Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7658 svör fundust
Af hverju draga dökk föt að sér hita?
Sólarljós og annað venjulegt ljós sem lýsir upp umhverfi okkar er oftast svokallað hvítt ljós, en hvítt ljós er í rauninni blanda af öllum litum ljóss. Litur hlutar ræðst af því hvernig hann endurkastar hvítu ljósi. Hlutur sem er til dæmis grænn endurkastar þeim lit meira en öðrum þegar hvítt ljós skín á hann, en ...
Hvað getið þið sagt mér um Hadríanusarvegginn?
Hadríanusarveggurinn eða Hadríanusarmúrinn, eins og hann er einnig nefndur, var 118 kílómetra langur varnarveggur, sem skildi að rómverska skattlandið Britanniu annars vegar og hins vegar landsvæðið, sem í dag heitir Skotland. Í dag standa rústir einar eftir af múrnum, þótt sums staðar séu þær nokkuð heillegar sem...
Af hverju erum við með tíu tær og tíu fingur?
Væntanlega hafa flestir einhvern tímann litið á hendurnar á sér eða fæturna og velt því fyrir sér af hverju tærnar eru tíu og fingurnir líka? Af hverju erum við ekki með tólf tær eða átta fingur? Ef litið er til hinna ýmsu hryggdýra þá er táafjöldi þeirra mjög breytilegur, meira að segja hjá öpum. Hinir svoköll...
Er eitthvað hitastig í algjöru tómarúmi?
Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda. Hiti í gasi er þannig í beinu hlutfalli við meðaltalið af hreyfiorku eindanna í gasinu. Ef algjört tómarúm væri til væru augljóslega engar efniseindir þar og ekkert hitastig skilgreint. Algjört tómarúm er hins vegar hvergi til, tómarúm geimsins kemst næst því. Efnis...
Hvert er hlutfall allra líffæra fisksins af heildarþyngd hans?
Í þessu svari er miðað við að átt sé við líffæri í kviðarholi fisks, það er að segja innyflin. Þegar innyfli eru fjarlægð úr kviðarholinu er talað um að slægja. Hlutfall þess sem eftir stendur þegar fiskur er slægður má kalla slægingarhlutfall en einnig er talað um slóghlutfall og slægingarstuðla. Slægingarhlu...
Hvað er hraun og hvað er kvika?
Bergkvika (kvika, bergbráð, bráð - e. magma) er blanda af bráðnu bergi og gufum, sem ættuð er úr iðrum jarðar. Við storknun kvikunnar skiljast gosgufurnar úr henni, en við storknun bráðarinnar verður til storkuberg. (Þorleifur Einarsson: Jarðfræði). Í einfölduðu máli þá notum við orðið kvika (eða samheiti þess)...
Hvað gerist þegar maður sprautar nefúða í nefið á sér?
Nefholið er klætt slímhúð. Slímið eða horið gegnir mikilvægu hreinsi- og varnarstarfi og okkur nauðsynlegt. Þegar fólk kvefast sýkist slímhúðin og bólgnar. Þá verður slímmyndun mun meiri en vanalega. Afleiðingin er aukið nefrennsli og stundum nefstífla. Hægt er að lesa meira um nefslím í svari Hannesar Petersen v...
Hvað eru surtseysk eldgos?
Sprengigos sem verða þegar kvika í gosrás eða gosopi kemst í snertingu við vatn, kallast tætigos á íslensku. Ein gerð þeirra er kennd við Surtsey og goshættina sem ríktu þegar eyjan reis úr hafi.1 Hátt hlutfall smárra korna eykur varmaflutning til gosmakkarins og hefur þau áhrif, að hann rís hærra í andrúmslof...
Hversu mikinn koltvísýring hefði gróðurinn sem var á Íslandi áður en landið var numið, getað bundið?
Miðað við það gróðurfar sem var á Íslandi rétt fyrir landnám og áður en landnýting hófst með tilheyrandi skógar- og gróðureyðingu þá má eins búast við því að binding kolefnis hafi verið í lágmarki. Við þessi skilyrði hefur lífmassi gróðurs verið í hámarki og engir möguleikar fyrir skóglendi og önnur gróðurlendi að...
Hvaða kemur orðið óskundi inn í málið og er þá orðið skundi til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Óskundi er sérkennilegt en áhugavert orð og kann að hafa fleiri merkingar en grikkur og skaði. Gaman væri að vita hvaðan orðið kemur inn í málið og hvaða fleiri merkingar það getur haft. Eins væri skemmtilegt að fá upplýsingar um hvort til sé orðið skundi, í ljósi þess hve alge...
Hvers vegna sveiflast loftslag á milli kuldaskeiða og hlýskeiða?
Loftslag sveiflast vegna þess að styrkur geislunar sem jörðin fær á braut sinni um sólu breytist smám saman. Þrennt veldur því. Á hundrað þúsund árum breytist braut jarðar um sólu (sporbaugur) frá því að vera nærri því hringlaga í sporöskjulögun. Þegar brautin er nær hringlaga er jörðin allt árið jafnlangt frá...
Hvernig geta miklar snjóhengjur skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nú er mikill snjór á húsþökum. Hvernig stendur á því að miklar snjóhengjur geta skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur? Snjóþekjan hangir saman svo lengi sem innri styrkur hennar nær að halda í við togkraft lóðrétta bútsins sem skagar fram af ...
Væri krónan ekki búin að lagast ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Væri ekki krónan búin að lagast að stórum hluta ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna? Ekki er ljóst hvað fyrirspyrjandi á við með að krónan sé í lagi eða að hún lagist. Hér er gengið út frá að átt sé við stöðugt nafngengi. Eins og kemur fram í svari við spurning...
Til hvers nota pokadýr pokann sinn?
Eitt helsta einkenni pokadýra er æxlunarkerfi þeirra. Margar pokadýrategundir bera nafn með rentu og kvendýrin bera unga sína í poka. Sum pokadýr eins og til dæmis lítil ránpokadýr eru þó ekki með eiginlega poka. Þessi pokalausu pokadýr hafa eingöngu húðfellingar hjá spenunum sem halda mætti að verji ungana illa f...
Hver er hugsunin á bak við bæjarheitið Svarfhóll?
Svarfhóll er nafn á að minnsta kosti níu bæjum í landinu: Bær í Svínadal í Hvalfjarðarsveit í Borgarfjarðarsýslu. Bær í Stafholtstungum í Mýrarsýslu. Hann stóð á lágum öldóttum klapparhrygg. Bær í Hraunhreppi í Mýrarsýslu. Bær í Miklaholtshreppi í Snæfellssýslu. Þar þykir hvassviðrasamt. Bær í Miðdölum í D...