Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9280 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Orri Heiðarsson rannsakað?
Pétur Orri Heiðarsson er dósent í lífefnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúast að miklu leyti um að skilja eiginleika og hlutverk prótína og kjarnsýra. Til þess notar hann þverfaglegar aðferðir með rætur í eðlisfræði, efnafræði og líffræði. Megináhersla í rannsóknum Péturs Orra er að n...
Hvað er að fá sér einn gráan?
Að fá sér einn gráan merkir að ‘fá sér snafs, fá sér neðan í því’. Jón G. Friðjónsson nefnir orðasambandið í bók sinni Mergur málsins (2006:270) en gefur enga skýringu. Ég tel líklegast að upphaflega hafi verið átt við brennivínsstaup, landa eða vodka, það er gráleitan eða litlausan drykk. Ég hygg að fáir eða ...
Hvað lifir nýja kórónuveiran lengi utan líkamans?
Veirur dreifast með margvíslegum hætti, þar á meðal með hlutum í umhverfinu. Veiran SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, er í fjölskyldu kórónuveira (e. Coronaviridae). Þær eiga það allar sameiginlegt að samanstanda af erfðaefni (búið til úr RNA eða ribonucleic acid), prótínum sem verja erfðaefnið og hjúp sem umlykur ...
Hvað eru til margar veirur í heiminum?
Spyrjandi er væntanlega að velta fyrir sér fjölda veira frekar en fjölda veirutegunda. Það veit auðvitað enginn hversu margar veirur finnast á jörðinni en hins vegar er hægt að áætla fjölda þeirra með ýmsum aðferðum. Ein ágiskun er sú að í lífhvolfi jarðar, það er í lofti, láði og legi, sé fjöldi veira um 1031....
Hvað getur þú sagt mér um íslandssléttbak?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað kallast hvalaættkvíslin "Right whale" á íslensku? Sléttbakur (Eubalaena glacialis) er ein þriggja tegunda innan ættkvíslarinnar Eubalaena sem á íslensku hefur verkið kölluð höttungar en á ensku right whale. Sléttbakurinn, sem einnig hefur gengið undir nöfnum eins og ísland...
Hvað er átt við með orðinu endemi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er endemi og eru þarna einhver tengsl (eða jafnvel ruglingur) við ein(s)dæmi? Orðið endemi hefur fleiri en eina merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:153) eru merkingarnar ‘e-ð dæmalaust eða fáránlegt; for, saurindi’ en fyrsta merking...
Hvað getið þið sagt mér um Sæunnarsundið?
Svonefnt Sæunnarsund var mikið þrekvirki sem unnið var af kú nokkurri sem synti yfir Önundarfjörð á flótta undan örlögum sínum. Forsaga uppákomunnar er sú að árið 1987 þurfti bóndi á bænum Neðri-Breiðadal í Önundarfirði að fækka gripum sínum vegna nýrra laga um gripakvóta. Hann þurfti því að slátra einni af kúnum ...
Hvað eru herkjur og er þetta fleirtöluorð?
Kvenkynsorðið herkja merkir í eintölu ‘harka’. Það er oftast notað í fleirtölu herkjur og merkir orðið þá ‘hörkubrögð, erfiðismunir’. Hann hafði háan hita og komst með herkjum fram úr rúminu. Hann gat með herkjum lyft höfði frá kodda. Í báðum dæmunum er átt við að sá sem talað er um hafi getað gert eitthvað með er...
Hvað er trítil- þegar einhver er trítilóður?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað merkir að vera trítilóður? Orðið trítill hefur fleiri en eina merkingu. Það er til dæmis nafn á leikfanginu skopparakringla (einnig trítiltoppur, trítiltopar) en einnig merkir það lítill hnykill, stráksnáði, smávaxinn maður, spónn til að matast með og trýni. Af þess...
Hvað getið þið sagt mér um Rauðasand?
Rauðasandur er um 12-13 km löng skeljasandsfjara við sunnanverða Vestfirði, rétt austur af Látrabjargi. Oft hefur verið sagt að sandurinn og umhverfi hans séu eitt af fallegri náttúrufyrirbrigðum í íslenskri náttúru, en sveitin hefur löngum verið rómuð fyrir náttúrufegurð og búsæld. Rauðasandur er ein mesta sk...
Hvað merkir hugtakið slæmur banki í fjármálaheiminum?
Slæmur banki (e. bad bank) er hugtak sem notað er þegar banka í fjárhagskröggum er skipt í tvennt og kröfur sem bankinn á og talið er að slæmar horfur séu á að innheimtist að fullu eru færðar yfir í sérstaka stofnun, það er hinn „slæma“ banka. Aðrar eignir bankans eru svo ýmist skildar eftir eða settar í nýja stof...
Hvað er nýtt að frétta af skammtatölvum?
Þegar talað er fjálglega um kosti og kraft skammtatölvu í fjölmiðlum er undantekningalítið átt við vél sem getur framkvæmt svokallaða stafræna skammtareikninga. Þessir reikningar eru gerðir í skammtatölvum á hliðstæðan hátt og reikningar í venjulegum tölvum, það er með forritum sem í grunninn geta gert reikniaðger...
Hvað er vitað um dyngjugos á Reykjanesskaga?
Dyngjugos á Reykjanesskaga byrja sennilega í flestum tilvikum sem sprungugos. Vísbendingar um slíkt má sjá í Fagradalsfjallskerfinu og víðar. Virknin færist síðan smám saman í einn gíg og þróast í sígos sem stendur lengi, jafnvel nokkur ár í stærstu dyngjunum. Hraunframleiðsla er talin lítil eða kringum fimm rúmme...
Hvað þýðir að bíta höfuðið af skömminni?
Merkingin er ‘kunna ekki að skammast sín, gera illt verra, gerast enn ósvífnari’. Orðasambandið þekkist frá fyrri hluta 18. aldar. Til dæmis skrifaði Jón Vídalín í postillu sinni: Ecke eru Dæme til þess / ad nockur hafe so bited Høfuded af Skømmenne. Sennilega er orðasambandið fengið að láni úr dönsku bide h...
Hvað eru til margar skordýrategundir í heiminum?
Eins og fram kemur svari eftir Gísla Má Gíslason við spurningunni Hvaða áhrif hefði það fyrir lífið á jörðinni ef öllum skordýrum væri eytt? eru þekktar tegundir skordýra um ein milljón talsins. Vísindamenn áætla hins vegar að í raun og veru séu tegundirnar um fimm milljónir. Þær tegundir sem enn hefur ekki verið ...