningur að nota þau? Yfirleitt er átt við hníf og gaffal þegar talað er um hnífapör, þó skeiðar séu stundum taldar með eins og lesa má um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Af hverju tölum við um hnífapör...
Hvað er eitt mexíkóskt pesó margar krónur?
Gjaldmiðill Mexíkó heitir nú formlega nuevo peso en er yfirleitt bara kallaður peso, eða pesó, á íslensku. Nafnið er ýmist notað í hvorugkyni eða karlkyni. Þegar þetta er skrifað, 19. mars 2001, fást um 9,20 íslenskar krónur fyrir hvert pesó. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvaða gjaldmiðill er verðminn...
Í hvaða orðflokki (eða orðflokkum) eru orðin plús, mínus og sinnum?
Orðin plús og mínus eru nafnorð að uppruna en eru einnig notuð sem atviksorð í stærðfræði í merkingunni „að viðbættu; að frádregnu“. Plús er að uppruna karlkynsorð og tökuorð líklega úr dönsku plus. Það á rætur að rekja til latínu plûs „meiri, meira“. Mínus er sömuleiðis karlkynsorð fengið að láni úr dönsk...
Hvers vegna er ekki hægt að beygja sögnina 'að vinna' í boðhætti?
Boðháttur í íslensku er myndaður á tvo vegu. Í fyrsta lagi er hann stýfður, það er eins og nafnháttur að frádreginni endingunni, -a, nema í veikum sögnum sem enda á -aði í þátíð. Dæmi:lesa, bh. les (þú)bera, bh. ber (þú)skrifa, bh. skrifa (þú)færa, bh. fær (þú)lemja, bh. lem (þú)flytja, bh. flyt (þú)vinna, bh. ...
Úr því að súrefni er í vatni væri ekki hægt að búa til kafarabúnað sem einangrar súrefnið til öndunar?
Svarið er já, það væri væntanlega hægt, en ekki er þar með sagt að það væri skynsamlegt. Eins og fram kemur í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju er hægt að slökkva eld með vatni úr því að súrefni er í vatni og eldur nærist á súrefni? þá kostar það mikla orku að sundra vatnssameindum (H2O...