Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 602 svör fundust
Hvað er ást? Er hún mælanleg?
Sigmund Freud sagði: Án ástar, ekkert líf - án átaka, enginn þroski. Þessi tvö öfl, meðbyr-mótbyr, sem svo oft takast á, eru líklega forsendur lífsins. Ástin er í upprunalegu merkingunni afl lífsins, "já-ið", lífs- og kynhvötin, afl gleðinnar, hins góða, jákvæða, frjóa, uppbyggilega - líbídó. Hið gagnstæða er afl ...
Ef skjaldbaka byrjar kapphlaup við hest með 100 m forskoti, getur hann einhvern tímann náð henni?
Spurningunni hér að ofan hafa menn velt fyrir sér frá því um 450 f. Kr. en þá setti Zenón, grískur heimspekingur sem bjó í borginni Elea á suður Ítalíu, fram eftirfarandi þverstæðu (og kallaði til leiks Akkilles þann er var mestur kappi í liði Grikkja við Trjóuborg): Akkilles þreytir kapphlaup við skjaldböku en ...
Hvað eru sígaunar og hafa þeir einhverja sérstaka tónlistarstefnu?
Sígaunar (einnig kallaðir Rómafólk) eru stærsti minnihlutahópur í Evrópu. Hugsanlega búa allt að átta milljónir sígauna á meginlandinu í dag, aðrar heimildir telja þá á bilinu tvær til fimm milljónir, en erfitt er að áætla fjölda þeirra þar sem þeir eru sjaldnast taldir í manntölum vegna flökkulífs. Flestir sígaun...
Hvernig ber að umrita grísk og latnesk nöfn á íslensku?
Sérhvert tungumál hefur sinn háttinn á meðferð grískra og latneskra nafna. Á þeim tungumálum sem ekki eru rituð með grísku letri þarf augljóslega að umrita grísk nöfn með einhverjum hætti. Auk þess breytast ósjaldan bæði grísk og latnesk nöfn á ýmsa vegu þegar þau berast yfir í önnur tungumál. Stundum verða til ák...
Hver var Évariste Galois og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Sannleikurinn er stundum ótrúlegri en nokkur skáldskapur. Kannski er það ástæðan fyrir því að enginn hefur enn gert kvikmynd um líf franska stærðfræðingsins Évariste Galois (1811-1832); ótti við að fólk trúi sögunni einfaldlega ekki. Galois er einn af frumlegri stærðfræðingum sögunnar. Hann gjörbylti algebru me...
Fellur súrt regn á Íslandi? Hvert er viðnám íslenskra vatna við því?
Súrt regn fellur þar sem regnið er blandað brennisteinssýru (H2SO4), saltpéturssýru (HNO3) og lífrænum sýrum. Þessar sýrur myndast við bruna á kolum og olíu og eru því mjög algengar þar sem iðnaður er mikill. Áhrifa súrs regns gætir aðallega á austurströnd Bandaríkjanna, á Bretlandseyjum, í Norður-Evrópu og í Suðu...
Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?
Aldamót eru þegar hundraðasta ári aldarinnar lýkur og næsta ár tekur við. Þannig mætast 20. og 21. öldin um áramótin 2000/2001 og þá eru um leið árþúsundamót; annað og þriðja árþúsundið í tímatali okkar mætast. Þetta svar má rökstyðja bæði með almennri vísun til þess hvernig við teljum hluti, tugi, tylftir, hundru...
Hvaða trúarbrögð eru útbreiddust í heiminum?
Óhætt er að fullyrða að útbreiddustu trúarbrögðin séu kristni. Kristnir telja um 2 milljarða eða um þriðjung jarðarbúa. Í öðru sæti eru múslimar sem eru 1,2 til 1,3 milljarðar eða kringum 20% íbúa jarðar. Næst koma hindúar; 780 til 900 milljónir eða 13-15%. Búddistar eru 360 milljónir eða 6% og eitthvað um 200 mil...
Hvað getið þið sagt mér af goðsögunni um Orfeif?
Orfeifur var sonur Oeagrusar Þrakíukonungs og listagyðjunnar Kallíópu sem nefndist svo vegna þess hve rödd hennar var þýð. Orfeifur var frægasti söngvari, skáld og tónlistarmaður fornaldar. Grísku músurnar eða menntagyðjurnar, kenndu honum að leika á lýru og með hljóðfæraslætti gat hann hann tamið villidýr og sagt...
Hvað er þroskasálfræði og hvað er fjallað um í greininni?
Þroskasálfræði er sú fræðigrein sem leitast við að skýra þær breytingar sem verða á huga, heila og hátterni samfara aldri. Breytingarnar eiga rætur að rekja til líffræðilegra þátta (eins og erfða), líffræðilegs þroska (bæði háður erfðum og næringu), sálfræðilegra þátta (til dæmis greindar og tilfinninga) og síðast...
Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?
Um þetta fyrirbæri er aðeins til ein einasta heimild ef heimild skyldi kalla. Einhver gamansamur náungi virðist hafa fært Jóni Árnasyni (1819-1888) þjóðsagnasafnara þennan spuna um miðja 19. öld og hann látið sig hafa það að prenta hann eins og fleira skoplegt. Engin önnur dæmi hafa fundist um þennan sið. Fólk...
Hver fann upp silfur (Ag)?
Silfur er svokallað frumefni. Hugtakið frumefni er notað um efni sem ekki er hægt að kljúfa í önnur einfaldari efni með aðferðum efnafræðinnar. Það var Frakkinn Antoine-Laurent Lavoisier (1743-1794) sem fyrstur setti fram skilgreiningu á frumefnum. Hugtakið frumeind er notað um smæstu eind frumefnis. Silfur er ...
Er einhver þjóðtrú tengd steindepli?
Í íslenskri þjóðtrú er að nokkru minnst á steindepilinn. Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) kann að vísu ekkert frá honum að segja (í ritinu um Íslands aðskiljanlegar náttúrur) annað en að flokka hann sem ,,meingaðan" fugl. Eggert Ólafsson nefnir í Ferðabók sinni (1772) að það sé algeng trú að ef ær eða kýr stíga n...
Hvað merkja orðatiltækin „þar hitti skrattinn ömmu sína“ og „til skamms tíma“?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég var að lesa um "þar hitti skrattinn ömmu sína" en ég hef alltaf heyrt það notað í merkingunni að hitta ofjarl sinn, einhver klárari, séðari, einhvern sem getur rassskell mann. Er það rétt? Mig langar líka að fá að vita um "til skamms tíma". Það virðist vera mjög skipt milli ...
Hvað er helst því til fyrirstöðu að nýta kjarnasamruna til tannburstunar?
Fyrirstaðan er ekki meiri en svo að þetta er þegar gert og hefur verið gert í mörg ár í talsvert stórum stíl. Þeir sem nota rafmagnstannbursta eru að sjálfsögðu að nýta sér þá orkulind sem nýtt er til að framleiða rafmagnið. Hér á Íslandi notum við að mestu leyti orku fallvatna til þess. Þessi orka verður ti...